Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 113

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 113
Freysteinn Sigurðsson Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag fyrir árið 1990 FÉLAGAR í árslok 1990 voru skráðir félagar og áskrifendur Náttúrufræðingsins 1794 talsins. Fækkaði félögum um 76 á ár- inu. Heiðursfélagar voru 6, en einn heiðursfélagi, Eyþór Erlendsson, lést á árinu. Kjörfélagar voru 5 en ævifé- lagar 24. Innanlands voru 1550 ein- staklingar almennir félagar, en 143 stofnanir voru áskrifendur að Nátt- úrufræðingnum. Erlendis voru 66 stofnanir og almennir félagar. Nýskr- áningar og úrsagnir voru álíka margar á árinu, hvorar um sig. 13 félagsmenn létust á árinu en nærri 60 voru strikað- ir út af félagaskrá vegna vanskila á fé- lagsgjöldum um árabil. STJÓRN OG STARFSMENN Frá aðalfundi Hins íslenska náttúr- ufræðifélags, 9. febrúar 1990, var stjórn félagsins skipuð sem hér segir: Formaður var Freysteinn Sigurðsson, varaformaður Hreggviður Norðdahl, gjaldkeri Ingólfur Einarsson, ritari Gyða Helgadóttir og meðstjórnandi Sigurður S. Snorrason. Varamenn í stjórn voru Einar Egilsson og Þóra Elín Guðjónsdóttir. Þær breytingar urðu á stjórn á aðalfundinum að Þóra Ellen Þórhallsdóttir lét af formennsku eftir tveggja kjörtímabila félagsstjórn, en auk þess gekk ritari, Björg Þor- leifsdóttir, úr stjórn. Endurskoðendur félagsins, Magnús Árnason og Sveinn Ólafsson, voru endurkjörnir en Ólafur Jónsson var kjörinn varaendurskoðandi í stað Þórs Jakobssonar, sem lét af því embætti. Fulltrúi félagsins í dýraverndunar- nefnd var Sigurður H. Richter en full- trúi í fuglafriðunarnefnd var Agnar Ingólfsson. í stjórn minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar voru Guðmundur Eggertsson (formaður), Sólmundur Einarsson (ritari) og Óskar Ingimars- son. Fulltrúi félagsins á Náttúruvernd- arþingi var Freysteinn Sigurðsson en fulltrúar á aðalfundi Landverndar voru Stefán H. Sigfússon og Frey- steinn Sigurðsson. Þóra Ellen Þór- hallsdóttir sat í svokallaðri NNN- nefnd, sem lauk störfum á árinu. Rit- stjóri Náttúrufræðingsins var Páll Ims- land. Ingveldur G. Róbertsdóttir var ráð- in til starfa hjá félaginu í sem næst hálfu starfi mánuðina maí til ágúst. Hún sá um undirbúning ferða félags- ins, auglýsingu þeirra og skráningu þátttakenda. Auk þess vann Ingveld- ur þarft og tímabært starf við að koma Náttúrufræðingurinn 61 (3—4), bls. 255-264, 1992. 255
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.