Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 28
 HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR ● Forsíðumynd: Stefán Karlsson Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjóri: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is Auglýs- ingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5462 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. inni&úti LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 ● MATUR Lostæti í lautarferð ● LIST Gallerí í gömlu fjósi ● STEINAR ÞÓR BACHMANN Á brimbretti við Íslandsstrendur Sumarblað Fréttablaðsins SÆLUREITUR Í SVEITINNI Tíu einföld og ódýr ráð til að betrum- bæta sumarbústaðinn. SÍÐA 8 LÍKAR LAUGAR- VATN Snorri Helgason er mikið borgarbarn en á sér uppáhaldsstaði í sveitinni. SÍÐA 11 ● inni&úti „Mér fannst þetta alltaf hljóma mjög spennandi,“ segir Steinar Þór Bachmann brimbrettakappi en hann hefur farið á brimbretti á Ís- landi frá því síðastliðið haust. „Ég lærði á brimbretti í Suður-Afríku þegar ég var þar veturinn 2008. Ég fór þangað í þrjá mánuði í skipu- lagða ferð þar sem við fórum bæði á brimbretti og vorum í sjálfboða- liðastarfi á vegum Ticket to ride.“ Steinar segist hafa staldrað stutt við á Íslandi þegar hann kom heim frá Suður-Afríku því hann fór til Englands í heilt sumar þar sem hann hélt áfram á brimbrett- inu. „Ég var að kenna á brimbretti í Englandi og hef aðeins haldið því áfram á Íslandi.“ Aðspurður segir Steinar skemmtilegra að vera á brim- bretti í Suður-Afríku heldur en á Íslandi. „Það er hlýrra í Suður- Afríku en það er reyndar minna af fólki hérna svo það eru færri fyrir mér. Á veturna getur verið mjög kalt að vera í þessu hér á landi en sjórinn er samt þokkalega hlýr og við erum vel útbúnir,“ segir Stein- ar og heldur áfram: „Hægt er að vera á brimbretti á Íslandi allt árið ef maður er hörkutól.“ Þegar Steinar er inntur eftir því hvort hann hafi prófað að standa á brimbretti á Íslandi áður en hann fór til Suður-Afríku segir hann svo ekki vera. „Ég var ekki viss um hvort hægt væri að stunda þetta á Íslandi en ég hafði nokkra hug- mynd um það.“ Nú segist Steinar fara á brimbretti á Íslandi þegar tækifæri gefst til. „Stundum fer ég þrisvar til fjórum sinnum í viku en svo kemur tími þegar ég fer ekk- ert í mánuð.“ En er almennt erfitt að stunda brimbrettaíþróttina? „Já, þetta er líkamlega erfitt og sérstaklega hérna heima. Það borgar sig því að vera í ágætu formi,“ upplýsir Steinar og bætir því þó við að þetta sé æðisleg íþrótt. „Við erum oftast tveir, þrír og fjórir sem förum saman niður á stönd,“ útskýrir Steinar og segist hafa reynt sjóinn við þrjár strend- ur á Íslandi, við Grindavík, Sand- vík og Þorlákshöfn. „Svo er ég búinn að draga nokkra vini mína út á brimbrettin á Íslandi. Einn hefur meira að segja farið til Perú til að stunda þetta en aðrir eru áhuga- menn hér heima.“ Steinar langar að fara á brim- bretti um allan heim. „Mig lang- ar til dæmis að fara til Marokkó, Indónesíu og Tahítí. Ég er alltaf að safna mér pening til að komast út.“ - mmf Spennandi í sjónum við strendur Íslands ● Steinari Þór Bachmann finnst æðislegt að fara á brimbretti við Íslandsstrendur þótt á stundum geti það verið heldur kalt. Hann segir að gott sé að vera í formi því íþróttin sé erfið. S umarið er sú árstíð er einkennist af litum, von, leikjum, gleði og ferðalögum, í það minnsta í meiri mæli en oft áður. Gras- ið grænkar og dýralífið blómstrar, fólk fer í frí og leggur rækt við fjölskyldu og vini. Merkilegt er þó hve fljótt helgarnar líða og fyrr en varir er tekið að hausta. Þessir þrír mánuðir ársins, þegar allt á að gerast, eru í raun af- skaplega mikilvægir