Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 70
42 27. júní 2009 LAUGARDAGUR
Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöð-
versson, eða Siggi Hlö, hefur gefið
út þreföldu safnplötuna Veistu hver
ég var? Sextíu lög eru á plötunum
þremur sem öll nutu vinsælda á
níunda áratugnum.
„Það er búið að gefa út svo mikið
af plötum með blöðrunum en
þarna er ég að tína til gullmolana
sem er ekki búið að maukkeyra í
útvarpi,“ segir Siggi, sem stjórnar
einnig samnefndum útvarpsþætti
á Bylgjunni sem hefur notið mik-
illa vinsælda. „Ég geri ráð fyrir
því að þetta verði söluhæsta plata
sumarsins,“ segir hann kokhraust-
ur um plötuna. „Hún fer í gull, það
er alveg pottþétt.“
Á meðal laga á plötunni eru
Turn Me Loose með Loverboy,
sem er mest umbeðna óskalagið í
útvarpsþættinum, og tvö lög með
Classix Nouveaux sem hafa ekki
verið fáanleg hér á landi. Einn-
ig má nefna slagara á borð við
Do You Really Want To Hurt Me?
með Culture Club og Save A Pray-
er með Duran Duran.
Auk þess að stjórna útvarpsþætt-
inum er Siggi gríðarlega vinsæll
plötusnúður og er bókaður út mest
allt þetta ár. Segja má að hann sé
sá næstvinsælasti á landinu á eftir
Páli Óskari sem er einnig bókaður
langt fram í tímann. „Ég er með
bókun í maí 2010. Ég er bókaður
út þetta ár enda er ég með tveggja
tíma auglýsingaglugga á viku og
fólkið vill fá að heyra þessi lög,“
segir hann.
Á myndinni sem fylgir fréttinni
er Siggi í góðum félagsskap rokk-
aranna í Whitesnake sem komu
hingað til landsins 1990. „Ég var
búinn að fara út og hitta þá og þeir
mundu eftir mér þegar þeir komu
hingað. Ég fór á 100 þúsund manna
rokkhátíð þar sem allir litu út
eins og þeir tveir en ég var smjör-
greiddur,“ segir hann og hlær. - fb
Gullmolar níunda áratugarins
MEÐ WHITESNAKE Siggi Hlö með tveim-
ur meðlimum Whitesnake á veitinga-
staðnum Hard Rock Café árið 1990.
Andri Freyr Viðarsson
leggur nú stund á kvik-
myndanám í Prag. Hann
býr með tveimur karlmönn-
um; drykkjumanni og sam-
kynhneigðum Úrúgvæbúa.
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr
Viðarsson hefur dvalið í Prag frá
því í byrjun júní þar sem hann
leggur stund á kvikmyndagerð í
Prague Film School. Andri segir
námið mjög skemmtilegt og fjöl-
breytt en afar erfitt. „Þetta er
rosalega hart prógramm og ég
hef lítið sem ekkert séð af borg-
inni nema þá bara leiðina frá íbúð-
inni minni og í skólann. Maður
er á milljón frá því klukkan níu
á morgnana alveg til miðnættis,
alla daga vikunnar.“
Aðspurður segist Andri vera
búinn að leikstýra tveimur stutt-
myndum auk þess að aðstoða
bekkjarfélaga sína við upptökur á
þeirra stuttmyndum. Hann segist
hafa uppgötvað leynda hæfileika
í gegnum námið og þykir meðal
annars vera efnilegur leikari og
fantagóður penni. Á meðan á dvöl-
inni stendur deilir Andri íbúð með
tveimur bekkjar bræðrum sínum
og segir hann sambúðina vera
skrautlega. „Þetta er í fyrsta sinn
á ævinni sem ég bý með tveimur
öðrum karlmönnum og þeir eru
meiri svínin. Annar er óskiljan-
legur náungi frá Georgíu sem
drekkur vodka eins og vatn og
hinn er snaröfugur snillingur frá
Úrúgvæ, eða eins og Hómer sagði;
Youaregay.“
Andri snýr heim til Danmerkur,
þar sem hann hefur verið búsett-
ur um hríð, um miðjan júlí og
segist hlakka mikið til heimkom-
unnar. „Ég er ekki mikið fyrir til-
breytingu. Ég sakna konunnar og
húsbóndastólsins aðeins of mikið.
Annars er lífið hér í Danmörku
alveg yndislegt og ég stefni á að
vera hér eitthvað áfram, læra
dönskuna betur og fara jafnvel í
meira kvikmyndanám.“
sara@frettabladid.is
SAKNAR KONUNNAR OG
HÚSBÓNDASTÓLSINS MIKIÐ
ANDRI FREYR Í PRAG Útvarps-
maðurinn Andri Freyr Viðars-
son dvelst í Prag þar sem hann
er í kvikmyndaskóla. Námið
er stíft, frá morgni og fram til
miðnættis.
