Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 116
steinn Sigurðsson og Skúli Víkings-
son. Farið var á tveimur rútum frá
Guðmundi Jónassyni. Þátttakendur
voru um 60.
Föstudag 27. júlí var ekið sem leið
lá inn að Þórisvatni, nema hvað stutt
hlé var gert hjá Sögualdarbænum í
Þjórsárdal. Leiðsögumenn bættust í
hópinn hjá Þórisvatni, en þær voru við
störf sín á svæðinu. Var þar myndun-
arsaga vatnsins rakin. Fljá Versölum
við Stóraversskurð voru skoðaðir mal-
arásar en á leiðinni þaðan í Nýjadal
var staldrað við Kistuöldu.
Laugardag 28. júlí var ekið norður
á sandinn Sprengi og skýrt frá land-
mótun og jökulsetum á Sprengisandi.
Næst var stansað hjá efnismiklum jök-
ulgörðum vestan Bergvatnskvíslar.
Þaðan var farið að sæluhúsi í Laugar-
felli, en þar var gert hádegishlé. Við
laugina í Laugarfelli hefur verið plant-
að öspum, í um rúmlega 800 m hæð
yfir sjó (sumarið 1992 var enn þá ein
þeirra lifandi). Úr Laugarfelli var ekið
í átt til Kiðagils, en staldrað á stökum
hól fyrir Bleiksmýrardalsdrögum, sem
sumir vilja kalla „Skyggni" vegna hins
góða útsýnis þaðan suður um öræfin.
Ekið var út að Kiðagilshnjúk og geng-
ið þaðan ofan að gilinu, sem er skorið
í árkvarteran jarðlagastafla. Veður
var lygnt, sólríkt og allt að 20° C heitt
þennan dag. Mistur var í lofti og jókst
þegar á daginn leið.Var því hætt við
að ganga á Fjórðungsöldu en gerður
stuttur stans í Tómasarhaga á heim-
leið í Nýjadal til að líta á gróður í
þeirri fögru öræfavin.
Aðfaranótt sunnudags, 29. júlí,
gerði um stund rokhvell með fallvindi
af Tungnafellsjökli út Nýjadal. Um
morguninn var lognregn og gengu þá
sumir spölkorn upp í Nýjadal til að
líta á gróðurteyginga í dalnum og
jarðgerð í undirhlíðum Tungnafells-
jökuls. Þær eru að mestu úr súru eða
ísúru bergi, sem veldur hinum bjarta
og rauðleita lit á fjallinu. Upp úr há-
degi var haldið niður, en ekið Kvísla-
veituveg upp í Þjórsárver (austan ár).
Var þar litið á vötn og skurði Kvísla-
veitu og horft yfir flár og fen í Þjórsár-
verum. Á bakaleið voru skoðaðar
rústir (palsa) í smáveri við veginn.
Þaðan var ekið rakleitt til Reykjavík-
ur og komið þangað síðla kvölds.
Tekin var saman stutt leiðarlýsing
fyrir ferðina, 3 síður með einföldu
korti, auk tímasettrar ferðaáætlunar.
Þessi lýsing kom þátttakendum greini-
lcga að góðu gagni, þó stutt væri.
Landslag er sagt lítils virði ef það heit-
ir ekkert og svipað gildir einnig með
náttúrufar. Þar er reginmunur á stuttri
lýsingu og engri.
Fyrirhuguð var helgarferð í Húsa-
fell 25.-26. ágúst. Var skráning til
þátttöku orðin nokkuð góð en í vik-
unni fyrir brottför hætti mikill hluti
hinna skráðu skyndilega við (veðurs-
pá var ekki góð, þó svo að úr veðri
rættist síðan, eins og oft verður).
Varð þá að hætta við ferðina.
Langa ferðin tókst vel en aðrar
ferðir miður, eða voru ekki farnar.
Leiðsögumönnum er þökkuð leiðsögn
og fyrirhöfn. Ferðafélagi íslands er
þökkuð vinsemd og fyrirgreiðsla í
Nýjadal. Ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar og ökumönnum bifreiða
hennar er þökkuð lipurð og ágæt
þjónusta.
ÚTGÁFU STA RFSEMI
Útgáfa Náttúrufræðingsins komst
ekki í rétt tímahorf á árinu. Voru tvö
hefti eftir af 60. árgangi, en það er
sami dráttur og var í ársbyrjun. Treg
efnisöflun olli mestum vandræðum og
drætti á útgáfu.
Mývatnsbókin komst ekki í útgáfu á
árinu, eins og þó hafði verið vonast
til. Önnum köfnum höfundum vannst
258