Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 91
4. mynd. Norðaustasti Þríhnúkurinn, gígopið sést greinilega. Séð af miðhnúknum til
norðausturs. Vífilsfell, Stóra Kóngsfell og Bláfjöllin í baksýn. The most northeasterly
Þríhrtúkur, the crater opening can clearly be seen. Seen from the middle peak. Vífilsfell,
Stóra Kóngsfell and BláfjöH in the background. Mynd photo Arni B. Stefánsson.
niður á 55 m dýpi er þröng bogalaga
hliðargosrás, norðaustan aðalgos-
rásarinnar, 0,5-1,5 m í þvermál. Er
hún í laginu eins og handfang á könnu
(6. mynd). Dálítið var erfitt að kom-
ast í þessa rás og þurfti Einar að
sveifla sér um 4 m úr lóðlínu og notaði
hann Björn sem viðspyrnu.
Á 60 m dýpi víkkar aðalgosrásin
mikið, aðallega til norðausturs, og er
þar u.þ.b. 15x40 m. Upp af útvíkkun-
inni til norðausturs er mikill gíg-
strompur eða gosrás sem er greinilega
aðfærsluæð gígskálar sem er 10 m
norðaustan við opið í gígnum.
Frá 60 m dýpi og niður er feikna-
mikið kctillaga gímald, um 150.000 m3
að stærð. Botn gímaldsins er 121 m frá
yfirborði (7. nrynd). Þvermál í botni
er 48 m í stefnu suðaustur-norðvestur
og 60-70 m í stefnu suðvestur-norð-
austur. Niður til suðvesturs liggur
5. mynd. Gígop Þríhnúkagígs. Tlie crater
opening. Mynd photo Árni B. Stefáns-
son.
233