Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 12
12 27. júní 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 10 Velta: 12 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 263 +0,29% 733 +0,43% MESTA HÆKKUN MAREL FOOD SYST. 0,58% ÖSSUR 0,45% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 16,67% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 164,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 475,00 +0,00% ... Bakkavör 1,19 +0,00% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,50 -16,67% ... Føroya Banki 120,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,75 +0,00% ... Marel Food Systems 51,70 +0,58% ... Össur 111,50 +0,45% Applicon í Svíþjóð hefur gert samning við tvö af stærstu fjár- málafyrirtækjum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea-bankann, um innleiðingu á Calypso, sem er hugbúnaður fyrir viðskipti á verð- bréfamörkuðum. Applicon er í eigu Nýherja-samsteypunnar. Samn- ingurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum App- licon og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Applicon hefur einnig verið að vinna í að markaðssetja hugbún- aðinn um Evrópu. „Nú um stund- ir er unnið að tækifærum í Þýska- landi, Hollandi, Portúgal, Eistlandi og víðar. Þá er þekking og lausnir Applicon kunn meðal okkar sam- starfsaðila, s.s. IBM, sem gerir það að verkum að ráðgjafar App- licon vinna að alþjóðlegum verk- efnum við góðan orðstír,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson sem stýrir alþjóðlegum sölu- og mark- aðsmálum hjá Applicon. - bþa Semja við Svíana Fimm gefa kost á sér í stjórn Eim- skipafélags Íslands en framboðs- frestur til setu í stjórn félagsins rann út í gær. Eftirtaldir gáfu kost á sér til setu í stjórn Eimskipafélags Íslands á aðalfundi sem haldinn verður 30. júní næstkomandi: Sindri Sindrason, Pétur Guð- mundarson, Friðrik Jóhannsson, Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson. Stjórn félagsins er skipuð fimm einstaklingum hverju sinni. Nýverandi stjórn er skip- uð þeim Sindra, sem er stjórnar- formaður, Orra og Tómasi auk Friðriki Jóhannssyni og Gunnari M. Bjorg. - bþa Fimm bjóða sig fram í stjórn Bílahreinsivörur Þú sparar 3.746.- TILBOÐ 2.990.-PAKKI 1Verð áður 6.736.- 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is AUKAKRÓNUR 2 flugsæti á ári fyrir Aukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur flogið út í heim og til baka aftur einu sinni á ári með Iceland Express fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * „Skuldabréfamarkaðurinn er kom- inn í viðunandi horf þegar horft er til veltu,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinn- ar. Hann segir að veltan á skulda- bréfamarkaði sé orðin mjög svipuð og hún var árið 2007, sem sé mik- ilvægt skref í enduruppbyggingu á fjármálamörkuðunum hér á landi. Velta á skuldabréfamarkaði hefur aukist töluvert að undan- förnu og hefur verið 13,5 milljarðar á viku að meðaltali í júní. Fram að þeim tíma var meðalvelta 8,8 milljarðar á viku. Vikan sem leið var sú veltumesta á árinu og nam veltan 15,7 milljörðum. Þórður segir að margir þættir stuðli að því að markaðurinn sé að lifna við. Hann nefnir að gerðir hafi verið nýir samningar við fimm aðila um viðskiptavakt á þessum markaði í byrjun mánaðarins. Viðskipta- vakarnir eru Kaupþing, Lands- bankinn, Íslandsbanki, Saga Capi- tal og MP banki. Þórður greinir jafnframt frá því að undirritaður hafi verið samningur við Íbúða- lánasjóð í gær, sem eigi eflaust eftir að skila sér í aukinni veltu á næstu vikum. Þórður gerir hins vegar ekki ráð fyrir að hlutabréfamarkaðurinn muni lifna við fyrr en eftir áramót en það sé háð því hvernig endurskipulagning bankanna gangi fyrir sig. - bþa Velta á skuldabréfamarkaði ekki meiri á árinu en í nýliðinni viku: Skuldabréfin aftur í tísku ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forsætisráðherra hefur skipað Má Guðmundsson í embætti seðla- bankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009 næstkomandi. Svein Harald Øygard sem er settur seðlabankastjóri mun gegna emb- ættinu fram að þeim tíma. Arnór Sighvatsson hefur verið skipaður í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fjögurra ára frá og með 1. júlí 2009. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá forsætisráðuneytinu. Í umsögn nefndar sem sett var til að meta hæfi umsækjenda voru bæði Már og Arnór taldir mjög vel hæfir til að gegna starfi seðla- bankastjóra. Alls sóttu átta um starf seðlabankastjóra og sextán um stöðu aðstoðarseðlabanka- stjóra. Már Guðmundsson starfaði í um tvo áratugi í Seðlabanka Íslands, þar af um tíu ár sem aðal hagfræðingur bankans. Már hefur frá árinu 2004 gegnt starfi aðstoðar framkvæmdastjóra pen- ingamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Már lauk BA-prófi í hag- fræði frá háskólanum í Essex auk þess sem hann stundaði nám í hagfræði og stærðfræði við Gautaborgar háskóla. Hann er með M.phil.-gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge og stund- aði þar einnig doktorsnám. Arnór Sighvatsson hefur starf- að hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 1990. Hann hefur verið aðal- hagfræðingur og framkvæmda- stjóri hagfræðisviðs frá árinu 2004 og var settur aðstoðarseðla- bankastjóri árið 2009. Arnór lauk doktors prófi í hagfræði frá Northern Illinois-háskóla en hann hafði áður lokið BA í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands. bta@frettabladid.is Aðalhagfræðingar í seðlabankastjórastóla Már mun taka við embættinu hinn 20. ágúst næstkomandi. Hann er skipaður til fimm ára. Arnór skipaður í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra til fjögurra ára. SEÐLABANKI ÍSLANDS Forsætisráðherra hefur skipað Arnór Sighvatsson í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra. Arnór hefur starfað hjá bankanum frá árinu 1990. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ARNÓR SIGHVATSSON MÁR GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.