Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 75
1. mynd. Bólstraberg og grágrýtismyndun í vegarsniðinu við Vífilsstaði. Mynd Jón Jóns-
son.
faldri stækkun kom í ljós að efnið, að
verulegum hluta til, reyndist vera
skeljar díatóma (kísilþörunga). Auð-
velt var að ákvarða mikinn hluta
þeirra og með vissu einar 18 mismun-
andi tegundir, sem allar lifa í fersku
vatni. Að fenginni þessari reynslu frá
tröðunum við Vífilsstaði vaknaði for-
vitnin að leita víðar. Var því næst far-
ið niður að Arnarnesvogi og hugað að
bólstrabergsmynduninni þar. Sýni
voru tekin bakvið steina, sem losaðir
voru úr berginu, og með þau farið á
sama hátt og að ofan getur. Sem fyrr
kom í ljós að þar er að miklu leyti um
díatómít að ræða og flóran sú sama og
við Vífilsstaði, allt dæmigerðar fersk-
vatnstegundir og ekki ein einasta sjáv-
artegund. Fremur eru þetta fáar teg-
undir, en fjöldi einstaklinga umtals-
verður, oft margir tugir í einu sýni.
Þess skal svo einnig getið að meiri-
hluti þessa ljósa efnis er án efa mynd-
breytt gler. Undir smásjánni er það
örsmáir kristallar, of smáir til þess að
verða ákvarðaðir í venjulegri smásjá,
en sem ætla má að séu geislasteinar og
þá líklega kabasít. Niðurstaðan af
þessum athugunum verður sú að
bólstrabergsmyndunin undir Garðabæ
sé til orðin í fersku vatni, líklega tæru,
fremur köldu og næringarefnasnauðu.
Grágrýtishraunin undir austurhluta
byggðarinnar virðast hafa komið
sunnan frá. Um aldur þessara mynd-
ana verður að svo komnu máli ekki
mikið sagt. Þær geta þó ekki verið
yngri en frá hlýskeiðinu næst fyrir síð-
asta jökulskeið, en hugsanlega ennþá
eldri. Með athugunum eins og þeim
sem hér er lýst ætti framvegis að vera
hægt að afla vitneskju um hvort
217