Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 21
fýlógenetísk flokkun sem mætti út- leggja upprunaflokkun. Hér skulu tilgreind tvö dæmi um það hvemig þessi nýja flokkunar- fræði gengur þvert á viðteknar hug- myndir. NÁNUSTU FRÆNDUR OKKAR Til ættbálksins Primates, prímata eða fremdardýra, teljast menn og þeim skyld dýr - apar og hálfapar. Skyldastir mönnum eru mannap- amir. Þeir eru af þremur ættkvísl- um, Pan, simpansar, Gorílla, gór- illur, og Pongo, órangútanar. Simpansar, Pan troglodytes, eru nærri svartir. Stærstu karlar verða allt að 80 kg og 1,7 metrar frá iljum upp að höfði þegar rétt er úr dýr- unum. Flestir eru þó minni, svo og apynjumar. Simpansar lifa einkum í regnskógum Afríku en þrífast líka ofan þeirra, allt upp í 3000 m hæð, í fjallaskógum og á staktrjáaslétt- um. Þetta eru félagsdýr sem ferðast um á daginn, nokkur dýr eða tugir -------- dýra saman, ýmist á jörðu niðri eða uppi í trjám. Á nóttunni hreiðra þeir sig í trjám. Fæðan er að mestu gróður en þeir taka líka egg fugla og veiða smáspendýr. I regnskógum nærri miðbaug í Zaire, sem áður hét Belgíska Kongó, lifa dverg- simpansar. Þeir em ýmist taldir sérstök tegund, Pan paniscus, eða undirtegund, P. troglodytes paniscus (2. mynd). Górilluapar eru líka dökkir en aldnir karlar verða gráhærðir á baki. Þeir em stærri og þyngri en simpansar og raunar stærstir núlifandi prímata. Uppréttir karl- apar mælast allt að 1,75 m en eru í raun hærri þar sem þeir eru hoknir í hnjám. Þeir eru í náttúrunni 135 til 275 kg en kvendýr- in eru minni og léttari, 70 til 140 kg. Þyngstu karlar í dýragörðum verða ein 350 kg. Eins og simpansar eru górillur félagsdýr og lifa allt að 30 saman. Samt lifa sumir karlar einir. Apamir lifa nær eingöngu á 3. mynd. Órangútan, Pongo pygmaeus, fjarskyld- asti œttingi okkar meðal mannapa, lifir í regnskóg- um á Borneó og Súmötru (Petsch 1967). gróðri og hafast mun meir við á jörðu niðri en simpansar. Sléttugórilla, Gorilla gorilla, lifir vest- antil í hitabelti Afríku, einkum í regnskóg- um. Austar, nær miðju meginlandinu, þar sem saman koma Zaire, Rúanda og Úganda, lifír fjallagórilla, Gorilla ber- ingei, í tjallaskógum og bambusskógum. Sumir telja íjallagórillu raunar undir- tegund, G. gorilla beringei. Þriðji mannapinn, órangútan1, Pongo pygmaeus (3. mynd), lifir i regnskógum á 1 Orang hutan þýðir á malajísku „skógarmaður". Nel'api. Nasalis larvatus, sem lifír á sömu slóðum, er með „hlálegl og heljarslórt nef', eins og jólasveinninn Gáttaþcfur, einkum karlapinn (sjá mynd með grein minni um apann í vatninu í Náttúrufræðingnum, 3.-4. hefti 1993). Innfæddir malajar eru næsta flatir i andliti miðað við Evrópumenn, scm þeim þykja afkáralegir í framan, og nefna því nefapann orang blanda eða „Hollending“ eftir fyrrverandi nýlenduherrum sínum. 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.