Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 103
50" línubelgur
1. mynd. Uppsetning
lirfusafnara í Breiða-
firði. Diagram of spat
collector system in
Breidafjördur.
anna fjarlægðir og vigtaðir í rann-
sóknastoíu, einnig voru gerð vefjasýni
af kynkirtlunum og þau skoðuð í smá-
sjá og flokkuð í 6 mismunandi kyn-
þroskastig eftir útliti. Kynþroskastuð-
ull var síðan reiknaður út fyrir hvert
sýni (Kennedy 1977) og gat hæstur
orðið 4,0 þegar allir einstaklingar
voru kynþroska og lægstur 1,0 þegar
allir höfðu hrygnt.
Lirfusöfnurum var komið fyrir á
sama tíma og á sama stað og búrunum
með fullorðnu skeljunum, en á mis-
munandi dýpi (1. mynd). Safnararnir
voru af tveimur gerðum: Laukpokar
(40x70 cm) með 6 mm möskvastærð,
sem innihéldu um það bil 500 g af ein-
þráða nælonneti og voru þræðir nets-
ins 0,4 mm í þvermál, og píramítalög-
uð búr (30x30x30 cm) með 3 mm
möskvastærð, sem í voru sett um það
bil 150 g af nælonneti með 0,2 mm
þráðum (2. mynd). Alls voru settar út
13 lóðréttar lagnir með laukpokum
(52 safnarar) og 10 lagnir með búrum
(40 safnarar).
Frá ágúst 1988 til september 1989
var ein lögn með 4 söfnurum af mis-
munandi dýpi tekin upp mánaðarlega.
Safnararnir voru tærndir á rannsókna-
stofu og var innihald þeirra rannsakað
í smásjá til að byrja með en síðar, eftir
því sem skeljarnar urðu stærri, í víð-
sjá. Hörpudiskskeljar úr hverjum
safnara voru taldar og hæð þeirra
mæld. Önnur dýr úr söfnurunum voru
greind til tegunda og einstaklingsfjöldi
hverrar tegundar áætlaður en ekki tal-
inn nákvæmlcga.
Nær mánaðarlega frá ágúst 1988 til
september 1990 var safnað sjósýnum á
20 m dýpi til mælinga á blaðgrænu og
seltu. Svifþörungar, sem eru aðalfæða
skeljanna, innihalda blaðgrænu og er
magn hennar notað sem inælikvarði á
fæðuframboð dýranna. Talið hefur
245