Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 104

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 104
2. mynd. Lirfusafnarar: laukpoki (40x70 cm) og píramítabúr (30x30x30 cm) fyllt með einþráða nælonneti. Spat collectors: an onionbag and a polyethylenebag filled with monofilament netting. Ljósm. photo Sigurgeir Sigurjónsson. verið að sveiflur í seltu geti valdið hrygningu hörpudisks (Skreslet, 1973) og var því þessi umhverfisþáttur mældur í núverandi rannsókn. Allan athugunartímann var hitastig sjávar einnig mælt á 20 m dýpi með síritandi hitamæli. NIÐURSTÖÐUR Hörpudiskurinn er einkynja og ligg- ur hrogna- eða sviljasekkurinn til hlið- ar við samdráttarvöðvann. Hrognin eru bleik eða appelsínurauð að lit en svilin hvítleit (3. mynd). Bæði árin sem athugunin stóð yfir jókst meðalvotvigt kynkirtla kven- og karldýra frá því eftir hrygningu í júlí og þar til í september. Yfir veturinn féll þyngdin lítillega þar til í janúar og febrúar að hún jókst aftur. í mars 1989 og apríl 1990 jókst þyngdin veru- lega. Kynkirtlarnir náðu hámarks- þyngd í júní (6,5-7 g) bæði árin og lágmarki (1—1,2 g) að lokinni hrygn- ingu í júlí (4. mynd). Sömu sveiflur er að finna í kynþroskastuðli sem reikn- aður var út frá smásjárskoðun. Há- marki var náð byrjun júní (4,0) en lág- marki (1,0) um miðjan júlí þegar hrygningu var lokið. 1 Breiðafirði kom í ljós mismunur í þroskun kynfruma hjá kven- og karl- dýrum. Þroskun sæðisfruma gekk mun hraðar fyrir sig en þroskun eggja og frantleiddu karldýrin fullþroska sæðisfrumur á tímabilunum júlí-októ- ber og febrúar-júní. Yfir vetrartím- ann innihéldu sviljasekkirnir full- þroska sæðisfrumur en voru frekar smáir. I febrúar hófst framleiðslan á ný og jókst þá magnið í sekkjunum og þeir stækkuðu. Kvendýrin aftur á móti hófu kynfrumumyndun hægt að lokinni hrygningu í júlí og fram í októ- ber. Yfir vetrartímann innihéldu eggjasekkirnir hálfþroskuð egg og voru smáir. I febrúar hélt þroskun eggjanna áfram og sekkirnir stækk- uðu. í maí voru flest karldýr (80%) orðin fullþroska en kvendýrin voru það ekki fyrr en í byrjun júní. Aðal- hrygningartíminn var í byrjun júlí en í lok júní voru fáein dýr byrjuð að hrygna (10%). Um miðjan júlí bæði rannsóknarárin höfðu allir einstakl- ingar hrygnt. Hjá báðum kynjum byrj- aði þroskun kynfruma strax aftur að lokinni hrygningu. Fyrstu hörpudisklirfurnar fundust í söfnurunum um miðjan september 1988 og voru þá um það bil 0,3 mm á hæð. Ekki virtist munur á fjölda hörpudisklirfanna eftir dýpi safnar- anna, en gerð þeirra virtist Itins vegar 246
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.