Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 29
3. mynd. Fundarstaðir gauka á Islandi til ársloka 1992. Tölur við punkta sýna fjölda athugana á hverjum stað ef um er að ræða fleiri en eitt skipti. Tölur innan sviga sýna fjölda einstaklinga. — Locations of Cuckoos recorded in Iceland. If more than one record at a locality, the numbers are indicated and, in parentheses, the number ofbirds involved. suðvestri til Grímseyjar í norðri. Þeir eru þó algengastir í A-Skaftafellssýslu, eins og oft er um evrópska flækingsfugla hérlend- is. A 3. mynd sést hvar á landinu gaukar hafa fundist. Tveir þeirra gauka sem varðveittir eru á Náttúrufræðistofnun íslands eru af brúna litarafbrigðinu, þ.e. fuglarnir frá Vestara- landi (7) og Eyrabæ (25), en hinir allir eru af gráa litarafbrigðinu. Regngaukur (CoCCYZUS ERYTHROPHTHALMUS) Regngaukur (4. mynd) er algengur varp- fugl í N-Ameríku austan Klettafjalla, frá suðurhluta Kanada suður til austurhluta Wyoming, Kansas, Arkansas, Tennessee og S-Karólínu. Utbreiðsla þeirra er nokkru norðlægari en frænda þeirra spágaukanna. Kjörlendi regngauka á varpstöðvunum er opið skóglendi og runnagróður. Þeir hafa vetursetu í norðvesturhluta S-Ameríku. Haustfar regngauka hefst í lok júlí eða byrjun ágúst og nær hámarki á tímabilinu frá miðjum ágúst fram í miðjan september. Þeir snúa aftur til varpstöðvanna í aprfl til byrjun júní. Á leið til vetrarstöðva fljúga regngaukar í suðvestur og er því fremur ólíklegt að þeir hrekist til Evrópu. Regngaukar eru fremur litlir gaukar, um 15% minni en evrópski gaukurinn. Lengd- in er 27 til 31 cm en þar af er stélið 11 til 13 cm. Þeir eru grábrúnir að ofan og ljós- gráir að neðan og hafa fremur fá einkenni. Nef regngauka er svart og fætur ljósgráir. Fullorðnir regngaukar hafa rauðan augn- hring en á fuglurn á fyrsta hausti er hann gulleitur. Á neðanverðu stéli eru litlar hvítar skellur á annars gráum fjöðrum. í september hafa ungfuglar náð sama lit og 259

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.