Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 94
8. mynd. Einar horfir upp í 45 m háa hliðargosrás Þríhnúkagígs á 175 m dýpi. Einar
looking up into the 45 m high side vent at 175 m depth. Mynd photo Arni B. Stefánsson.
myndar fagurlega þéttsitjandi drop-
steina á um 10 m kafla. Upprunaleg
hraunhúð er einnig í gosrásinni upp af
175 m dýpi. í brotsárinu neðst sést að
hún er 10-30 cm þykk. Hraunhúðin
þarna er svipuð þeirri í aðalgosrás-
inni, matt, grátt, örlítið langgárótt
hraungler. Ekki var lagskiptingu að
sjá. Efst í þessari rás í 40 m hæð er
hraunsilla. Er hún storkuborð hraun-
bráðarinnar sem greinilega hefur ver-
ið í þessari hæð nokkurn tíma. Þar
fyrir ofan eru veggirnir grófari og
töluvert af gulleitum útfellingum.
Hefur þetta hugsanlega gerst þannig
að lofttegundir hafa losnað úr bráð-
inni eftir að gosrásin lokaðist ofar og
hefur gasþrýstingurinn viðhaldið
vökvaborðinu og sillan þannig mynd-
ast. Hvergi annars staðar er að sjá
storkuborð og bendir það til þess að
gosrásirnar hafi tæmst viðstöðlaust
niður á meira dýpi en við komumst á.
Hlýtur það að hafa gerst þannig að
kvikan hefur beinlínis sigið sjálf niður.
Olíklegt er að hún hafi sigið svo mikið
saman við afgösun. Dálítið var af upp-
runalegri húð í lofti og á suðaustur-
vegg á 190 m dýpi og var hún sams
konar og í gígstrompnum, rauðleitt,
frauðkennt hraunfruss sem lekið hef-
ur niður í dáfallega dropsteina.
JARÐLÖG í GÍGVEGGJUNUM
Þar sem hraunkápan hefur hrunið
af veggjum gosrásanna sér í grunn-
bergið og sést það fyrst á 75 m dýpi.
Veggir gígketilsins sjálfs eru þrjú 15-
25 m þykk, lítið hallandi, töluvert
sprungin hraunlög (9. mynd). Ekkert
millilag var sjá^nlegt en mörkin þó
nokkuð greinileg. Neðan við 125 m
dýpi eru mun þynnri hraunlög, innan
við metri, og verða þau þynnst 5-10 cm
236