Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 33
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef ekki komið nákvæmlega á þennan stað áður en hlakka mikið til,“ segir Jörmundur Ingi Reykja- víkurgoði sem ætlar að hefja helg- ina með ferð á Hveravelli á slóðir Fjalla-Eyvindar og Höllu. „Ég fer þangað með 18. aldar félaginu, félagi áhugamanna um 18. öld- ina og stundum líka þá nítjándu og sautjándu. Við förum í árlega ferð, síðast á Snæfellsnesið og skoðuðum þá staðinn sem varð á vegi Kólumbusar þegar hann kom til Íslands.“ Ekki reiknar Jörmundur með að vera stórtækur í kvöld í ljósi þess að ferðalagið tekur allan daginn, þótt hann viðurkenni að sér leið- ist ekki að kíkja aðeins út á lífið ef sá gállinn er á honum. Segir Næsta bar í mestu uppháldi hjá sér þar sem auknar líkur séu á að rekast á áhugavert fólk. „Nú þar er til dæmis líklegt að maður hitti fyrir fólk eins og meðlimi 18. aldar félagsins,“ bendir hann á máli sínu til stuðnings. „Svo þarf ég að spara kraftana fyrir morgundaginn þar sem ég fer snemma niður í Kolaport þar sem ég er með bás. Er að tæma fata- skápinn þar sem ég átti orðið allt- of mikið af fötum, sértaklega þar sem ég grenntist mikið og þyngd- ist til skiptis á tímabili. Svo er eitthvað af þessu föt sem ég hafði keypt á litlu frændur mína og þeir höfðu fúlsað við. Ætli ég sé ekki búinn að fara með í það heila 70 jakka og alfatnað niður í port, en mér finnst alveg passlegt að eiga svona 50 stykki,“ segir Jörmund- ur, og er auðheyrilega á heimavelli í þessum efnum þótt hann sé hóg- vær í tali. En hvaðan kemur áhuginn og þekkingin á tískunni? „Ég lærði allt um karlmannafatnað og klæða- burð af honum föður mínum, sjáðu til. Hann stundaði á sínum yngri árum nám á Englandi og umgekkst svo mikið breska laxveiðimenn hér heima og lærði af þeim hvernig átti að klæða sig. Þegar ég hafði aldur til tók hann sig til og veitti mér tilsögn í þessum efnum,“ upp- lýsir hann. Jörmundur segist þess utan hafa yfir 50 ára reynslu af viðskipt- um og átti meðal annars þátt í að hanna Kolaportið fyrir 20 árum. „En ég hef aldrei selt þar fyrr en á þessu ári. Þannig að það tók mig heil 20 ár að gera það sem ég hef verið að hvetja aðra til að gera,“ viðurkennir hann og bætir við að viðtökurnar hafi verið góðar. En hefur engum komið á óvart að sjá hann þar með bás? „Nei, nei. Að minnsta kosti hefur enginn fallið í yfirlið við að sjá mig,“ segir hann og hlær. roald@frettabladid.is Á slóðum Fjalla-Eyvindar og kaupmanna Kolaports Heilmikið ævintýri bíður Jörmundar Inga sem ætlar í dag á slóðir útilegumanna. Morgundagurinn er svo helgaður störfum í Kolaportinu þar sem Reykjavíkurgoðinn afgreiðir hágæða herrafatnað og -skó. Jörmundur er með bás í Kolaportinu þar sem hann selur herrafatnað og -skó. „Ég er að tæma skápinn minn. Átti orðið alltof mikið. Hef reyndar verið að kaupa mér eitthvað hérna niður frá í staðinn, þannig að það er viss endurnýjun á þessu.“ HESTALEIKHÚS Sögusetur íslenska hestsins , í samstarfi við hestaleigu Ingimars Pálssonar og Leikfélag Sauðárkróks, stend- ur fyrir kaupstaðarferð á Sauðárkrók í tilefni af Lummudögum í Skagafirði í dag. Nánar á www.skagafjordur.is. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ÚTSALA Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Nú er hægt að gera skemmtilega góð kaup! Mikið úrval af eldri fatnaði á kr. 1000,- kr. 2000,- kr. 3000,- Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? Dúnmjúkar BRÚÐARGJAFIR Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Við hjá Lín Design erum í essinu þegar kemur að brúðkaupsgjöfum. Vörulína okkar er hönnuð á Íslandi þar sem íslensk náttúra spilar stórt hlutverk. Allt okkar efni er sérvalið svo úr verð- ur vara sem gefur mýkt og hlýju. Brúðhjón sem eru með gjafalista hjá Lín Design fá gjöf frá versluninni ef keypt er af listanum. Hlý og persónuleg þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.