Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 109
mikill munur á fjölda lirfa sem söfn-
uðust í þær tvær gerðir af söfnurum
sem notaðar voru. Möskvar safnar-
anna voru af mismunandi stærð og
mismikið af neti í þeim. Laukpokarnir
höfðu stærri möskva en píramítabúrin
og innihéldu ennfremur meira magn
af einþráða neti og þar með meira set-
undirlag fyrir lirfurnar. Þrátt fyrir
þetta söfnuðu píramítabúrin mun bet-
ur en laukpokarnir. Væntanlega var
það vegna þess að lirfurnar settust
frekar á grennri þræðina (0,2 mm) en
þá sverari (0,4 mm). Þessar niður-
stöður eru í samræmi við niðurstöður
úr svipaðri tilraun með hörpudisklirf-
ur við Norður-Noreg. Þar settust mun
fleiri lirfur á 0,15 mm nælonþræði en
sverari þræði (Wallace 1982). Niður-
stöður rannsóknarinnar í Breiðafirði
benda til þess að hörpudiskurinn kjósi
heist sem fíngerðasta þræði til að setj-
ast á. Möguleiki er á að jafnvel enn
fínni þræðir en notaðir voru skili betri
árangri.
Margar skeljar yfirgefa fyrsta ásetu-
stað sinn þegar þær hafa náð ákveð-
inni stærð og leita þá uppi nýja set-
staði. í september 1989 virtust hörpu-
diskskeljarnar í Breiðafirði hafa
sleppt nælonþráðum netsins sem þær
settust á í upphafi. Þá voru þær að
meðaltali 9,8 mm háar og sátu fastar
innan á netinu sem klæddi safnarana,
en möskvar þeirra vörnuðu því að þær
slyppu út.
Niðurstöður úr þessari rannsókn
benda til þess að hægt sé að safna lirf-
um hörpudisks í safnara í Breiðafirði,
en gerð safnaranna virðist skipta máli.
Nauðsynlegt er að koma söfnurunum
fyrir í sjó á réttum tíma og miða þá
við hrygningartíma dýranna og hversu
lengi lirfurnar eru sviflægar áður en
þær setjast, en þcssir þættir geta verið
breytilegir frá einum stað til annars.
Ef safnarar eru settir út of snemma
minnkar gegnumstreymi sjávar um þá
vegna þörunga og annarra ásæta er
setjast á netið. Einnig getur einþráða-
netið innan í netpokunum misst að-
dráttarafl fyrir lirfurnar ef það er þak-
ið slýi.
ÞAKKIR
Rannsóknasjóður ríkisins og Hafrann-
sóknastofnun styrktu þessar rannsóknir og
þakkar höfundur þann stuðning. Sigurði
Ágústssyni h.f. og Pétri Ágústssyni í
Stykkishólmi vill höfundur þakka veitta
aðstoð við uppsetningu útbúnaðar og
sýnatökur. Hrafnkell Eiríksson og Ólafur
S. Ástþórsson lásu handritið yfir og eru
þeim færðar hér bestu þakkir.
HEIMILDIR
Bayne, B.L., 1965. Growtli and delay of
metamorphosis of the larvae of Mytilus
edulis (L). Ophelia, 2 (1). 1-47.
Bayne, B.L., 1976. Aspects of reproduc-
tion in bivalve molluscs. Eustuarine
Processes, Vol I. (ritstj. M. Wiley.)
Academic Press. 433-448.
Bayne, B.L. & Newell, R.C., 1983. Phys-
iological energetics of marine molluscs.
The Mollusca, Vol. 4. (ritstj. A.S.
Saleuddin, K.M. Wilbur).
Hrafnkell Eiríksson, 1970. Athugun á
hörpudiski, Chlamys islandica (Múll-
er). Skýrsla Hafrannsóknastofnunar, 2.
57-68.
Hrafnkell Eiríksson, 1986. Hörpudiskur-
inn. Hafrannsóknir, 35. 5-40.
Kennedy, W.S., 1977. Reproduction in
Mytilus edulis Aoteanus and Aulacom-
ya maoriana (Mollusca: Bivalvia) from
Taylors Mistake, New Zealand. New
Zealand J. Mar. Freshw. Res. 11 (2).
255-267.
Langton, R.W., Robinson, W.E. &
Schick, D., 1987. Fecundity and repro-
ductive effort of sea scallops Placopec-
ten magellanicus from the Gulf of
Maine. Mar. Ecol. Prog. Ser. 37. 19-
25.
Mason, L, 1958. The breeding of the scal-
251