Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 104
2. mynd. Lirfusafnarar: laukpoki (40x70
cm) og píramítabúr (30x30x30 cm) fyllt
með einþráða nælonneti. Spat collectors:
an onionbag and a polyethylenebag filled
with monofilament netting. Ljósm. photo
Sigurgeir Sigurjónsson.
verið að sveiflur í seltu geti valdið
hrygningu hörpudisks (Skreslet, 1973)
og var því þessi umhverfisþáttur
mældur í núverandi rannsókn. Allan
athugunartímann var hitastig sjávar
einnig mælt á 20 m dýpi með síritandi
hitamæli.
NIÐURSTÖÐUR
Hörpudiskurinn er einkynja og ligg-
ur hrogna- eða sviljasekkurinn til hlið-
ar við samdráttarvöðvann. Hrognin
eru bleik eða appelsínurauð að lit en
svilin hvítleit (3. mynd).
Bæði árin sem athugunin stóð yfir
jókst meðalvotvigt kynkirtla kven- og
karldýra frá því eftir hrygningu í júlí
og þar til í september. Yfir veturinn
féll þyngdin lítillega þar til í janúar og
febrúar að hún jókst aftur. í mars
1989 og apríl 1990 jókst þyngdin veru-
lega. Kynkirtlarnir náðu hámarks-
þyngd í júní (6,5-7 g) bæði árin og
lágmarki (1—1,2 g) að lokinni hrygn-
ingu í júlí (4. mynd). Sömu sveiflur er
að finna í kynþroskastuðli sem reikn-
aður var út frá smásjárskoðun. Há-
marki var náð byrjun júní (4,0) en lág-
marki (1,0) um miðjan júlí þegar
hrygningu var lokið.
1 Breiðafirði kom í ljós mismunur í
þroskun kynfruma hjá kven- og karl-
dýrum. Þroskun sæðisfruma gekk
mun hraðar fyrir sig en þroskun eggja
og frantleiddu karldýrin fullþroska
sæðisfrumur á tímabilunum júlí-októ-
ber og febrúar-júní. Yfir vetrartím-
ann innihéldu sviljasekkirnir full-
þroska sæðisfrumur en voru frekar
smáir. I febrúar hófst framleiðslan á
ný og jókst þá magnið í sekkjunum og
þeir stækkuðu. Kvendýrin aftur á
móti hófu kynfrumumyndun hægt að
lokinni hrygningu í júlí og fram í októ-
ber. Yfir vetrartímann innihéldu
eggjasekkirnir hálfþroskuð egg og
voru smáir. I febrúar hélt þroskun
eggjanna áfram og sekkirnir stækk-
uðu. í maí voru flest karldýr (80%)
orðin fullþroska en kvendýrin voru
það ekki fyrr en í byrjun júní. Aðal-
hrygningartíminn var í byrjun júlí en í
lok júní voru fáein dýr byrjuð að
hrygna (10%). Um miðjan júlí bæði
rannsóknarárin höfðu allir einstakl-
ingar hrygnt. Hjá báðum kynjum byrj-
aði þroskun kynfruma strax aftur að
lokinni hrygningu.
Fyrstu hörpudisklirfurnar fundust í
söfnurunum um miðjan september
1988 og voru þá um það bil 0,3 mm á
hæð. Ekki virtist munur á fjölda
hörpudisklirfanna eftir dýpi safnar-
anna, en gerð þeirra virtist Itins vegar
246