Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 14
14 27. júní 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR T vær aldir eru liðnar síðan Jörgen Jörgensen kom hingað öðru sinni og tók völd af dönskum yfirvöldum á Íslandi skömmu eftir sumarsólstöður 1809. Hann virtist um skeið vera fyrsti fulltrúi breska heimsveld- isins sem eftir árásina á Kaupmannahöfn 1807 var að leggja undir sig öll forn vígi og yfirráðasvæði hins gamla danska ríkis, hrifsa til sín völd á norðurslóðum sem Danir héldu allt fram í seinna stríð - og halda jafnvel enn. En svo tók hann af öll tvímæli: Ísland varð sjálfstætt þetta sumar fyrir atbeina útlendings, landleysingja, ævintýramanns. Jörgen Jörgensen var skilgetið afkvæmi mikilla umbrota- tíma í Evrópu. Öll álfan var í umróti eftir stjórnarbyltinguna í Frakklandi og Napóleonstímann sem fylgdi í kjölfarið. Hér kom kraftur inn í einangrað og staðnað samfélag og valdataka Jörgensens hrinti til hliðar ættarveldi danskra og íslenskra embættismannaætta, sem eftir örfáar vikur náðu undirtök- unum aftur. Síðan hafa kennismiðir íslenskrar sögu reynt að hunsa þá borgaralegu byltingu sem hér var gerð sumarið 1809. Við höfum aldrei sett Jörgen Jörgensen á þann stall sem honum ber í sjálfstæðisbaráttu okkar. Hann var þrátt fyrir alla sína galla of stór fyrir okkur, við of smá fyrir hann. Ævihlaup Jörgens Jörgensen var ævintýralegt, raunar svo ævintýralegt að honum hentar ekki snið einnar ævi. Hann var einn fárra manna sinnar tíðar sem litu heiminn horn- anna á milli og á langri för sinni um höf og lönd var hann ekki einnar borgar maður heldur margra, skóp sögu ekki einnar eyjar í norður höfum heldur líka annarrar eyjar í suðurhöfum, Tasmaníu. Hann lifði hátt og féll lágt, spilaði djarft og aldrei var ró í kringum hann. Var nema von að hér á landi væri saga hans afgreidd sem skrýtla – skopsaga um mann sem seildist hærra en staða hans leyfði? Það tók Íslendinga næstum heila öld að þrefa og þrátta um sjálfstæði sitt sem hann hreppti frá dönskum embættismönnum, sumum íslenskum, á nokkrum sólar hringum. Og nú lítum við þann möguleika raunsæjum augum að við festum ráð okkar enn frekar við Evrópu: kall Napóleons tímans með sínum róttæku hugmyndum um jafnan rétt manna um alla álfuna til samskipta og viðskipta er enn krafa dagsins. Í tvær aldir hefur múgamönnum álfunnar verið att saman í átök í hernaði og viðskiptum milli múra sem sérgæslumenn reisa sjálfum sér til heilla. Slíka múra brjóta leiðtogar eins og Jörgensen. Engin merki sjást um það hjá Íslendingum um þessar mundir að þeim sé að lærast að meta Jörgen Jörgensen að verðleikum; að þeir kunni að fagna honum sem þeim frelsisanda sem hann í raun var. Máski vegna þess að hann er í mörgu svo líkur okkur. Við viljum ekki þekkja hann í okkur, né okkur í honum. Hann er ekki nógu fínn. Sjálfstæðið 1809: Hrappur, hrókur, reyfari PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Um stöðugleikasáttmál-ann má segja að hann sé ágætur svo langt sem hann nær. Hann var betur gerður en ógerður. Að því leyti sem hann felur í sér nýmæli er fagnaðarefni að um þau skuli ríkja breið samstaða. Sáttmálinn stendur hins vegar ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerð- ar. Hann markar því ekki nýtt upp- haf að endurreisn þjóðarbúskapar- ins. Of mörg stór mál eru óleyst til þess að unnt sé að segja með sanni að sáttmálinn sé metnaðarfullur. Framlenging kjarasamninga tryggir stöðugleika á vinnumark- aði fram undir lok næsta árs. Það hefur ótvírætt gildi. Að því leyti er sáttmálinn góður áfangi á langri leið. Að öðru leyti geymir hann fátt annað en fyrri ríkisstjórn hafði þegar samið um í samstarfs- samningnum við Alþjóða- gjaldeyrissjóð- i n n . Stjór n - völd eru þegar á eftir áætlun að koma þeirri stefnumörkun í framkvæmd. Nýi sáttmál- inn breytir ekki miklu þar um. Af nýmælum má nefna að tak- mörk eru sett fyrir aukinni skatt- heimtu. Það er jákvætt. Mörkin sem sett eru þýða hins vegar að of lítið af vandanum á að leysa með skipulagsbreytingum og hagræðingu í opinberum rekstri. Sáttmálinn takmarkar