Fréttablaðið - 27.06.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 27.06.2009, Síða 10
10 27. júní 2009 LAUGARDAGUR INDLAND Fíll er skreyttur með máln- ingu í Jagannath-hofinu í Ahmadabad á Indlandi fyrr í vikunni. Haldið var upp á svokallað Rath Yatra í 132. sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Minnstar líkur eru á því að bændur og garðyrkjumenn fái krabbamein, en mestar líkur á krabbameini eru meðal starfs- stétta sem hafa auðvelt aðgengi að tóbaki og áfengi, eins og starfsfólk veitingastaða. Þetta eru niðurstöð- ur umfangsmikillar rannsóknar á Norðurlöndunum á nýgengi krabba- meina meðal starfsstétta. Fylgst var með fimmtán millj- ónum manna á aldrinum 30 til 64 ára í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Fylgst var með hópunum í allt að 45 ár. Alls greind- ust 2,8 milljónir af fimmtán með krabbamein á tímabilinu. Algeng- ustu krabbameinin voru krabba- mein í blöðruhálskirtli hjá körlum og brjóstakrabbamein hjá konum. Á tímabilinu greindust tæplega 400 þúsund karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli og rúmlega 370 þúsund konur með brjóstakrabba- mein. Lífshættir, menntun og aðrar aðstæður starfsstétta hafa afger- andi áhrif á krabbameinstíðnina, að því er fram kemur í rannsókninni. Vinnutengdir þættir eru líka mikil- vægir í því samhengi. Þannig eru reykinga- og áfengistengd krabba- mein mjög tengd starfshópum. Starfsmönnum veitingahúsa og körl- um í tóbaksiðnaði er þannig hætt- ast við að fá lungnakrabbamein, sem og karlar í drykkjarvörufram- leiðslu, farmenn og fiskimenn. Lítið var um sams konar krabbamein hjá háskólamenntuðum stéttum svo og bændum og garðyrkjumönnum. Lítið var einnig um blöðruháls- krabbamein hjá sömu stéttum, en það var algengast hjá körlum sem störfuðu á veitingahúsum. Lifrar- krabbamein var algengt hjá starfs- stéttum þar sem aðgengi að áfengi var auðvelt, eins og starfsfólki veit- ingahúsa og fólki í drykkjarvöru- framleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í rannsókn af þessu tagi, en Krabbameinsskrá Íslands og Rannsóknarstofa í vinnuvernd stóðu að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Upplýsingar úr manntali fengust frá Hagstofu Íslands og tveir íslensk- ir prófessorar, þær Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir og Laufey Tryggvadóttir, eru meðal höfunda rannsóknarinnar. thorunn@frettabladid.is Vinna hefur áhrif á tíðni krabbameins Lífshættir, menntun og aðrar aðstæður hjá starfsstéttum hafa mikil áhrif á krabbameinstíðni. Starfsfólk veitingahúsa er í mestri hættu að fá krabbamein en bændur og garðyrkjumenn eru í minnstri hættu. VEITINGAHÚS Mestar líkur á krabbameini eru meðal starfsstétta þar sem aðgengi að áfengi og tóbaki er auðvelt, líkt og hjá starfsfólki veitingahúsa. Myndin er ekki tengd fréttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA MENNTUN Miðstjórnarfundur Bandalags háskólamanna lýsti fullum vilja til þess að taka þátt í því endurreisnarsamstarfi sem fram undan er. Þetta kom fram í ályktun fundarins á fimmtudag. Fundurinn samþykkti aðild að stöðugleikasáttmálanum og árétt- aði að menntun væri verðmætasta auðlind þjóðarinnar. „Í þeim bráðaaðgerðum sem nú er unnið að þarf sérstaklega að huga að nýliðun háskólamennt- aðra á vinnumarkaði þannig að verðmæt þekking fari ekki for- görðum,“ segir í ályktuninni. - vsp Bandalag háskólamanna: