Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 24
24 27. júní 2009 LAUGARDAGUR ➜ STOFNANIR STÆKKA MEÐ, EN MISMIKIÐ R íkisútgjöld jukust um tæp 53 prósent milli áranna 1998 og 2009, samkvæmt tölum úr fjármálaráðuneyt- inu. Á svipuðum tíma, áratuginn 1998 til 2008, jókst verg landsfram- leiðsla um 48 prósent, samkvæmt tölum Hagstofu, en gjöld ríkisins af henni jukust úr 41,3 í 44,6 prósent. Tekjurnar fóru úr 40,9 prósentum í 43,5. Samkvæmt nýjum stöðugleika- sáttmála mun ríkisstjórnin skera niður ríkisútgjöld um 70 milljarða á næstu þremur árum. Áður hafði verið tilkynnt um 22 milljarða niður- skurð í ár. Þessir 92 milljarðar verða dregn- ir frá þeim 555 sem eru á fjárlögum ársins. Þá eru 463 milljarðar eftir. Þetta eru rúm útgjöld ríkisins árið 2006, sem voru 459 milljarðar, á föstu verðlagi ársins 2009. Árið 2007 voru þau 511 milljarðar. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að gefa út nákvæmlega hversu mikið verði skorið niður á hverju ári, en Ríkið óx um helming fyrir kreppu Ríkisútgjöld hafa aukist um 53 prósent síðan 1998. Fyrirhugaður niðurskurður færir umsvif þess aftur til 2006, sé einungis litið til talna. En í bankahruninu jukust vaxtagjöld gífurlega og þau verða ekki skorin niður. Klemens Ólafur Þrastarson komst að því að starfsmönnum ríkis hefur fjölgað talsvert á tímabilinu, þótt erfitt sé að festa tölu á fjölda þeirra sem þiggja laun frá ríkinu. Samtals fóru 2.332 milljónir til Þjóðkirkjunnar árið 1998. Á upp- reiknuðu verðlagi væru það 4.474 milljónir. Árið 2008 var upphæðin 5.450 milljónir. Framlag ríkisins til kirkjunnar er því tæpum 22 pró- sentum hærra en það var fyrir ellefu árum. Samkvæmt upplýsingum úr kirkjumála- ráðuneytinu varð engin grundvallarbreyt- ing á starfsemi kirkjunnar á þessum tíma, sem snertir ríkissjóð, né breytt- ist eðli ríkisgreiðslna til hennar. Þjóðkirkjan 22 prósentum dýrari HR. KARL SIGURBJÖRNS- SON BISKUP Árið 1998 voru útgjöld Alþingis umfram tekjur um 946 milljónir. Ellefu árum síðar námu þessi gjöld tæpum 2.235 milljónum. Þetta er aukning um 136 prósent, en þá er ekki tekið mið af verðlagsþró- un. Með henni er hækk- unin rúm 23 prósent. Alþingi vaxið um 23 prósent • Verg landsframleiðsla (VLF) jókst um 48,11 prósent á tímabilinu, miðað við fast verðlag ársins 2008. • Tekjur ríkisins af VLF fór úr 40,9 í 43,5 prósent. • Gjöld ríkis af VLF fóru úr 41,3 prósentum og í 44,6. • Tekjur á mann jukust um 34,96 prósent en gjöldin um 37,24. Fjármálaráðuneytið segir ríkisstarfsmenn á ársgrundvelli árið 2008 vera alls 28.700 talsins. Talan sem betra er að miða við eru ársverkin eða stöðugildi í dagvinnu. Þau voru 18.600. Árið 1998 voru stöðugildi ríkisstarfsmanna í dagvinnu 16.250 talsins, samkvæmt skýrslunni Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna, frá 1999. Aukningin er því um 14,4 prósent á áratug. Launakostnaður mun hafa verið um fjórð- ungur af ríkisútgjöldum 2007. Samkvæmt tölum Hagstofu jókst launakostnaður ríkis um 34,18 prósent á tímabilinu, á föstu verðlagi ársins 2008, og var í lok þess 216.685 milljónir. En síðan 1998 hefur nokkur fjöldi starfs- manna verið færður frá ríki til sveitarfélaga og ríkisfyrirtæki gerð að opinberum hluthafa- félögum. RÚV er til dæmis í tölunni frá 1998, en ekki í þeirri frá 2008. Á móti kemur til dæmis að starfsmenn Borgarspítala bættust í tölu ríkisstarfsmanna þegar hann sameinaðist Landspítala árið 2000. Séu stofnanir og félög utan A-hluta fjárlaga, svo sem ÁTVR og RÚV, tekin með í reikninginn bætast tæplega 6.000 einstaklingar við 2009-töluna, en stöðugildin eru færri. