Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 10
10 27. júní 2009 LAUGARDAGUR INDLAND Fíll er skreyttur með máln- ingu í Jagannath-hofinu í Ahmadabad á Indlandi fyrr í vikunni. Haldið var upp á svokallað Rath Yatra í 132. sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Minnstar líkur eru á því að bændur og garðyrkjumenn fái krabbamein, en mestar líkur á krabbameini eru meðal starfs- stétta sem hafa auðvelt aðgengi að tóbaki og áfengi, eins og starfsfólk veitingastaða. Þetta eru niðurstöð- ur umfangsmikillar rannsóknar á Norðurlöndunum á nýgengi krabba- meina meðal starfsstétta. Fylgst var með fimmtán millj- ónum manna á aldrinum 30 til 64 ára í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Fylgst var með hópunum í allt að 45 ár. Alls greind- ust 2,8 milljónir af fimmtán með krabbamein á tímabilinu. Algeng- ustu krabbameinin voru krabba- mein í blöðruhálskirtli hjá körlum og brjóstakrabbamein hjá konum. Á tímabilinu greindust tæplega 400 þúsund karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli og rúmlega 370 þúsund konur með brjóstakrabba- mein. Lífshættir, menntun og aðrar aðstæður starfsstétta hafa afger- andi áhrif á krabbameinstíðnina, að því er fram kemur í rannsókninni. Vinnutengdir þættir eru líka mikil- vægir í því samhengi. Þannig eru reykinga- og áfengistengd krabba- mein mjög tengd starfshópum. Starfsmönnum veitingahúsa og körl- um í tóbaksiðnaði er þannig hætt- ast við að fá lungnakrabbamein, sem og karlar í drykkjarvörufram- leiðslu, farmenn og fiskimenn. Lítið var um sams konar krabbamein hjá háskólamenntuðum stéttum svo og bændum og garðyrkjumönnum. Lítið var einnig um blöðruháls- krabbamein hjá sömu stéttum, en það var algengast hjá körlum sem störfuðu á veitingahúsum. Lifrar- krabbamein var algengt hjá starfs- stéttum þar sem aðgengi að áfengi var auðvelt, eins og starfsfólki veit- ingahúsa og fólki í drykkjarvöru- framleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í rannsókn af þessu tagi, en Krabbameinsskrá Íslands og Rannsóknarstofa í vinnuvernd stóðu að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Upplýsingar úr manntali fengust frá Hagstofu Íslands og tveir íslensk- ir prófessorar, þær Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir og Laufey Tryggvadóttir, eru meðal höfunda rannsóknarinnar. thorunn@frettabladid.is Vinna hefur áhrif á tíðni krabbameins Lífshættir, menntun og aðrar aðstæður hjá starfsstéttum hafa mikil áhrif á krabbameinstíðni. Starfsfólk veitingahúsa er í mestri hættu að fá krabbamein en bændur og garðyrkjumenn eru í minnstri hættu. VEITINGAHÚS Mestar líkur á krabbameini eru meðal starfsstétta þar sem aðgengi að áfengi og tóbaki er auðvelt, líkt og hjá starfsfólki veitingahúsa. Myndin er ekki tengd fréttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA MENNTUN Miðstjórnarfundur Bandalags háskólamanna lýsti fullum vilja til þess að taka þátt í því endurreisnarsamstarfi sem fram undan er. Þetta kom fram í ályktun fundarins á fimmtudag. Fundurinn samþykkti aðild að stöðugleikasáttmálanum og árétt- aði að menntun væri verðmætasta auðlind þjóðarinnar. „Í þeim bráðaaðgerðum sem nú er unnið að þarf sérstaklega að huga að nýliðun háskólamennt- aðra á vinnumarkaði þannig að verðmæt þekking fari ekki for- görðum,“ segir í ályktuninni. - vsp Bandalag háskólamanna: Verðmætasta auðlindin er menntun DÓMSMÁL Meintur fíkniefnasmygl- ari, Rúnar Þór Róbertsson, tapaði í gær meiðyrðamáli sem hann höfð- aði á hendur blaðamanni og rit- stjóra DV. Síðan málið var höfðað hefur Rúnar aftur verið handtek- inn grunaður um fíkniefnasmygl. Rúnar var kallaður kókaínsmygl- ari á forsíðu DV í fyrra þegar málið var til meðferðar, sem varðaði inn- flutning á fjórum kílóum af kóka- íni sem falin voru í Benz-bifreið. Rúnar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en var síðan sýknaður af innflutningnum líkt og meðákærði, Jónas Árni Lúðvíksson. Segir í dómnum að eðlilegt sé að fjölmiðlar fjalli um dómsmál áður en dómur í þeim fellur. Breyti engu þar um þótt umrædd fyrirsögn hafi verið færð í stílinn. Rúnar og Jónas voru síðan í apríl á þessu ári handteknir að nýju, nú grunaðir um að vera höfuðpaur- arnir í umfangsmesta smyglmáli Íslandssögunnar, þegar yfir 100 kíló af fíkniefnum voru flutt til landsins með skútunni Sirtaki. