Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 46
Á 12. mynd er sýnt á einfaldan hátt hvernig líklegt er að setlögin hafi hlaðist fram í Lagarfljót á síðastliðnum 2000- 3000 árum. Reiknað er með svipuðum framburði Jökulsár og nú er. Samkvæmt þessu hafa ósar Jökulsár verið við Vallholt fyrir u.þ.b. 2000 árum. Mun meira af jurta- leifum fannst í neðsta hluta borhholunnar á aurum Jökulsár en ofantil. Þetta bendir til að jurtaleifaf sem berast út í Fljótið setjist að verulegu leyti til úti í Fljótinu en ekki einungis við árósana. Setlögin á botni Lagarfljóts eru væntanlega svipuð neðstu lögunum í borholunni, þétt leirlög, og má því vænta rotnandi jurtaleifa undir þeim víða á botni Fljótsins. Setlögin og gasið Það er sennilega tilviijun háð hvað verður um gasið sem myndast við rotnunina. Lík- legt er að sums staðar safnist það saman af allstóru svæði, streymi upp um ákveðnar rásir og myndi nokkuð stöðugar gaslindir. Annars staðar eru leirlögin ekki nægjan- lega þétt til að safna gasinu saman í stórar lindir og streymir þá gasið upp dreift á stóru svæði, eins og t.d. við Hreiðarsstaði. Einnig getur gasið lokast af í gildrum undir þéttum leirlögum og þegar gildran brestur nær allmikið gas að rísa til yfir- borðs á skömmum tíma. Gasið getur jafnvel rifið með sér stykki af botninum, sem fljóta til yfirborðs en sökkva síðan aftur er gasið hefur losnað úr þeim. ■ ALDUR GASSINS Árný E. Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, greindi 14C í sýni frá Vallholti til að fá upplýsingar um aldur gassins, en áður hafði metangasið verið brennt yfir í kol- díoxíð. Aldur sýnisins, AAR-919, reynd- ist 9220 ±195 14C-ár. Til samanburðar má geta þess að metan í gasi frá Ærlækjarseli í Öxarfirði reyndist >20.000 ára gamalt (og er sennilega miklu eldra) og jarð- hitametan frá Kröflu um 5600 ára gamalt. Þessi aldur sannar að gasið sem streym- ir upp við Vallholt er ekki ættað úr iðrum jarðar né heldur úr lífrænum setmyndun- um í jarðlagastaflanum. Gasið hlýtur að vera ættað úr rotnandi jurtaleifum sem borist hafa út í Lagarfljót meðan það náði töluvert inn fyrir Vallholt. Það kemur hinsvegar nokkuð á óvart að gasið skuli vera frá upphafi nútíma. í skýrslu Jóns Jónssonar um gasið í Lagar- fljóti frá 1967 eru birtar greiningar sem Bergþór Jóhannsson grasafræðingur gerði á jurtaleifum úr borholunni á aurum Jökulsár. Þar kemur fram að Bergþór telur að landið virðist að miklu leyti hafa verið klætt gróðri þegar setlögin á botni holunn- ar mynduðust. Aldursákvörðunin bendir því til að landið hafi verið nær algróið snemma á nútíma. ■ NIÐURSTÖÐUR Berggrunnurinn á rannsóknarsvæðinu er 7-9 milljón ára gamall. Ekki eru þekkt í honum nein óvenjumikil setlög af lífræn- um uppruna sem leitt gætu til gasstreymis upp úr berggrunninum. Á botni Lagar- 276
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.