Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 106
4. mynd. Meðalvotvigt kynkirtla (kven- og karldýra) hörpudisks í Breiðafirði frá ágúst
1988 - ágúst 1990. Seasonal change in gonadal wet weight in male andfemale Iceland scal-
lops, Aug. 1988 - Aug. 1990.
mark svifþörunganna í sjónum. Yfir
vetrartímann (nóvember-febrúar)
mældist blaðgrænan minnst eða undir
0,2 mg/m3.
Samræmi er á milli hitastigs- og
blaðgrænukúrfunnar í gegnuin árin,
nema hvað blaðgrænan eykst aftur í
mars þepar hitastig sjávar er enn í lág-
marki. A þessum tíma inniheldur sjór-
inn mikið af næringarefnum og þær
svifþörungategundir sem þola kulda
(kísilþörungar) ná að fjölga sér mikið.
Pegar líða tekur á sumarið og hiti
eykst eru það aðrar tegundir svifþör-
unga sem ríkja og ná sumarhámarki í
júlí.
Seltan var stöðug bæði árin. Mæld-
ist hún hæst í apríl 1990, 34,5%o en
lægst í janúar og febrúar 1989, 33,8%o.
UMRÆÐA
Kynþroskaferli samloka er væntan-
lega stjórnað af mörgum umhverfis-
þáttum en fæða og hitastig eru talin
skipta þar mestu máli. Takmarkað
framboð fæðu er talið draga úr þrosk-
un kynfruma (Bayne og Newell 1983)
en rannsóknir hafa leitt í ljós að þrátt
fyrir næga fæðu þurfa samlokur lág-
markshita til að þroskun kynfruma
eigi sér stað (Bayne 1976). í þessu
sambandi er talið er að hiti hafi minni
áhrif á kaldsjávartegundir en þær sem
lifa á suðlægari hafsvæðum (Vahl
1978).
Bæði rannsóknarárin í Breiðafirði
hófst þroskun kynfruma hörpudisks-
ins á ný strax að lokinni hrygningu og
hélt áfram fram eftir hausti eða á
meðan einhverja fæðu var að hafa í
sjónum á formi svifþörunga. Yfir vetr-
artímann stöðvaðist kynþroskinn og
féll kynþroskastuðullinn ásamt þyngd
kynkirtlanna þar til lágmarki var náð í
janúar 1989 og desember 1990 (4.
inynd). Frá janúar til apríl jókst kyn-
þroskinn verulega þrátt fyrir litla fæðu
og lágan hita, má því ætla að hvorki
248