Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 61
3. mynd. Varpútbreiðsla og haustfarleiðir gjóða í Evrópu. Pílur tákna meginfarleiðir
fugla af skandinavískum, þýskum og skoskum uppruna, hvítar pílur tákna farleiðir fugla
af finnskum og austur-evrópskum uppruna (skv. Cramp og Simmons 1980, Glutz o.fl.
1972, Österlöf 1977). Breeding distribution of Osprey (Pandion haliaetus) in Europe. The
main directional trends offall migration are shown with black arrows for Scottish, Scand-
inavian and German populations, and with white arrows for the East-European and Finn-
ish populations.
10. 40 sjómílur réttvfsandi vestur af Látra-
bjargi, 25. apríl 1978. Fuglinn sett-
ist á togarann Trausta 25. apríl. Hann
náðist tveimur dögum síðar og var
sendur Náttúrufræðistofnun 29. sama
mánaðar. Fuglinn var hafður í haldi
til 5. maí en þá sleppt við Reykja-
vík. Hann fannst svo dauður hinn 22.
maí að Stóra-Búrfelli í Svínavatns-
hreppi, A-Hún. Þessi fugl hafði verið
merktur (Brit. Mus. M9994) sem
ungi, 28. júní 1976 í Skotlandi (Brown
1979).
11. Vatnsfjörður, V-Barð, 15. júlí 1979.
GP og KHS (1980). Fuglinn sást á
flugi við Vatnsdalsvatn.
Finnur Guðmundsson (1942) segir
Bjarnfreð Ingimundarson á Efri-Steins-
mýri í Meðallandi hafa séð gjóða við Eld-
vatn. Bjarnfreður taldi sig hafa séð einn
fugl 26. desember 1937 og tvo fugla saman
203