Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 71
Mjölnir - STÓR LOFTSTEINSGÍGUR í BARENTSHAFI? STEINAR ÞÓR GUÐLAUGSSON Þess eru fjölmörg dæmi að merkar vís- indalegar uppgötvanir hafi verið gerð- ar fyrir hreina tilviljun. Við olíuleit er m.a. leitað eftir óreglum í þykkum set- lögum, t.d. andhverfum, saltstöplum eða misgengjum, þar sem hagstæðar aðstæður geta skapast til þess að olía safnist fyrir og olíulindir myndist. Hér segir frá mjög svo óvæntri niðurstöðu úr jarðeðlisfræðilegum rannsóknum Norðmanna á setlögum í Barentshafi sem gerðar voru vegna olíuleitar. jöldadauði lífvera hefur orðið all- Foft í sögu lífs á jörðinni. Þekkt- astur er sennilega sá sem varð ________ fyrir 65 milljón árum, á mörkum krítar og tertíers, þegar risaeðlurnar hurfu með öllu. Skýringar á þeim hamförum hafa verið á ýmsa lund en í stórum dráttum má skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar leita menn skýringa í jarðfræðilegum ferlum sem eru eðlilegur hluti af þróun jarðarinn- ar, svo sem breytingum á sjávarstöðu, loftslagsbreytingum eða gífurlegum eld- gosum (Courtillot 1990, Hallam 1990). Hins vegar leita menn skýringa í heim- sóknum vágesta utan úr geimnum. (Alvar- ez og Asaro 1990, Jablonski 1990). Steinar Þór Guðlaugsson (f. 1951) lauk cand.mag.- prófi í jarðeðlisfræði frá Oslóarháskóla 1978 og cand.real.-prófi frá sama skóla 1981. Hann starfaði hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar 1982-1983 og hefur verið lektor við Oslóarháskóla frá 1984. Rannsóknir Steinars Þórs hafa einkum beinst að Barcntshafi, Sval- barða og Jan Mayen-hryggnum. Hann vinnur nú að doktorsritgerð um jarðfræði Barentshafs. Hgígurinn ÁYUCATÁN Arið 1980 settu vísindamenn við Univer- sity of Califomia í Berkeley fram þá tilgátu að Qöldadauðinn á jörðinni fyrir 65 milljón árum hefði orðið í kjölfar áreksturs loft- steins á jörðina (Alvarez o.fl. 1980). Sú tilgáta var byggð á tölum um óvenjuhátt hlutfall málmsins iridiums í setlagi frá mörkum krítar og tertíers (sbr. 1. töflu) um allan heim. Styrkur iridíums í þessu lagi benti til þess að loftsteinninn hefði verið um 10 km í þvermál. Hugmyndin vakti mikla athygli meðal jarðfræðinga og rannsóknir á þessu sviði tóku mikinn fjörkipp. Fljótlega komust menn að því að í setlaginu var að fínna kvars sem bar þess merki að hafa ummyndast vegna mikils þrýstings (Bohor o.fl. 1984, 1987). Til að kvars ummyndist á þennan hátt þarf svo mikinn þrýsting að ekki er hægt að skýra hann með jarð- fræðilegum ferlum á eða nálægt yfírborði jarðar. Þá fundust einnig merki um gler- kúlur úr bráðnuðum bergtegundum sem gátu hafa myndast við árekstur loftsteins (Izett 1991, Haraldur Sigurðsson o.fl. 1991) . A Haítí var setlagið mjög þykkt og gat það bent til þess að loftsteinninn hefði fallið þar nærri. Nú, fjórtán árum seinna, telja vísinda- menn sig hafa fundið sjálfan gíginn (Levi 1992) . Þar er um að ræða hringlaga jarð- myndun, 180 km í þvermál, að hluta undir Yucatánskaga í Mexikó og að hluta í Mexíkóflóa (Hildebrand o.fí. 1991). Miðað Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 149-160, 1994. 149

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.