Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 113
Freysteinn Sigurðsson
Skýrsla um
Hið íslenska náttúrufræðifélag
fyrir árið 1990
FÉLAGAR
í árslok 1990 voru skráðir félagar og
áskrifendur Náttúrufræðingsins 1794
talsins. Fækkaði félögum um 76 á ár-
inu. Heiðursfélagar voru 6, en einn
heiðursfélagi, Eyþór Erlendsson, lést
á árinu. Kjörfélagar voru 5 en ævifé-
lagar 24. Innanlands voru 1550 ein-
staklingar almennir félagar, en 143
stofnanir voru áskrifendur að Nátt-
úrufræðingnum. Erlendis voru 66
stofnanir og almennir félagar. Nýskr-
áningar og úrsagnir voru álíka margar
á árinu, hvorar um sig. 13 félagsmenn
létust á árinu en nærri 60 voru strikað-
ir út af félagaskrá vegna vanskila á fé-
lagsgjöldum um árabil.
STJÓRN OG STARFSMENN
Frá aðalfundi Hins íslenska náttúr-
ufræðifélags, 9. febrúar 1990, var
stjórn félagsins skipuð sem hér segir:
Formaður var Freysteinn Sigurðsson,
varaformaður Hreggviður Norðdahl,
gjaldkeri Ingólfur Einarsson, ritari
Gyða Helgadóttir og meðstjórnandi
Sigurður S. Snorrason. Varamenn í
stjórn voru Einar Egilsson og Þóra
Elín Guðjónsdóttir. Þær breytingar
urðu á stjórn á aðalfundinum að Þóra
Ellen Þórhallsdóttir lét af formennsku
eftir tveggja kjörtímabila félagsstjórn,
en auk þess gekk ritari, Björg Þor-
leifsdóttir, úr stjórn.
Endurskoðendur félagsins, Magnús
Árnason og Sveinn Ólafsson, voru
endurkjörnir en Ólafur Jónsson var
kjörinn varaendurskoðandi í stað Þórs
Jakobssonar, sem lét af því embætti.
Fulltrúi félagsins í dýraverndunar-
nefnd var Sigurður H. Richter en full-
trúi í fuglafriðunarnefnd var Agnar
Ingólfsson. í stjórn minningarsjóðs
Eggerts Ólafssonar voru Guðmundur
Eggertsson (formaður), Sólmundur
Einarsson (ritari) og Óskar Ingimars-
son. Fulltrúi félagsins á Náttúruvernd-
arþingi var Freysteinn Sigurðsson en
fulltrúar á aðalfundi Landverndar
voru Stefán H. Sigfússon og Frey-
steinn Sigurðsson. Þóra Ellen Þór-
hallsdóttir sat í svokallaðri NNN-
nefnd, sem lauk störfum á árinu. Rit-
stjóri Náttúrufræðingsins var Páll Ims-
land.
Ingveldur G. Róbertsdóttir var ráð-
in til starfa hjá félaginu í sem næst
hálfu starfi mánuðina maí til ágúst.
Hún sá um undirbúning ferða félags-
ins, auglýsingu þeirra og skráningu
þátttakenda. Auk þess vann Ingveld-
ur þarft og tímabært starf við að koma
Náttúrufræðingurinn 61 (3—4), bls. 255-264, 1992. 255