Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 105
3. mynd. Innra útlit hörpudisks (Chlamys islandica), búið er að fjarlægja efri skel og
möttul. Til vinstri er kvendýr með hrognasekk, til hægri karldýr með sviljasekk. Kyn-
kirtlarnir liggja þétt upp að hvítum samdráttarvöðvanum. Internal features of lceland
scallop, upper left valve and mantle lobe have been removed. A female on the left and
male scallop on the right. Ljósm. photo Sigurgeir Sigurjónsson.
hafa áhrif á fjöldann sem safnaðist.
Píramítabúrin söfnuðu 101-160 ein-
staklingum en laukpokarnir hins veg-
ar 28-51 (1. tafla).
Hörpudisklirfurnar höfðu sest á
nælonþræði netsins sem var inni í
söfnurunum og fjöldi þeirra, í sams
konar söfnurum, var um það bil sá
sami alla mánuðina (1. tafla). Ekki
fundust neinar hörpudisklirfur á lauk-
pokunum sjálfum, píramítabúrunum
né á reipinu sem safnararnir voru
hengdir í. í lok söfnunartímabilsins, í
september 1989, hafði stór hluti skelj-
anna í söfnurunum losað sig frá ein-
þráða netinu og fest sig innan á lauk-
pokana og netið sem klæddi píramíta-
búrin. Þessar skeljar voru að meðal-
tali 9,8 mm háar og ársgamlar.
Ymsar fleiri skeljategundir en
hörpudiskur fundust í söfnurunum.
Má þar nefna rataskel (Hiatella arct-
ica), krækling (Mytilus edulis),
smyrsling (Mya truncata) og sandskel
(Mya arenaria).
Meðalsjávarhiti hvers mánaðar er
sýndur á 5. mynd. Árið 1989 var hit-
inn hæstur í júlí (9,8°C) en í ágúst 1990
(11,0°C). Lægstur var hitinn hinsvegar
í mars bæði árin (-0,2°C). Niður-
stöður blaðgrænumælinganna eru
sýndar á 5. mynd. Blaðgrænan mæld-
ist mest í júlí 1989 (2,3 mg/m3) og í júlí
1990 (3,6 mg/m3) en þá var sumarhá-
247