Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 57
2. mynd. íslenskir flækingsránfuglar: (1) Bláheiðir (Circus cyaneus), (2) vatnagleða
(Milvus migrans), (3) gráheiðir (Circus pygargus) og (4) brúnheiðir (Circus aerugin-
osus). Vagrant raptors in Iceland. Mynd painting Jón B. Hlíðberg.
(kvenf. ad RMÍ195). Hallur Hallgríms-
son.
Gráheiðir hefur sést einu sinni síð-
an: fullorðinn karlfugl 4. desember 1982
við Reynivelli í Suðursveit (GP og EÓ
1984).
Heiðar (Circus sp.)
Alls verpa fjórar tegundir heiða í
Evrópu, það er bláheiðir, gráheiðir,
brúnheiðir og fölheiðir (Circus
macrourus). Það er erfitt að greina á
milli þessar tegunda úti í náttúrunni,
sérstaklega kvenfugla og ungfugla blá-
heiðis, gráheiðis og fölheiðis. Brún-
heiðir er auðgreindastur.
í 5 skipti hefur ekki tekist að greina
hvaða tegund heiða var á ferðinni:
1. Skaftafell í Öræfum, A-Skaft, 7. júní
1966, tveir (karlf. ad). Hálfdán Björns-
son. Taldir vera bláheiðar.
2. Fagurhólsmýri í Öræfum, A-Skaft, 4.
október 1978 (kvenf./imm). Hálfdán
Björnsson. Var með áberandi hvítan
gump og talinn vera bláheiðir.
3. Reynivellir í Suðursveit, A-Skaft og
nágrenni, 10. október 1979 til 21. mars
199