fyrir geðheilsu fólks. Vinnandi fólk hleður batt- eríin í sumarfríum, unglingar læra á vinnumarkaðinn og sumir safna fyrir námi auk þess að njóta skólafrísins. Börn verja meiri tíma með foreldrum, sem hafa loks tíma til að slaka á í fríinu, sólarhringurinn lengist með björtum nóttum og árstíðabundin áhugamál blómstra. Ekki verður þó litið framhjá því að óveðursský eru yfir okkar ást- kæru eyju þessa dagana, sem skyggja því miður á mörg heimili og vekja mönnum ugg í brjósti. Þá er mikilvægt, sem aldrei fyrr, að reyna þrátt fyrir allt að njóta þessa stutta tíma og fá sem mest út úr birtunni og gleðinni sem fylgir sumri. Þá er ekki þar með sagt að nauðsynlegt sé að skipuleggja hverja einustu mínútu heldur einfaldlega njóta þess sem við þó höfum. Aukinn áhugi Íslendinga á Ís- landi hefur látið á sér kræla og flykkjast nú ýmsir á fjöll og kjósa fremur að ferð- ast innanlands en utan. Vandræðin sem á okkur dynja hafa orðið mörgum hvatning til að líta inn á við og endurmeta þau gildi sem lifað er eftir og er það ekki slæmt. Jafnvel tímabært. Í þessu fyrsta sumarblaði Fréttablaðsins, Inni & úti, eru mýmörg dæmi um einfaldar leiðir til að njóta sumarsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða, bæði í borg og sveit. Rætt er við brimbrettakappa sem stundar ótrauð- ur íþrótt sína við strendur Íslands, sagt er frá nýju listagalleríi í gömlu fjósi, farið er í notalega lautar- ferð og góð ráð og hagstæð gefin til að hressa upp á bú- staðinn – svo eitthvað sé nefnt. Greina má því ýmis tæki- færi til að skemmta sér og láta fara vel um sig og sína, þrátt fyrir allt og allt. Full ástæða er til að leggja ekki einungis rækt við garðinn sinn heldur sjálfan sig líka. Við þurfum öll á því að halda. Rækt í eigin ranni L eikkonunni Sólveigu Guðmundsdóttur finnst gaman að ferðast um landið og þykir þá tilvalið af hafa meðferðis góða tónlist og bækur. „Ég las eina um daginn sem mér fannst rosalega góð, Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. Það er að vísu svolítið langt síðan ég las hana en ef ég ætti að mæla með einhverju þá er það pottþétt þessi bók. Hún er mjög ævintýraleg og höfundinum tekst að gera leyndar- dóma hennar alveg ljóslifandi fyrir lesandanum. Svo er framsetningin svo skemmtileg. Bókin er mjög spennandi og nær að halda lesandanum allan tímann; maður þreytist ekki á að lesa, heldur langar til að klára hana.“ Þá mælir Sólveig með disknum Með suð í eyrunum við spil- um endalaust með hljómsveitinni Sigur Rós. „Hann er alveg frábær, inniheldur skemmtileg og ekki síður kröftug lög. Ég fór einmitt í bústað um páskana og spilaði hann alla helgina með systur minni og sonum hennar. Þau fíluðu þetta alveg í botn og sungu með, enda kveikja krakkar alveg á svona text- um eins og „þú syngur alveg eins og vitleysingur“. Svo er bara svo frábært að hlusta á tónlist með Sigur Rós þegar maður er að keyra um á þessu landi.“ - rve Í FERÐALAGIÐ Sigur Rós og spænskar bókmenntir Steinar hefur reynt sjóinn við þrjár strendur á Íslandi og í Suður-Afríku og á Englandi en vill prófa fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ertu ,,alltaf á leiðinni” í jóga? Vantar þig orku, einbeitingu, gleði og ró? KUNDALINI JÓGA Orkugefandi - markvisst - umbreytandi Sumarnámskeið 30. júní- 20. ágúst Þriðjud. og fi mmtud. 17.45-19.00 Kennarar: Auður Bjarna og fl eiri Skráning og nánari upplýsingar: audur@vortex.is www.lotusjogasetur.is og í síma 846 1970 L ó t u s J ó g a s e t u r - B o r g a r t ú n i 2 0 Sumarið er sú árstíð er einkenn- ist af litum, von, leikjum, gleði og ferðalögum, [...]. 27. JÚNÍ 2009 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.