beinlínis svigrúm ríkisvaldsins til þess að beita sömu aðferðum við lækkun launa kostnaðar hjá opinberum aðilum eins og þegar hefur gerst á almennum vinnumarkaði. Auk þess að takmarka hagræðingar- möguleika felur þetta í sér mis- munun. Ríkisfjármáladæmið til lengri tíma er enn óvissu háð. Um markmið varðandi lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta er ekkert umfram það sem felst í samningnum við Al þjóða gjaldeyris- sjóðinn. Nýmæli er á hinn bóginn að ákveðið er að einkavæða bank- ana og koma hluta þeirra í erlenda eigu. Það er forsenda þess að ein- staklingar og fyrirtæki eigi í náinni framtíð möguleika á láns- fé á samkeppnishæfum kjörum. Jákvæðu pólitísku tíðindin í þessu eru þau að þingmenn og ráðherrar VG sýnast hafa samþykkt einka- væðingu og erlent eignarhald. Það er mikilvæg stefnubreyting af þeirra hálfu. Ágætur sáttmáli svo langt sem hann nær Mesta athygli vekur að ríkisstjórnin og öll áhrifamestu hags-munasamtök landsins skuli við ríkjandi aðstæður undir- rita stöðugleikasáttmála án þess að minnast á framtíðarstefnu um stöðugleika í peningamálum. Flest- um er ljóst að allt annað er unnið fyrir gýg ef framlengja á þá alvar- legu stjórnarkreppu sem ríkir á því sviði. Ófarir Íslands má að stórum hluta rekja til óstöðugrar örmyntar á opnum alþjóðlegum fjármála- markaði. Valið er einangrun eða evra. Það val snýst um lífskjör. Aðild að Evrópska myntbanda- laginu og Evrópusambandinu er eina raunhæfa leiðin út úr þess- um vanda. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn. Óvíst er um meirihluta fyrir henni með því að hluti ráðherranna og stjórnarþing- mannanna er á móti. Fyrir liggur skýr afstaða VG um að berjast gegn aðildarsamningi verði hann gerður. Framtíðarstefnan í peningamálun- um er þar af leiðandi í algjöru upp- námi. Enginn hefur bent á annan raunhæfan kost en upptöku evru innan myntbandalagsins. Ein af ástæðunum fyrir því að Ísland festist fastar en flestar aðrar þjóðir í fjötrum hafta í kreppunni miklu var ósamstaða um framtíðar- stefnu í peningamálum. Án lausn- ar á þessu undirstöðuatriði stefnir í það sama á ný. Engar skýringar virðist vera á því að ríkisstjórnin lét þetta lykil- atriði sigla sinn sjó í þessum samn- ingum aðrar en óeining innan henn- ar eða forystuleysi. Brýn þörf er á breiðari og ákveðnari pólitískri for- ystu um þetta stóra viðfangsefni. Er hún til? Tíminn er núna. Engin sýn á stöðugleika í peningamálum Fyrir fáum dögum var frá því greint að Efnahags- og framfarastofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að forsenda hagvaxtar á Íslandi væri aukin áhersla á frekari nýt- ingu orku. Í því ljósi vekur athygli að það eina sem sagt er í stöðugleika- sáttmálanum um orkunýtingu til þess að efla hagvöxt eru tilvísanir í samþykktir fyrri stjórnar þar um. Ástæðan fyrir þessu er sú að útilokað var að fá VG til að ganga lengra á þessu sviði við mynd- un núverandi stjórnar. Hluti Sam- fylkingarinnar er jafn tregur í taumi þegar kemur að hagnýtingu þessara möguleika. Óskiljanlegt er með öllu að stöðugleikasáttmáli skuli settur fram án nýrra skilgreindra mark- miða um orku nýtingu. Ofmælt væri að segja að sáttmálinn fæli í sér stöðugleika með stöðnun. En þessi staðreynd gefur ekki sterkan tón um endurreisn með aukinni verðmæta- sköpun. Þá vekur athygli að ríkisstjórnin heldur fast við stefnu sína um veiði- leyfasviptingu gagnvart smábáta- sjómönnum og öðrum útgerðum. Markmið stefnunnar er að innleiða fiskveiðistjórnun með svipuðum efnahagslegum áhrifum og innan Evrópusambandsins. Stefnan er á óhagkvæma útgerð sem leiðir til styrkja og kallar á nýja skattheimtu á almenning. Þörfin fyrir sjávarútveg sem skilað getur hagnaði til að fjár- festa í nýjum atvinnutækifærum á öðrum sviðum hefur hins vegar aldrei verið meiri. Á sama tíma er gerður stöðug leika sáttmáli þar sem málsaðilar leiða hjá sér þann veruleika að framkvæmd gildandi stefnu í sjávarútvegsmálum mun óhjákvæmilega auka á óstöðugleika í höfuðatvinnugreininni. Óstöðugleiki og óvissa um auðlindastjórnun Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.