Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 10
-36 -34 %„ 7. mynd. Samfellt súrefnissamsœtusnið GRIP-kjarnans er sýnt í tveimur hlutum á línulegum dýptarkvarða: A) frá yfirborði niður á 1500 m og B) frá 1500 m niður á 3000 m dýpi. Hver punktur á myndinni stendur fyrir 2,2 m kjarnabúts. Mildu tímabilin á jökulskeiðunum eru tölu- sett hægra megin við kúrfu B. Tímakvarðinn, sem sýndur er á miðri mynd, erfenginn með því að telja árlög í isnum fyrir yngsta hluta kjarnans en fyrir eldri hluta hans með líkanreikningum. speglar nokkurra ára ákomu næst yfirborði en meðaltal 20 ára við 10.000 ára mörkin (neðst á 7. mynd A). Mælingarnar benda til að veðurfar hafi verið óvenju stöðugt síð- astliðin 10.000 ár að frátöldu stuttu og köldu tímabili fyrir u.þ.b. 8200 árum. Allt aðra sögu segja hins vegar niðurstöður mælinga úr neðri hluta kjam- ans, sem sýndar em hægra megin á 7. mynd (7. mynd B). Þar sést að veðurfar hefur sveiflast mikið og breytingar verið örar. Vegna þess að árlögin þynnast með dýpi spanna neðstu 1500 m kjamans (7. mynd B) mun lengra tímabil en efstu 1500 m hans (7. mynd A). Efri hlutinn spannar 10.000 ár en sá neðri hins vegar 240.000 ár. Hægra megin á 7. mynd em einnig sýndir hlýindakafl- arnir á síðasta jökulskeiði, merktir frá 1 til 24. Einnig er sýnd tenging við hlýviðris- tímabil sem fundin hafa verið með frjógreiningu í Mið- og Suður-Evrópu. Tímabilin, sem em yngri en 60.000 ára, hafa verið aldursgreind með geislakolsgreiningu (l4C). Geislakolsgreiningarnar (leiðréttar samkvæmt nýjustu kvörðunum) eru í góðu sam- ræmi við timakvarðann sem reiknaður hefur verið út fyrir GRIP-kjamann. SíÐASTA HLÝSKEIÐ (EEM) Fyrir borunina á Summit töldu menn að veðurfar á síðasta hlýskeiði (eem), fyrir um 120.000 ámm, hefði verið svipað og á okkar hlýskeiði, þ.e. síðastliðin 10.000 ár, tiltölulega stöðugt en e.t.v. einni til tveimur gráðum hlýrra. Þær miklu sveiflur sem koma fram á þessu tíma- bili í GRIP-kjamanum og sýndar eru á 7. mynd B, og enn skýrar á 8. mynd, komu því verulega á óvart. Þær sýna að hlýskeiðið hafí i raun verið brotið upp af kaldari skeiðum sem vöruðu í 2000 (5e2) og 6000 (5e4) ár. Þar að auki virðist veðurfar á hlýju skeiðunum vera brotið upp af köldum stuttum skeiðum. Það stysta og 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.