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því hvað er ríkisstarfsmaður? Starfsmaður í opinberu hlutafélagi telst ekki strangt til tekið ríkisstarfsmaður, þótt félagið sé í eigu ríkisins og fái sínar tekjur þaðan. Hvað með þá sem þiggja laun sín beint eða óbeint frá ríkinu? Starfsmenn í framkvæmda- og eftirlitsstofn- unum ríkisins hafa bent blaðinu á að afar erfitt sé að ná utan um þennan fjölda. Til dæmis mætti taka öll hjúkrunarheimili á landinu og þá sem vinna fyrir fatlaða. Einnig mætti nefna verkfræðing sem vinnur á einkastofu, sem vinnur verk fyrir Vegagerð ríkisins. Segja má að allt sem hann fær greitt fyrir verkið komi frá ríkinu. Þegar talað er um að launakostnaður sé á bilinu 25 til 30 prósent af útgjöldum ríkisins, er ekkert þessa fólks talið með. Nær væri að segja að launakostnaður næði 65 til 70 prósentum af útgjöldum ríkisins, segir einn sérfræðingur hjá ríkinu, sem starfar við að skoða útgjöld þess. LAUN TELJIST 70 PRÓSENT AF ÚTGJÖLDUM 19 98 20 08 * ásamt starfsmönnum banka, ohf-félaga og ýmissa annara Þá nýstofnað embætti Ríkislögreglustjóra fékk 183,6 milljónir á fjárlögum 1998. Árið 2009 var upphæðin komin í 1.891,9 milljónir, fyrir utan sértekjur, 566 milljónir, sem koma til frádráttar. Alls bárust því 1.325,9 milljónir frá ríkinu það ár. Að verðþróun meðtaldri er þetta aukning um 437 prósent. Samkvæmt skýrslu dóms- málaráðherra um þróun löggæslu stafar aukning starfsmanna fyrst og fremst af samræmingar- og þjónustu- hlutverki embættisins. Má þar nefna fjarskiptamiðstöð lög- reglunnar, sérsveit, umferðar- deild og bílabanka. Einnig þurfi sérfræðinga í rannsókn og saksókn skatta- og efna- hagsbrota og alþjóðadeild. Í skýrslu Ríkisendur- skoðunar frá 2006 segir að kostnaðarþróun embættisins endurspegli að hluta til miklar breytingar á umhverfi lög- gæslu. „Hún bendir þó einnig til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk og verkefni embættisins,“ segir þar. 437 prósentum stærri ríkislögreglustjóri HARALDUR JOHANNESSEN „Eftir eitt mesta hagvaxtarskeið um árabil er hagkerfið tekið að færast nær jafnvægi á ný“, segir í frumvarpi að fjárlögum ársins 2009. Þetta voru síðustu fjárlög Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráð- herra, kynnt 1. október 2008, og sýnist hann enn nokkuð bjartsýnn. Þá þótti staða ríkisfjármála „mjög góð til að takast á við efnahagslægð“. Íslenskt efnahagslíf var enn í „örri framþróun“, þrátt fyrir ýmsar viðsjár, svo sem flökt krónu og samdrátt. Fyrirsjáanlegt „aukið jafnvægi“ í þjóðarbúskapnum var talið eftirsókn- arvert og meginniðurstaða frum- varpsins er sú að „stöðugleiki ríki í efnahagslífinu þegar hratt dregur úr umsvifum vegna stóriðjuframkvæmda og samdráttur verður í erlendri eftir- spurn“. Í stað þess að skera niður í sam- drættinum taldi fjármálaráðherra nær að draga „enn frekar úr aðhaldsstigi í ríkisfjármálum árið 2009“. Síðan hefur margt breyst. Eftirsóknarvert jafnvægi ÁRNI M. MATHIESEN Margt hefur breyst í verkefnaskipan ráðuneytanna á tímabilinu, til að mynda var bætt myndarlega við verkefni samgönguráðuneytis 2007, svo framlög fóru úr 23 í tæpa 55 milljarða milli ára. Nokkrum ráðuneytum hefur verið sundrað eða þau sameinuð á tímabilinu, svo sem landbúnaðar-, sjávarút- vegs-, trygginga-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. Þau eru ekki tekin með af þeim sökum. Nokkur ráðuneyti 1998 til 2009 Útþensla ríkisins frá 1998 til 2009 varð öll undir stýri sjálfstæðismanna, sem gjarnan kenna sig við aðhaldssaman rekstur og lítil ríkisafskipti. