Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 114
reglu á ýmis eldri plögg og skjöl fé-
lagsins.
Haldnir voru 8 stjórnarfundir á ár-
inu. Gefin voru út 7 félagsbréf en rit-
ari HÍN, Gyða Helgadóttir, sá um út-
gáfu þeirra.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur félagsins fyrir árið 1990
var haldinn laugardaginn 9. febrúar
1991 í stofu 101 í Odda, Hugvísinda-
húsi Háskólans. Aður en fundur hófst
hélt Páll Imsland erindi, sem hann
nefndi „Japönsk eldvirkni og varnir
Japana gegn eldvirknivá“. Aðalfund-
inn sóttu 12 manns. Fundarstjóri var
Ævar Petersen en fundarritari Gutt-
ormur Sigbjarnarson.
Dagskrá fundarins var með hefð-
bundnum hætti: Formaður flutti
skýrslu stjórnar. Gjaldkeri gerði grein
fyrir reikningum félagsins og sjóða í
vörslu þess. Voru þeir samþykktir án
athugasemda. Lagðar voru fram
skýrslur frá fulltrúum félagsins í opin-
berum nefndum um störf þeirra.
Tillaga stjórnar um hækkun félags-
gjalds fyrir árið 1991 í 2.800 kr. var
samþykkt. Sömuleiðis tillaga um upp-
töku sérstaks hjónagjalds að upphæð
3.500 kr., en því fylgir aðeins einföld
áskrift að Náttúrufræðingnum.
Að tillögu stjórnar var Gunnar
Árnason kosinn heiðursfélagi fyrir
langt og dyggilegt gjaldkerastarf hjá
félaginu. Var hann síðan skrýddur
heiðursmerki félagsins úr gulli.
Úr aðalstjórn áttu að ganga Hregg-
viður Norðdahl og Sigurður S.
Snorrason en þeir gáfu báðir kost á
sér aftur. Voru þeir endurkjörnir, svo
og varastjórn og endurskoðendur.
Formaður reifaði tillögu stjórnar
um ályktun aðalfundar HÍN til ríkis-
stjórnar íslands og var hún samþykkt
samhljóða. Ályktunin er svohljóð-
andi:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúru-
fræðifélags, haldinn í Reykjavík 9.
febrúar 1991, vill vekja athygli ríkis-
stjórnarinnar á eftirfarandi:
I ljósi þróunar í náttúrufræðilegum
rannsóknum síðustu áratugi er orðið
tímabært að gera úttekt á stöðu og
skipulagi náttúrurannsókna og náttúr-
ufræðslu hér á landi. Pessi úttekt
verði lögð til grundvallar breytingum
á skipulagi opinberra náttúrurann-
sókna og áherslum í þeim, eftir því
sem tilefni verður til. Samhliða þessu
verði stuðlað að aukinni og markvissri
almannafræðslu um náttúru landsins,
nýtingu hennar og náttúruvernd."
FRÆÐSLUFUNDIR
Félagið gekkst fyrir sex fræðslu-
fundum á árinu milli aðalfunda. Voru
þeir allir haldnir í stofu 101 í Odda.
Fyrirlesarar og fræðsluefni voru eftir-
talin:
26. febrúar: Kjartan Thors: Sjávar-
stöðubreytingar við Eyjafjörð og
Faxaflóa. Fundinn sóttu 77 manns.
26. mars: Helgi Björnsson: Lands-
lag undir Vatnajökli. Fundinn sóttu
106 manns.
30. apríl: Brynjólfur Jónsson: Land-
græðsluskógar. Fundinn sóttu 15
manns.
29. október: Kristján Sæmundsson:
Gossaga Mývatns- og Kröflusvæðisins
á nútíma. Fundinn sóttu 138 manns.
26. nóvember: Gísli M. Gíslason:
Lífríki Laxár í Aðaldal og tengsl þess
við lífríki Mývatns. Fundinn sóttu 61
manns.
9. febrúar: Páll Imsland: Eldvirkni í
Japan og viðbrögð Japana við eld-
virknivá. Fundinn sóttu 12 manns.
256