Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 46
Á 12. mynd er sýnt á einfaldan hátt
hvernig líklegt er að setlögin hafi hlaðist
fram í Lagarfljót á síðastliðnum 2000-
3000 árum. Reiknað er með svipuðum
framburði Jökulsár og nú er. Samkvæmt
þessu hafa ósar Jökulsár verið við Vallholt
fyrir u.þ.b. 2000 árum. Mun meira af jurta-
leifum fannst í neðsta hluta borhholunnar á
aurum Jökulsár en ofantil. Þetta bendir til
að jurtaleifaf sem berast út í Fljótið setjist
að verulegu leyti til úti í Fljótinu en ekki
einungis við árósana. Setlögin á botni
Lagarfljóts eru væntanlega svipuð neðstu
lögunum í borholunni, þétt leirlög, og má
því vænta rotnandi jurtaleifa undir þeim
víða á botni Fljótsins.
Setlögin og gasið
Það er sennilega tilviijun háð hvað verður
um gasið sem myndast við rotnunina. Lík-
legt er að sums staðar safnist það saman af
allstóru svæði, streymi upp um ákveðnar
rásir og myndi nokkuð stöðugar gaslindir.
Annars staðar eru leirlögin ekki nægjan-
lega þétt til að safna gasinu saman í stórar
lindir og streymir þá gasið upp dreift á
stóru svæði, eins og t.d. við Hreiðarsstaði.
Einnig getur gasið lokast af í gildrum
undir þéttum leirlögum og þegar gildran
brestur nær allmikið gas að rísa til yfir-
borðs á skömmum tíma. Gasið getur
jafnvel rifið með sér stykki af botninum,
sem fljóta til yfirborðs en sökkva síðan
aftur er gasið hefur losnað úr þeim.
■ ALDUR GASSINS
Árný E. Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur
hjá Raunvísindastofnun Háskólans,
greindi 14C í sýni frá Vallholti til að fá
upplýsingar um aldur gassins, en áður
hafði metangasið verið brennt yfir í kol-
díoxíð. Aldur sýnisins, AAR-919, reynd-
ist 9220 ±195 14C-ár. Til samanburðar má
geta þess að metan í gasi frá Ærlækjarseli
í Öxarfirði reyndist >20.000 ára gamalt
(og er sennilega miklu eldra) og jarð-
hitametan frá Kröflu um 5600 ára gamalt.
Þessi aldur sannar að gasið sem streym-
ir upp við Vallholt er ekki ættað úr iðrum
jarðar né heldur úr lífrænum setmyndun-
um í jarðlagastaflanum. Gasið hlýtur að
vera ættað úr rotnandi jurtaleifum sem
borist hafa út í Lagarfljót meðan það náði
töluvert inn fyrir Vallholt.
Það kemur hinsvegar nokkuð á óvart að
gasið skuli vera frá upphafi nútíma. í
skýrslu Jóns Jónssonar um gasið í Lagar-
fljóti frá 1967 eru birtar greiningar sem
Bergþór Jóhannsson grasafræðingur gerði
á jurtaleifum úr borholunni á aurum
Jökulsár. Þar kemur fram að Bergþór telur
að landið virðist að miklu leyti hafa verið
klætt gróðri þegar setlögin á botni holunn-
ar mynduðust. Aldursákvörðunin bendir
því til að landið hafi verið nær algróið
snemma á nútíma.
■ NIÐURSTÖÐUR
Berggrunnurinn á rannsóknarsvæðinu er
7-9 milljón ára gamall. Ekki eru þekkt í
honum nein óvenjumikil setlög af lífræn-
um uppruna sem leitt gætu til gasstreymis
upp úr berggrunninum. Á botni Lagar-
276