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta minna á að kannski fari aðhaldssemi og stjórnmál ekki vel saman. „Stefna Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina er í einu orðinu aðhald en í hinu að gera vel við alla. Flokkurinn er samblanda af frjálshyggjumönnum, íhaldsmönnum og sósíaldemókrötum. Hann er stór flokkur og þarf að höfða til sem flestra kjósenda. Þá eru menn kannski örlátir,“ segir hún og nefnir að flokkurinn hafi á sínum tíma hrósað sér fyrir að auka fram- lög til menntamálaráðuneytis mikið. Stefanía áréttar þó á að á þessu tíma- bili hafi tekist að greiða niður skuldir og að flokkurinn hafi aldrei setið einn að stjórn ríkisins. Ef til vill megi bera þetta saman við stefnu járnfrúarinnar bresku. „Margaret Thatcher var líka mikill talsmaður þess að skera niður ríkis- útgjöld en samt jukust þau í hennar tíð. Póli tíkin virðist hafa þetta í för með sér. Það fer kannski ekki saman að vera í pólitík og að skera niður.“ Ekki sé hægt að segja að nú verði einfaldlega farið aftur til ársins 2006, þótt tölur kunni að benda til þess. Vel hafi verið stutt við menntun og heilbrigðis- og félagsmál. „Svo stöndum við frammi fyrir því núna að við höfum ekki efni á þessu. Hvernig spólum við þá til baka? Það blasir við að við þurfum að vinda ofan af launahækkunum en við getum ekki gert það með því að segja fólki að það eigi að fá laun eins og árið 2006. Fólk sættir sig ekki við það möglunarlaust. Þetta kallar á pólitísk átök.“ ➜ SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR EINS OG THATCHER 550 500 450 400 350 0 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2009 2010 2011 2012 2013 heimildir herma að það verði um 35 árið 2010 og 30 árið á eftir. Óvíst er með þá fimm sem út af standa. Oft heyrist að ríkið hafi eins og aðrir bætt við sig ýmsum lúxus- verkefnum í góðærinu. Því ætti að vera auðvelt að skera niður núna. En málið er þó ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi ber að hafa í huga að ríkið hefur einungis 450 milljarða til raunverulegrar ráðstöfunar af þessum 555 milljarða fjárlögum, því vaxtagjöld hafa margfaldast vegna bankahrunsins, svo alls fara um hundrað milljarðar í slík gjöld, líf- eyrisskuldbindingar og þess háttar. Af hverri krónu ríkisins fara um 25 aurar beint í laun, en launakostn- aður er um 65 prósent af rekstrar- veltu. Sérfræðingur í stjórnsýslu telur að allt að 65 til 70 aurar af hverri krónu fari í raun og veru í laun, séu óbeinar greiðslur teknar með í reikninginn. Allur niðurskurður væri því að miklu leyti tekinn úr vasa vinnandi fólks, hvort sem er með lægri laun- um, skertri vinnu eða uppsagnar- bréfi. 363.856 milljónir 555.640 milljónir -22 milljarðar -35 milljarðar -5 milljarðar -30 milljarðar ? • Meðalmannfjöldi jókst um rúm sextán prósent frá 1998 til 2009, miðað við tölur Hagstofu. Íslendingar töldust vera 273.794 talsins í upphafi tímabilsins, en voru í apríl þessa árs 319.326. Heimild: Hagstofa Íslands Fjármálaráðuneyti 43% Menntamálaráðuneyti 41% Verg landsframleiðsla og mannfjöldi ? Samgönguráðuneyti 150% 2009 Utanríkisráðuneyti 119% 2009 2009 2009 1998 1998 1998 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.