Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 58
30 27. júní 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tove Jansson rithöfund- ur andaðist þennan dag árið 2001. „Fólk getur aldrei verið raun- verulega frjálst ef það lítur of mikið upp til einhvers.“ Tove var Finnlandssænskur rithöfundur. Starfsævi hennar náði yfir meira en sjötíu ár og þekktust var hún fyrir bækur sínar um Múmínálfana. MERKISATBURÐIR 1835 Vísur Íslendinga, Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur eftir Jónas Hall- grímsson, eru fyrst sungn- ar opinberlega. 1855 Danska gufuskipið Thor kemur til Reykjavíkur. Er það fyrsta gufuskipið sem kemur til Íslands. 1921 Rafstöðin við Elliðaár er vígð. 1930 Skógræktarfélag Íslands er stofnað á Þingvöllum. 1990 Bob Dylan heldur tónleika í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar. 2006 Samkynhneigðir á Íslandi fá jafna réttarstöðu á við gagnkynhneigða varðandi skráningu í sambúð. 2007 Gordon Brown tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands. Fyrsta kvikmyndasýn- ingin á Íslandi fór fram í Góðtemplarahús- inu á Akureyri þenn- an dag árið 1903. Það voru herramenn að nafni Fernander og Hallseth sem sýndu og meðal myndanna var franska mynd- in Le Voyage dans la lune frá árinu 1902, eða Ferðin til tungls- ins, sem var fyrsta vís- indamyndin sem gerð var. Í tölublaði Norð- urlands 4. júlí segir að sýningarnar hafi síður en svo valdið vonbrigðum heldur hafi orðið að sýna sjö sinnum til að fullnægja eftirspurn- inni „þrátt fyrir loft- leysi og feikihita - þar sem loka varð glugg- um og dyrum til þess að gera aldimmt inni - sat þar húsfyllir og skemmti sér hið besta. Ýmsir tóku það jafn- vel fram að betur hefðu þeir ekki skemmt sér á ævi sinni.“ Vitnað var í norsk, sænsk og finnsk blöð sem luku lofsorði á sýningar Fernanders og Hallseths enda yrðu myndir afbragðsfallegar með vél Edisons sem notuð væri. Hreyfingarnar sæjust alveg eins og þær væru í lífinu. ÞETTA GERÐIST: 27. JÚNÍ 1903 Fyrsta kvikmyndasýningin á Íslandi „Ég treysti flugvélum alveg hund rað prósent því ég veit hversu öruggar þær eru,“ segir Sigrún Bender, sem nýlega hóf feril sinn sem atvinnu flugmaður hjá Iceland Express, fyrst íslenskra kvenna. Spurð hvað heilli hana við starfið segir hún það frelsið við að vera í háloftunum. „Allir eiga sinn eftirlætis stað og mér líður langbest í flugvél. Það er bara þannig.“ Sigrún er 23 ára og þjóðinni kunn sem fegurðardrottning. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppnum á árunum 2004 og 2005 bæði hér heima og erlendis en kveðst ekki hafa látið þær slá sig út af laginu í flugnáminu. „Ég var þá á fullu í atvinnuflugmannsprófinu. Svo eignaðist ég barn á síðasta ári og það truflaði heldur ekki áform mín um að verða flugmaður. Það hefur allt- af verið stefnan.“ Hvernig skyldi hún hafa fengið bakteríuna? Eru flugmenn í fjölskyldunni? „Nei, enginn í minni ætt svo ég viti. Ég ákvað þetta upp á mitt eindæmi. Fór með foreldrunum til London þegar ég var níu ára og fékk að fara inn í flugstjórnarklefann því þetta var fyrir 11. september. Ég heill- aðist algerlega og eftir það varð eigin- lega ekki aftur snúið. Ég fór fimmtán ára í fyrsta flugtímann minn og fékk flugskírteini sextán ára, áður en ég fékk bílpróf. Í það heila tók námið um fimm ár. Flugnám er dýrt og verklegi þáttur þess ekki lánshæfur hjá LÍN en ég vann fyrir stórum hluta af flug- inu jafnóðum og því tók það þennan tíma.“ Sigrún er í flugklúbbi og því með að- gang að litlum vélum sem hún hefur getað flogið að vild. Þannig kveðst hún hafa viðhaldið kunnáttunni. „Ég kenndi líka hjá Flugskóla Íslands svolítinn tíma. Þá var öll starfsemin á Reykja- víkurflugvelli þannig að ófáar stund- irnar hafa farið í flug yfir Reykjavík og Suðurlandið.