Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. júní 2009 19 Duncan McKnight féll út um glugga þessa húss við Skólavörðustíg og slasaðist lífshættulega. gera það gott og sýruskotin rokk- tónlist þeirra virtist fara vel í Berl- ínarbúa. Strákarnir voru á mörkum þess að landa stórum plötusamn- ingi og þeir sáu fram á viðburða- ríkt sumar. Þeir eru þó ekki hætt- ir, þótt þeir þurfi aðeins að hægja á sér. „Það er engu tapað, þessu er bara frestað um stutta stund og svo höldum við bara áfram þegar Duncan er búinn að jafna sig,“ segir Nima. Strákarnir taka undir það og Mike bætir við: „Þetta hefur verið erfiður tími en ég held að þegar við lítum til baka munum við sjá að hann var okkur líka mik- ilvægur. Við munum standa uppi sterkari en áður og ákveðnari í því sem við viljum gera.“ Bjóða öllum í eitt stórt partí Þeir Mike og Nima flugu út til Berlínar í gær. „Við erum staur- blankir og getum ekki verið hérna upp á aðra komnir lengur. Við erum búnir að vera að leita okkur að vinnu en fáum enga. Það besta sem við getum gert fyrir Duncan núna er að fara og reyna að safna peningum fyrir sjúkrahúskostnaði hans,“ segir Nima. Duncan verður eftir á Íslandi og er ekki útséð um hvenær hann getur snúið aftur til síns fyrra lífs. Vonir standa til að hann útskrifist af Grensásdeildinni í ágúst. Hann er að byrja að geta samið tónlist aftur og ætlar að einbeita sér að því og að ná bata. Vinir hans ætla að snúa aftur eins fljótt og þeir geta. „Okkur langar að koma fljótt aftur og taka upp þráðinn með plöt- una,“ segir Mike. Svo ætlum við að halda þakkartónleika, bjóða þang- að öllu hjúkrunarfólkinu sem hefur verið Duncan svo gott og öllum vinum okkar. Þannig þökkum við fyrir okkur.“ Duncan McKnight var ekki með sjúkratryggingu, hvorki í Banda- ríkjunum né í Þýskalandi, þar sem hann hefur búið undanfarin ár. Í báðum löndum var neitað að taka við honum til endurhæfingar. Því var eini kosturinn að semja við íslensk heilbrigðisyfirvöld um aðhlynn- ingu hans. Skuld Duncans við þau hleypur þegar á milljónum. Skilyrði fyrir greiðsludreifingu skuldarinnar var að Íslendingur gengist í ábyrgð fyrir reikningnum. Það gerði einn af vinum hans hér. Vinir hans vilja gera allt til að hann nái heilsu á ný og hafa opnað styrktarreikning til að safna fyrir sjúkrakostnaðinum. Reikningur- inn er í vörslu Kolbeins Soffíusonar. Reikningsnúmerið er 0525-14-401487 og kennitala 240585-3759. SAFNA FYRIR SJÚKRAKOSTNAÐI VINAR SÍNS YFIRTÖKUTILBOÐ TIL HLUTHAFA ALFESCA HF. Lur Berri Iceland ehf. gerir hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu Þann 28. maí 2009 gerðu Lur Berri Holding SAS, Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd. (í greiðslustöðvun) og tilteknir stjórnendur Alfesca hf. (hér eftir nefndir „samstarfsaðilarnir“) með sér samninga um stjórn og rekstur Alfesca hf. (hér eftir nefnt „Alfesca“ eða „félagið“). Samstarfsaðilarnir eiga samtals 68,34% af útgefnu hlutafé félagsins og fara með 68,73% af atkvæðisrétti. Samningar samstarfsaðilanna og kaup Lur Berri Iceland ehf. á hlutum í Alfesca hafa gert það að verkum að skylt er að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, þ.e. að bjóðast til að kaupa hluti þeirra í Alfesca, í samræmi við 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 („VVL“), samanber X. og XI. kafla laganna. Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu Lur Berri Holding SAS, gerir yfirtökutilboð byggt á skilmál- um og skilyrðum sem sett eru fram í opinberu tilboðsyfirliti sem dagsett er 25. júní 2009 („tilboðsyfirlitið“). Tilboðshafar Tilboðið nær til allra hluta í Alfesca sem ekki eru í eigu samstarfsaðilanna eða Alfesca á þeim degi sem tilboðið er gert. Hluthöfum sem skráðir eru í hluthafaskrá Alfesca í byrjun dags 25. júní 2009 mun verða sent tilboðs- yfirlitið, samþykkiseyðublað og svarumslag. Framangreind skjöl eru einnig aðgengileg hjá fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf., Borgartúni 19 í Reykjavík. Jafnframt er hægt að nálgast tilboðsyfirlitið á heimasíðu Nýja Kaupþings banka hf., www.kaupthing.is. Ráðgjafar og umsjónaraðili Ráðgjafar Lur Berri Iceland ehf. og Lur Berri Holding SAS eru MPE Finances og DragonKnight Advisors. Fyrir- tækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf. (hér eftir nefndur „bankinn”) hefur verið ráðin umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Nánari upplýsingar veita verðbréfaráðgjafar bankans í síma 444 7000. Tilboðsverð og greiðsla Tilboðsverðið er 4,5 krónur fyrir hvern hlut í Alfesca, kvaða- og veðbandalausan. Greiðslur fyrir hluti þeirra sem samþykkja tilboðið verða greiddar í íslenskum krónum inn á bankareikning viðkomandi hluthafa sem tilgreindur er á samþykkiseyðublaðinu. Greiðsla verður innt af hendi eigi síðar en fimm viðskiptadögum eftir að gildistími yfirtökutilboðsins rennur út. Tilboðstímabil Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9:00 þann 2. júlí 2009 til kl. 16:00 þann 30. júlí 2009. Samþykki við yfirtöku- tilboðinu verður að hafa borist fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf. eigi síðar en kl. 16:00 þann 30. júlí 2009. Hluthafar bera sjálfir ábyrgð á að samþykkiseyðublaðið hafi borist umsjónaraðila. Lur Berri Iceland ehf. áskilur sér einhliða rétt til að ákveða hvort samþykkiseyðublöð sem berast eftir að gildistími tilboðsins rennur út verði tekin gild. Yfirtökutilboðið getur verið framlengt að því marki sem heimilt er samkvæmt VVL. Afskráning af markaði Ef (i) samstarfsaðilarnir eiga 90% eða meira af útgefnu hlutafé og atkvæðisrétti í Alfesca í kjölfar tilboðsins; eða (ii) Alfesca uppfyllir ekki lengur skilyrði til að vera með hluti sína skráða í viðskiptum á aðallista NASDAQ OMX Iceland, munu Lur Berri Iceland ehf. og samstarfsaðilarnir beita sér fyrir því að hlutir Alfesca verði teknir úr viðskiptum á aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Reykjavík, 25. júní 2009 Fyrir hönd Lur Berri Iceland ehf. Fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.