Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 56
28 27. júní 2009 LAUGARDAGUR Hvers konar tónlist ert þú að fást við? Alls konar, lærði klassík en finnst gaman að gera tilraunir með röddina. Hvenær varstu hamingjusöm- ust? Ég er hamingjusöm núna. Ef þú værir ekki tónlistar- maður, hvað myndirðu þá vera? Atvinnuferðamaður. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Íbúðin mín. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Vertu úti. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar vildirðu búa? Í Berlín. Uppáhaldstónlistarmaður/kona og af hverju? Það eru svo marg- ir flottir tónlistarmenn og erfitt að velja en mér dettur í hug hann Theo Bleckmann, því hann er snillingur og frábær manneskja. Draumahelgin þín í einni setningu? Hótel Búðir í fallegu veðri. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Pokadýr í stórmarkaði. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðinni? Snæfellsnes. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta mest á í dag? Ég hlusta á alls konar tónlist, en þessa dagana mikið á heimstón- list og barokk. Hvað ég hlusta á fer reyndar algjörlega eftir því hvernig skapi ég er í. Akkúrat núna er ég með flottu nýju TYFT- plötuna hans Hilmars Jenssonar í spilaranum. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ég myndi fara til Egyptalands á tímum faraóanna og fara í mat hjá Kleópötru til að fá nokkur fegurðarráð. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Nei, í raun- inni ekki. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Hmmm... er bara frekar sátt. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Áðan. Áttu þér einhverja leynda nautn? Súúúkkkulaði. Uppáhaldsbókin þessa stund- ina? A New Earth eftir Eckhard Tolle. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Vá, það eru svo margir, get ekki valið. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Við erum öll bræð- ur og systur og elskum hvert annað... er það ekki? Uppáhaldsorðið þitt? Vega- vinnuverkamannaskúralykla- kippa. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Ótakmark- aður aðgangur að flugvélum. Hvaða lag á að spila í jarðar- förinni þinni? Top of the World með Carpenters. Hvað verða þín frægu hinstu orð? Nú, er þa‘kki bara. Hvað er næst á dagskrá? Tón- leikaferðalag um landið með hinum dásamlegu vinum mínum í Mógili. Hljómsveitar meðlimir búa í tveimur löndum og þess vegna eru alltaf miklir fagnað- arfundir þegar við hittumst. Í þessari ferð ætlum við að spila á Sólheimum í Grímsnesi, í Reykja- vík, á Siglufirði og á Akureyri. sigridur@frettabladid.is Draumamatarboð hjá Kleópötru HEIÐA ÁRNADÓTTIR Hljómsveit hennar Mógil var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2008 í flokki klassískrar tónlistar en tónlistinni verður betur líst sem tilrauna- kenndri tónlist sem sækir innblástur í þjóðlög, djass og klassík enda meðlimir sveitarinnar með fjölbreyttan bakgrunn sem tónlistarmenn. Fréttablaðið/Stefán ÞR IÐ JA G R Á Ð A N FULLT NAFN: Ragnheiður Árnadóttir STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Söngkona, söngkennari í Lista- skóla Mosfellsbæjar og flugfreyja hjá Iceland Express. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI? Fæddist árið 1971. Þá varð Alan Shepard fyrsti maðurinn sem spilaði golf á tunglinu, hann smyglaði golfkúlu og kylfu inni í geimfötunum sínum! Heiða Árnadóttir, söngkona hljómsveitar- innar Mógils, væri al- veg til í að vera atvinnu- ferðamaður. Mógil er á snarpri tónleikaferð um landið; spilar á Sólheimum í Grímsnesi í dag, í Fríkirkjunni í Reykjavík næsta þriðju- dag og síðan er förinni heitið norður. ■ Á uppleið Moonwalk Nú hljóta dansskólarnir að fara að taka aftur upp Michael Jackson-dansana sem voru svo vin- sælir á 9. áratugnum. Landsbyggðin Þótt Reykjavík geti varla talist ein af mest spennandi höf- uðborgum heims eru íslenskar sveitir örugglega einstakar. Ljósmynda- blogg Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. En ein mynd segir meira en þúsund orð. Klipping í herrafataverslun Það er gaman að ferðast aftur í tímann. Það er hægt að gera með því að fara í klippingu í miðri Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. ■ Á niðurleið Sólin Það er staðreynd sem ekki verður tjónkað við að bjartasti dagur ársins er liðinn. Langtímagremja Lífið er of stutt til að vera í fýlu mánuðum saman. Glansstaðir Núna leggja allir nýir barir og kaffihús mest upp úr þægilegu og óstíliseruðu umhverfi. MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.