Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 55
I. mynd. íslenskir flækingsránfuglar: (1) Býþjór (Pernis apivorus), (2) fjallvákur (Buteo
lagopus), (3) gjóður (Pandion lialiaetus), (4) skálmörn (Hieraaetus pennatus) og (5)
músvákur (Buteo buteo). Vagrant raptors in Iceland. Mynd painting Jón B. Hlíðberg.
á vetrum í Afríku sunnan Sahara.
Haustfartími vatnagleðu í Evrópu er
frá júlí til loka september og hún snýr
aftur til varpstöðvanna á tímabilinu
mars til maí.
Vatnagleða hefur sést einu sinni á ís-
landi: ungur karlfugl náðist 24. október
1982 við Kvísker í Öræfum (Hálfdán
Björnsson 1983).
Brúnheiðir (Circus aeruginosus)
Brúnheiðir er varpfugl í Evrópu,
Mið-Asíu, Astralíu og á eyjum í Ind-
landshafi og vestanverðu Kyrrahafi
(2. mynd). í Evrópu verpur brúnheið-
ir m.a. á Bretlandseyjum, í Niður-
löndum og Danmörku. í Svíþjóð nær
varpútbreiðslan allt norður á 60.
gráðu. Kjörlendi brúnheiðis er vot-
lendi, t.d. reyrbreiður og fen. Hreiður
gerir hann sér á jörðu niðri, oft í reyr-
þykkni. Hann lifir mest á nagdýrum
og fuglum en veiðir einnig froska, eðl-
ur og skordýr.
Brúnheiðir er farfugl í Evrópu og
Asíu, vetrarheimkynni norður-evr-
ópskra fugla eru í Afríku sunnan Sa-
hara. í Evrópu hefst haustfarið í ágúst
og varir fram í byrjun október. Við
Falsterbo er hámark farsins í fyrri
hluta september. Brúnheiðir snýr til
varpstöðvanna í Norður-Evrópu um
mánaðamótin mars-aprfl.
Brúnheiðir hefur sést einu sinni á
íslandi, það var um fartímann að
hausti:
197