Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 21
fýlógenetísk flokkun sem mætti út- leggja upprunaflokkun. Hér skulu tilgreind tvö dæmi um það hvemig þessi nýja flokkunar- fræði gengur þvert á viðteknar hug- myndir. NÁNUSTU FRÆNDUR OKKAR Til ættbálksins Primates, prímata eða fremdardýra, teljast menn og þeim skyld dýr - apar og hálfapar. Skyldastir mönnum eru mannap- amir. Þeir eru af þremur ættkvísl- um, Pan, simpansar, Gorílla, gór- illur, og Pongo, órangútanar. Simpansar, Pan troglodytes, eru nærri svartir. Stærstu karlar verða allt að 80 kg og 1,7 metrar frá iljum upp að höfði þegar rétt er úr dýr- unum. Flestir eru þó minni, svo og apynjumar. Simpansar lifa einkum í regnskógum Afríku en þrífast líka ofan þeirra, allt upp í 3000 m hæð, í fjallaskógum og á staktrjáaslétt- um. Þetta eru félagsdýr sem ferðast um á daginn, nokkur dýr eða tugir -------- dýra saman, ýmist á jörðu niðri eða uppi í trjám. Á nóttunni hreiðra þeir sig í trjám. Fæðan er að mestu gróður en þeir taka líka egg fugla og veiða smáspendýr. I regnskógum nærri miðbaug í Zaire, sem áður hét Belgíska Kongó, lifa dverg- simpansar. Þeir em ýmist taldir sérstök tegund, Pan paniscus, eða undirtegund, P. troglodytes paniscus (2. mynd). Górilluapar eru líka dökkir en aldnir karlar verða gráhærðir á baki. Þeir em stærri og þyngri en simpansar og raunar stærstir núlifandi prímata. Uppréttir karl- apar mælast allt að 1,75 m en eru í raun hærri þar sem þeir eru hoknir í hnjám. Þeir eru í náttúrunni 135 til 275 kg en kvendýr- in eru minni og léttari, 70 til 140 kg. Þyngstu karlar í dýragörðum verða ein 350 kg. Eins og simpansar eru górillur félagsdýr og lifa allt að 30 saman. Samt lifa sumir karlar einir. Apamir lifa nær eingöngu á 3. mynd. Órangútan, Pongo pygmaeus, fjarskyld- asti œttingi okkar meðal mannapa, lifir í regnskóg- um á Borneó og Súmötru (Petsch 1967). gróðri og hafast mun meir við á jörðu niðri en simpansar. Sléttugórilla, Gorilla gorilla, lifir vest- antil í hitabelti Afríku, einkum í regnskóg- um. Austar, nær miðju meginlandinu, þar sem saman koma Zaire, Rúanda og Úganda, lifír fjallagórilla, Gorilla ber- ingei, í tjallaskógum og bambusskógum. Sumir telja íjallagórillu raunar undir- tegund, G. gorilla beringei. Þriðji mannapinn, órangútan1, Pongo pygmaeus (3. mynd), lifir i regnskógum á 1 Orang hutan þýðir á malajísku „skógarmaður". Nel'api. Nasalis larvatus, sem lifír á sömu slóðum, er með „hlálegl og heljarslórt nef', eins og jólasveinninn Gáttaþcfur, einkum karlapinn (sjá mynd með grein minni um apann í vatninu í Náttúrufræðingnum, 3.-4. hefti 1993). Innfæddir malajar eru næsta flatir i andliti miðað við Evrópumenn, scm þeim þykja afkáralegir í framan, og nefna því nefapann orang blanda eða „Hollending“ eftir fyrrverandi nýlenduherrum sínum. 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.