Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 93
7. mynd. Bláleit dagsbirt-
an þrengir sér niður í
tröllaukinn gígketil Þrí-
hnúkagígs. Rauðleit natrí-
umlýsingin glæðir veggina
fyrra lífi. Sérkennileg
tómleikatilfinning gagn-
tók mann á leiðinni niður
í þennan tröllasal, agnar-
lítill eins og dordingull
hangandi úr hlöðulofti.
Daylight streaming into
the main chamber. The
red hue from the sodium
lights brings the walls to
their former life. A stran-
ge feeling of emptiness
took hold of one on the
way down into this coloss-
um, tiny like a spider
hanging from a barn ceil-
ing. Mynd photo Árni B.
Stefánsson.
yfirborði. Aðfærsluæðar hinna litlu
gíganna, 150-200 m suðvestan hnúks-
ins, hljóta að liggja dýpra en komist
varð. Við könnun strompsins voru
notaðir tveir 6 m álstigar og voru þeir
bundnir saman. Festingar voru negld-
ar í vegginn, fyrst í 12 m hæð, stigan-
um lyft upp, hann festur og þannig
áfram uppí 36 m hæð. Björn kleif síð-
ustu 10 metrana.
KÁPA GÍGVEGGJANNA
Upprunaleg hraunhúð er á gíg-
veggjunum frá yfirborði niður á 75 m
dýpi á suðaustur- og norðvesturveggj-
unum og tungur niður á 90 m dýpi á
suðvestur- og norðausturveggjunum.
Er hraunhúðin á að giska 40-50 cm
þykk þar sem sést í brotsárið. Er þetta
að mestu langgárótt hraungler frá yfir-
borði niður á 50-60 m dýpi, efst í rás-
inni var það í þunnum lögum sem
flagna nokkuð og eru hraunflögurnar
mjög lausar sumar hverjar. Við út-
víkkunina til norðausturs, á 60 m
dýpi, er mikið rauðleitt „hraunfruss“
á veggjunum og upp í „strompinn“.
Hefur það að nokkru lekið niður og
235