Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 82
stautlaga stafur sem ber klukkulaga
hettu. Stafurinn er ljós á litinn, með
netlaga mynstri, svampkenndur og
holur að innan, jafnt mjókkandi upp,
10-15 cm langur og 2-3 cm breiður.
Hettan um 3 cm á hæð og álíka breið,
þunnvaxin og aðeins fest við stafinn
efst, annars laus. Ytra borð hennar er
allt með grópum og netlaga rifjum og
er upphaflega þakið dimmgrænu eða
grænsvörtu slímlagi, sem lekur gjarn-
an niður.
Af slíminu leggur megna og sér-
kennilega fýlu sem minnir á lykt af
úldnu kjöti. Skordýr finna lyktina
langar leiðir, enda er tilgangurinn að
laða skíta- og hræflugur að sveppnum.
Flugurnar sleikja slímið og bera þá
jafnframt með sér gróin sem eru í
7. mynd. Fýluböllur (Phallus impudicus) í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík á
mismunandi þroskastigum: Fyrsta myndin (a) er tekin kl. 13.00 27. ágúst 1990, en þá var
sveppurinn að koma upp og egg að byrja að bresta. Önnur myndin (b) er tekin kl. 11.30
daginn eftir. Þá var kominn 13 cm stafur upp úr egginu, sveppurinn fullþroska og hattur-
inn þakinn þykku, svörtu slími. Þriðja myndin (c) er tekin klukkan 21.30 um kvöldið, en
þá var allt svarta slímið horfið af hettunni, hafði lekið niður og verið sleikt upp af flug-
um. Myndir (b) og (c) eru af sama eintaki. Phallus impudicus at different stages ofdevel-
opment. (a) Picture taken at 1:00 p.m. on 27 August 1090. (b) Picture taken at 11:30 a.m.
tlie day after. (c) Picture taken at 9:30 p.m. on the same day as picture (b). Pictures (b)
and (c) are of the sarne specimen. Myndir photos Eiríkur Jensson.
224