Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 71

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 71
Mjölnir - STÓR LOFTSTEINSGÍGUR í BARENTSHAFI? STEINAR ÞÓR GUÐLAUGSSON Þess eru fjölmörg dæmi að merkar vís- indalegar uppgötvanir hafi verið gerð- ar fyrir hreina tilviljun. Við olíuleit er m.a. leitað eftir óreglum í þykkum set- lögum, t.d. andhverfum, saltstöplum eða misgengjum, þar sem hagstæðar aðstæður geta skapast til þess að olía safnist fyrir og olíulindir myndist. Hér segir frá mjög svo óvæntri niðurstöðu úr jarðeðlisfræðilegum rannsóknum Norðmanna á setlögum í Barentshafi sem gerðar voru vegna olíuleitar. jöldadauði lífvera hefur orðið all- Foft í sögu lífs á jörðinni. Þekkt- astur er sennilega sá sem varð ________ fyrir 65 milljón árum, á mörkum krítar og tertíers, þegar risaeðlurnar hurfu með öllu. Skýringar á þeim hamförum hafa verið á ýmsa lund en í stórum dráttum má skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar leita menn skýringa í jarðfræðilegum ferlum sem eru eðlilegur hluti af þróun jarðarinn- ar, svo sem breytingum á sjávarstöðu, loftslagsbreytingum eða gífurlegum eld- gosum (Courtillot 1990, Hallam 1990). Hins vegar leita menn skýringa í heim- sóknum vágesta utan úr geimnum. (Alvar- ez og Asaro 1990, Jablonski 1990). Steinar Þór Guðlaugsson (f. 1951) lauk cand.mag.- prófi í jarðeðlisfræði frá Oslóarháskóla 1978 og cand.real.-prófi frá sama skóla 1981. Hann starfaði hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar 1982-1983 og hefur verið lektor við Oslóarháskóla frá 1984. Rannsóknir Steinars Þórs hafa einkum beinst að Barcntshafi, Sval- barða og Jan Mayen-hryggnum. Hann vinnur nú að doktorsritgerð um jarðfræði Barentshafs. Hgígurinn ÁYUCATÁN Arið 1980 settu vísindamenn við Univer- sity of Califomia í Berkeley fram þá tilgátu að Qöldadauðinn á jörðinni fyrir 65 milljón árum hefði orðið í kjölfar áreksturs loft- steins á jörðina (Alvarez o.fl. 1980). Sú tilgáta var byggð á tölum um óvenjuhátt hlutfall málmsins iridiums í setlagi frá mörkum krítar og tertíers (sbr. 1. töflu) um allan heim. Styrkur iridíums í þessu lagi benti til þess að loftsteinninn hefði verið um 10 km í þvermál. Hugmyndin vakti mikla athygli meðal jarðfræðinga og rannsóknir á þessu sviði tóku mikinn fjörkipp. Fljótlega komust menn að því að í setlaginu var að fínna kvars sem bar þess merki að hafa ummyndast vegna mikils þrýstings (Bohor o.fl. 1984, 1987). Til að kvars ummyndist á þennan hátt þarf svo mikinn þrýsting að ekki er hægt að skýra hann með jarð- fræðilegum ferlum á eða nálægt yfírborði jarðar. Þá fundust einnig merki um gler- kúlur úr bráðnuðum bergtegundum sem gátu hafa myndast við árekstur loftsteins (Izett 1991, Haraldur Sigurðsson o.fl. 1991) . A Haítí var setlagið mjög þykkt og gat það bent til þess að loftsteinninn hefði fallið þar nærri. Nú, fjórtán árum seinna, telja vísinda- menn sig hafa fundið sjálfan gíginn (Levi 1992) . Þar er um að ræða hringlaga jarð- myndun, 180 km í þvermál, að hluta undir Yucatánskaga í Mexikó og að hluta í Mexíkóflóa (Hildebrand o.fí. 1991). Miðað Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 149-160, 1994. 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.