“ Nú eru það vélar á borð við Boe- ing 757 sem Sigrún stjórnar á hinum ýmsu flugleiðum Iceland Express, svo sem til Alicante, Kaupmannahafnar, London og Varsjár. Í fyrsta fluginu lenti hún í brjáluðu veðri en kveðst ekki hafa fundið fyrir ótta. „Það er meðal annars það sem verið er að leita að í flugmönnum, að vera rólegir við slíkar aðstæður. Ég var líka með mjög reyndum flugstjóra,“ segir hún en kveðst algerlega meðvituð um þá miklu ábyrgð sem starfinu fylgi. Spurð hvort hún stefni að því sjálf að verða flugstjóri brosir hún og svarar: „Já, í eðlilegri framvindu verður flugmað- ur flugstjóri á endanum en það tekur sinn tíma. Svo er allt háð framboði og eftirspurn.“ gun@frettabladid.is SIGRÚN BENDER: ER FYRSTI KVENFLUGMAÐURINN HJÁ ICELAND EXPRESS Mér líður langbest í flugvél FLUGMAÐURINN „Ófáar stundirnar hafa farið í flug yfir Reykjavík og Suðurlandið,“ segir Sigrún Bender. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Jónsdóttir Melagötu 15, Neskaupstað, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 24. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gunnar Jónsson, börn, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Lárusdóttir húsfreyja og hannyrðakona á Hlíðarenda við Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 25. júní. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 2. júlí kl. 13.30. Baldur Halldórsson Ingvar Baldursson Jónína Valdimarsdóttir Ólafur Lárus Baldursson Jóhanna Lára Árnadóttir Baldur Örn Baldursson María Arnfinnsdóttir Halldór Guðmundur Baldursson Anna Katrín Þórsdóttir Sigurður Hólmgeir Baldursson Hildur Magnúsdóttir Ingunn Kristín Baldursdóttir Helgi Pálsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir. Hjartkær móðir mín, Lýdía Bergmann Þórhallsdóttir Ásvallagötu 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 29. júní kl. 11.00. Magnús Bergmann Ásgeirsson. Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og mágkona, Hlédís Gunnarsdóttir Snægili 9, Akureyri, varð bráðkvödd á heimili sínu þriðjudaginn 23. júni. Jarðarförin fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi fimmtudaginn 2. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elvar Pálsson Kristveig Árnadóttir Ómar Gunnarssson Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir Árni Grétar Gunnarsson Margrét Sigurðardóttir MOSAIK Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Guðjónsdóttir Vesturbergi 8, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 20. júní síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 13.00. Málfríður Helga Jónsdóttir Sigríður Sigurjónsdóttir Jón Helgi Bragason Margrét Jónsdóttir Anna Sigurborg Ólafsdóttir Freyr Bragason Halldóra Brynjarsdóttir Ingi Rafn Ólafsson Nathalía D. Halldórsdóttir Sigurjón Ólafsson Sigurveig Þórhallsdóttir og barnabarnabörn. 70 ára afmæli Guðbjörg Ársælsdóttir fagnar sjötugsafmæli sínu á Sjávar- barnum, Grandagarði 9, sunnudaginn 28. júní nk. kl. 12.00 á hádegi. Allir vinir og ætting jar inni- lega velkomnir. Hefðbundnir pakkar auðmjúkt afþakkaðir en ferðabaukur verður á staðnum. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur J. Gunnarsson lést fimmtudaginn 18. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arnheiður Anna Ólafsdóttir Jón Páll Baldvinsson Hafþór Ólafsson Ásthildur Lóa Þórsdóttir Bjargey Ólafsdóttir Guðlaug Erla Jónsdóttir Ólafur Baldvin Jónsson Þór Símon Hafþórsson Bjarki Páll Hafþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.