SparBíó
STÍGVÉLAÐI KÖTTUR ísl tali
kl. 2 í Álfabakka .kl. 4
á AK. kl 3.40 á Selfossi
HANNAH MONTANA ísl tali
kl. 1:30 í Álfabakka
TRANSFORMERS 2
kl. 2 í Álfabakka í Keflavík og á Akureyri,
kl. 1 í Kringlunni
550kr
550kr
550kr
THE HANGOVER
kl. 2 í Álfabakka og í Kringlunni
550kr
TILBOÐSVERÐ
KL.1 SMÁRABÍÓ
KL.3.30 HÁSKÓLABÍÓ
KL.4 HÁSKÓLABÍÓ
KL.4 BORGARBÍÓ
KL.1 SMÁRABÍÓ
KL.1 SMÁRABÍÓKL.4
HÁSKÓLABÍÓ
KL.3 HÁSKÓLABÍÓ
KL.4 BORGARBÍÓ
KL.1 SMÁRABÍÓ
550kr.
550kr.
550kr.
550kr. 550kr.
550kr.
40.000 GESTIR
VINSÆLASTA MYNDIN
FRÁ LEIKSTJÓRANUM MICHAEL BAY ásamt
stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og
kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox
FLOTTASTA
HASARMYND
SUMARSINS
SÝNINGAR
um land allt
POWER
TRANSFORMERS 2 kl. 1D - 4D - 7D - 10D 10
THE HANGOVER kl. 2-4 - 6D - 7 - 8D - 9:10 - 10:20D 12
CORALINE 3D m/ísl.tali kl. 2(3D) - 4(3D) L
POWER
TRANSFORMERS 2 kl. 2D - 5D - 8D - 11D 10
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11
THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 -
8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12
MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 10
ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 12
STAR TREK XI kl. 10:20 10
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 2 - 4 - 6 L
HANNAH MONTANA kl. 1:30 - 3:40 L
MONSTERS VS ALIENS m/ísl.tali kl. 1:30 L
POWER
POWER
POWER
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 12
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 2 L
HANNA MONTANA kl. 4 L
HANGOVER kl. 6 - 8 - 10 12
KYNNTU ÞÉR SÝNINGARTÍMA Á SELFOSSI
OG Í KEFLAVÍK Á WWW.SAMBIO.IS
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
10
10
16
7
7
L
12
L
14
YEAR ONE kl. 4 - 5.50 - 8 - 10.10
GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.50
KILLSHOT kl. 8 - 10
GULLBRÁ kl. 4
7
7
12
L
TRANSFORMERS 2 kl. 1 - 5 - 8 - 11 D
TRANSFORMERS 2 LÚXUS kl. 2 - 5 - 8 - 11 D
LESBIAN VAMPIRE KILLERS kl. 8 - 10
YEAR ONE kl. 1-3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.45 - 8
GULLBRÁ kl. 1 - 3
TERMINATOR: SALVATION kl. 10.30
NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 1 - 3.30
ANGELS & DEMONS kl. 5
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
5%
12
7
7
L
14
TYSON kl. 4 - 6 - 8 - 10
YEAR ONE kl. 3.30 - 5.50 - 8 - 10.10
GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 8 - 10.15
GULLBRÁ kl. 4 - 6
ANGELS & DEMONS kl. 3 - 6 - 9
SÍMI 530 1919
16
7
12
14
L
LESBIAN VAMPIRE KILLERS kl. 4 - 6 - 8 - 10
YEAR ONE kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
TERMINATOR kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30
ANGELS & DEMONS kl. 5.30 - 8.30
NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 3
600kr.
fyrir börn
750kr.
fyrir fullorðna
SÍMI 551 9000
750 KR. FULLORÐNIR
600 KR. BÖRN
750 KR. FULLORÐNIR
600 KR. BÖRN
- bara lúxus
Sími: 553 2075
TRANSFORMERS 2 - POWER kl. 1.35, 4.15, 7, 10 10
YEAR ONE kl. 2, 4, 6, 8 og 10 7
GHOSTS OF GIRLFRIENDS PAST kl. 6 og 8 7
GULLBRÁ kl. 2 og 4 - Ísl. tal L
TERMINATOR SALVATION kl. 10 14
550 kr. í b íó . G i l d i r á a l l ar sýn ingar merk tar með rauðu!
POWERSÝNINGKL. 10.00
FLOTTASTA HASARMYND
SUMARSINS