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi. Rúnar fékk gjafsókn frá ríkinu vegna málsins og greiðir almenn- ingur því fyrir málshöfðunina. Sig- urjóni M. Egilssyni, þáverandi rit- stjóra DV, og blaðakonunni Erlu Hlynsdóttur er gert að greiða sinn málskostnað úr eigin vasa. - sh Ritstjóri og blaðakona DV sýknuð af meiðyrðum í garð smyglskútumanns: Grunaður smyglari tapar dómsmáli Í VARÐHALDI Rúnar situr nú í gæsluvarð- haldi grunaður um að skipuleggja mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Áslaug Baldursdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Stúd- entablaðsins skólaárið 2009 til 2010. Í tilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að Áslaug hafi víð- tæka reynslu á sviði fjölmiðla. Hún hafi meðal ann- ars unnið sem skrifta og útsendingarstjóri frétta á Stöð 2, sem fréttaþulur í þætt- inum Íslandi í bítið á Bylgjunni og sem dagskrár- og útsendingar- stjóri þáttarins Með hausverk um helgar. Áslaug tekur við ritstjórastöð- unni af Bryndísi Björnsdóttur. -kg Stúdentablað Háskólans: Áslaug ráðin nýr ritsjóri ÁSLAUG BALDURSDÓTTIR DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Maðurinn sló danskan sjóliða með glerglasi í höfuðið fyrir utan skemmtistaðinn Thorvaldsen Bar í Reykjavík á nýársnótt 2008. Sjóliðinn hlaut tvo skurði, annan framan framan við annað eyrað, og alvarlega slagæðablæðingu. Árásin var talin algjörlega til- efnislaus. Dyraverðir stukku á árásarmanninn og héldu honum þar til lögreglan kom á vettvang. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Þrír mánuðir af fangelsisdómnum eru skilorðsbundnir. - jss Hættuleg líkamsárás: Sló danskan sjó- liða með glasi UTANRÍKISMÁL Ragna Árnadótt- ir, dóms- og kirkjumálaráðherra, fundaði í gær með norræn- um ráðherrum útlendingamála í Lardal í Nor- egi. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Á fundinum mun meðal ann- ars hafa verið rætt um ólögráða börn sem sækja um hæli á Norður- löndunum. Einnig var fjallað um álitaefni sem tengjast endursend- ingum hælisleitenda til Grikk- lands á grundvelli hins svokallaða Dyflinnarsamnings. - kg Ráðherrar útlendingamála: Ræddu um hælisleitendur RAGNA ÁRNADÓTTIR VERÐLAUN Ferðafélag Íslands er meðal 63 aðila sem keppa um Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009. Rúm- lega helmingur tilnefninga að þessu sinni kemur frá Svíþjóð. Umhverfisverðlaunin, sem eru um 350.000 danskar krón- ur, verða nú veitt í fimmtánda sinn og fer verðlaunaafhendingin fram á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í lok október. Meðal annarra sem eru til- nefndir eru Sænska vistferða- lagið, Náttúru- og umhverfis- samtökin í Finnlandi og danska skólaverkefnið Skógurinn í skól- anum. - kg Verðlaun Norðurlandaráðs: Ferðafélag Íslands tilnefnt VIÐSKIPTI Sprenging hefur orðið í sölu á notuðum tjaldvögnum og fellihýsum segja framkvæmda- stjóri Seglagerðarinnar Ægis og sölustjóri Ellingsen. „Við höfum ekki átt meira en einn notaðan tjaldvagn inni hjá okkur í allt sumar, þetta selst alveg um leið,“ segir Björgvin Barðdal, fram- kvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Venjulega eigum við um 50 stykki á lager,“ bætir hann við. „Við eigum eitt notað fellihýsi, á sama tíma í fyrra áttum við um fimmtíu,“ segir Angantýr Agnars- son, sölustjóri í Ellingsen. „Ódýr fellihýsi, það er að segja þau sem kosta um hálfa og upp í milljón, þau fara bara samdægurs.“ Hann segir enn fremur að mikil sala sé í búsáhöldum, borðum, stólum og öðru sem hugsað er til útilegu. Björgvin segir að vegna geng- is krónunnar sé það ekki talið hagkvæmt að flytja inn ný felli- hýsi. „Það myndi kosta út úr búð frá tveimur og hálfri milljón upp í þrjár meðan við erum að bjóða fellihýsi framleitt 2008 á 1,6 upp í tvær milljónir,“ útskýrir Björg- vin. En efnahagsástandið hefur einnig haft aðrar breytingar í för með sér sem Angantýr hefur tekið eftir. „Það sem kemur mér einna mest á óvart er að 90 pró- sent af sölunni okkar er stað- greidd, fólk er greinilega aðeins að kaupa það sem það hefur pen- ing fyrir,“ segir hann. - jse Notaðir og ódýrari tjaldvagnar sem og fellihýsi seljast eins og heitar lummur: Flestir staðgreiða fellihýsin BJÖRGVIN BARÐDAL Í SEGLAGERÐINNI Þeir staldra ekki lengi við tjaldvagnarnir í Seglagerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.