Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 10
-36 -34 %„ 7. mynd. Samfellt súrefnissamsœtusnið GRIP-kjarnans er sýnt í tveimur hlutum á línulegum dýptarkvarða: A) frá yfirborði niður á 1500 m og B) frá 1500 m niður á 3000 m dýpi. Hver punktur á myndinni stendur fyrir 2,2 m kjarnabúts. Mildu tímabilin á jökulskeiðunum eru tölu- sett hægra megin við kúrfu B. Tímakvarðinn, sem sýndur er á miðri mynd, erfenginn með því að telja árlög í isnum fyrir yngsta hluta kjarnans en fyrir eldri hluta hans með líkanreikningum. speglar nokkurra ára ákomu næst yfirborði en meðaltal 20 ára við 10.000 ára mörkin (neðst á 7. mynd A). Mælingarnar benda til að veðurfar hafi verið óvenju stöðugt síð- astliðin 10.000 ár að frátöldu stuttu og köldu tímabili fyrir u.þ.b. 8200 árum. Allt aðra sögu segja hins vegar niðurstöður mælinga úr neðri hluta kjam- ans, sem sýndar em hægra megin á 7. mynd (7. mynd B). Þar sést að veðurfar hefur sveiflast mikið og breytingar verið örar. Vegna þess að árlögin þynnast með dýpi spanna neðstu 1500 m kjamans (7. mynd B) mun lengra tímabil en efstu 1500 m hans (7. mynd A). Efri hlutinn spannar 10.000 ár en sá neðri hins vegar 240.000 ár. Hægra megin á 7. mynd em einnig sýndir hlýindakafl- arnir á síðasta jökulskeiði, merktir frá 1 til 24. Einnig er sýnd tenging við hlýviðris- tímabil sem fundin hafa verið með frjógreiningu í Mið- og Suður-Evrópu. Tímabilin, sem em yngri en 60.000 ára, hafa verið aldursgreind með geislakolsgreiningu (l4C). Geislakolsgreiningarnar (leiðréttar samkvæmt nýjustu kvörðunum) eru í góðu sam- ræmi við timakvarðann sem reiknaður hefur verið út fyrir GRIP-kjamann. SíÐASTA HLÝSKEIÐ (EEM) Fyrir borunina á Summit töldu menn að veðurfar á síðasta hlýskeiði (eem), fyrir um 120.000 ámm, hefði verið svipað og á okkar hlýskeiði, þ.e. síðastliðin 10.000 ár, tiltölulega stöðugt en e.t.v. einni til tveimur gráðum hlýrra. Þær miklu sveiflur sem koma fram á þessu tíma- bili í GRIP-kjamanum og sýndar eru á 7. mynd B, og enn skýrar á 8. mynd, komu því verulega á óvart. Þær sýna að hlýskeiðið hafí i raun verið brotið upp af kaldari skeiðum sem vöruðu í 2000 (5e2) og 6000 (5e4) ár. Þar að auki virðist veðurfar á hlýju skeiðunum vera brotið upp af köldum stuttum skeiðum. Það stysta og 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.