Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 4
DAGUR I' SENN Eftir heimsstyrjöldina síðari fóru að heyrast raddir um að mann- kynið væri á hættulegri braut í umgengni sinni við náttúruna og upp úr 1970 tóku þær að gerast háværar. Umræðan um umhverfís- mál dofnaði síðan nokkuð en komst aftur á skrið árið 1987. Þá skilaði alþjóðleg nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna af sér skýrslu um stefnumörkun í umhverfismálum. 1 skýrslunni, Sameiginleg framtið vor (oftar nefnd Brundtland-skýrslan), eru lagðar fram langtímaáætlanir um það hvernig sameina megi annars þjóðfélagslegar framfarir og hins vegar skynsamlega umgengni um náttúruna. í skýrslunni er hugtakið sjálfbœr þróun mikið notað. Með þvi er einkum átt við að þróun og neyslu sé haldið innan þeirra marka sem vistkerfi jarðar leyfa og að auðlindir séu skynsamlega nýttar þannig að afkomendurnir þurfi ekki að taka við lakara búi en foreldrarnir fengu. Að þessu þurfa allar þjóðir að stefna. í fljótu bragði verður ekki séð að þessi umræða hafi náð til íslands, a.m.k. hefur hún ekki skilað sér út í þjóðfélagið. Norrænir landnemar fiuttu með sér búskaparhætti sem ekki reyndust sjálfbærir í viðkvæmu gróðurfari landsins. Afleiðingamar þekkjum við, gróður- eyðingu og uppblástur sem enn sér ekki fyrir endann á. Þá hefur hefðbundin nýting fiski- stofna við landið að einhverju leyti farið úr böndunum þannig að íslandsmið virðast ekki lengur nægja okkur Islendingum. Nýlegt dæmi um rányrkju er útflutningur á gjalli. Allt slíkt efni er fyrir löngu upp urið í næsta nágrenni Reykjavíkur ef undan em skildir ræflamir sem eftir eru af Rauðhólum. Til að bæta gráu ofan á svart er Eldborg við Trölladyngju á Reykjanesskaga nú að miklu leyti horfin til Svíþjóðar og óvíst hvar næst verður borið niður. Gjallgígar þeir sem mokað hefur verið burt á síðustu áratugum eru flestir á bilinu 100(MK)00 ára gamlir og óvíst er hvenær nýir koma í staðinn. Auk þess em eldgos nærri byggð ekki á óskalista þjóðarinnar. Landið er oftast skilið eftir í sámm og jafnvel þótt þau séu grædd verða örin jafnan augljós. Verðmæti gjallgíganna verður ekki eingöngu metið út frá söluverðmæti gjallsins. Þeir eru hluti af landslaginu, hluti af sögu landsins, hluti af þeirri náttúru sem gerir ísland eftir- sóknarvert sem ferðamannaland. Það bendir allt til þess að það ísland sem afkomendur okkar taka við verði annað og lakara en það sem við fengum. Sigmundur Einarsson Frá Seyðishólum í Grímsnesi, 4. júní, 1993. Ljósm. Ragnar Frank Kristjánsson. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.