Verðmætasta auðlindin er menntun DÓMSMÁL Meintur fíkniefnasmygl- ari, Rúnar Þór Róbertsson, tapaði í gær meiðyrðamáli sem hann höfð- aði á hendur blaðamanni og rit- stjóra DV. Síðan málið var höfðað hefur Rúnar aftur verið handtek- inn grunaður um fíkniefnasmygl. Rúnar var kallaður kókaínsmygl- ari á forsíðu DV í fyrra þegar málið var til meðferðar, sem varðaði inn- flutning á fjórum kílóum af kóka- íni sem falin voru í Benz-bifreið. Rúnar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en var síðan sýknaður af innflutningnum líkt og meðákærði, Jónas Árni Lúðvíksson. Segir í dómnum að eðlilegt sé að fjölmiðlar fjalli um dómsmál áður en dómur í þeim fellur. Breyti engu þar um þótt umrædd fyrirsögn hafi verið færð í stílinn. Rúnar og Jónas voru síðan í apríl á þessu ári handteknir að nýju, nú grunaðir um að vera höfuðpaur- arnir í umfangsmesta smyglmáli Íslandssögunnar, þegar yfir 100 kíló af fíkniefnum voru flutt til landsins með skútunni Sirtaki. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi. Rúnar fékk gjafsókn frá ríkinu vegna málsins og greiðir almenn- ingur því fyrir málshöfðunina. Sig- urjóni M. Egilssyni, þáverandi rit- stjóra DV, og blaðakonunni Erlu Hlynsdóttur er gert að greiða sinn málskostnað úr eigin vasa. - sh Ritstjóri og blaðakona DV sýknuð af meiðyrðum í garð smyglskútumanns: Grunaður smyglari tapar dómsmáli Í VARÐHALDI Rúnar situr nú í gæsluvarð- haldi grunaður um að skipuleggja mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Áslaug Baldursdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Stúd- entablaðsins skólaárið 2009 til 2010. Í tilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að Áslaug hafi víð- tæka reynslu á sviði fjölmiðla. Hún hafi meðal ann- ars unnið sem skrifta og útsendingarstjóri frétta á Stöð 2, sem fréttaþulur í þætt- inum Íslandi í bítið á Bylgjunni og sem dagskrár- og útsendingar- stjóri þáttarins Með hausverk um helgar. Áslaug tekur við ritstjórastöð- unni af Bryndísi Björnsdóttur. -kg Stúdentablað Háskólans: Áslaug ráðin nýr ritsjóri ÁSLAUG BALDURSDÓTTIR DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Maðurinn sló danskan sjóliða með glerglasi í höfuðið fyrir utan skemmtistaðinn Thorvaldsen Bar í Reykjavík á nýársnótt 2008. Sjóliðinn hlaut tvo skurði, annan framan framan við annað eyrað, og alvarlega slagæðablæðingu. Árásin var talin algjörlega til- efnislaus. Dyraverðir stukku á árásarmanninn og héldu honum þar til lögreglan kom á vettvang. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Þrír mánuðir af fangelsisdómnum eru skilorðsbundnir. - jss Hættuleg líkamsárás: Sló danskan sjó- liða með glasi UTANRÍKISMÁL Ragna Árnadótt- ir, dóms- og kirkjumálaráðherra, fundaði í gær með norræn- um ráðherrum útlendingamála í Lardal í Nor- egi. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Á fundinum mun meðal ann- ars hafa verið rætt um ólögráða börn sem sækja um hæli á Norður- löndunum. Einnig var fjallað um álitaefni sem tengjast endursend- ingum hælisleitenda til Grikk- lands á grundvelli hins svokallaða Dyflinnarsamnings. - kg Ráðherrar útlendingamála: Ræddu um hælisleitendur RAGNA ÁRNADÓTTIR VERÐLAUN Ferðafélag Íslands er meðal 63 aðila sem keppa um Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009. Rúm- lega helmingur tilnefninga að þessu sinni kemur frá Svíþjóð. Umhverfisverðlaunin, sem eru um 350.000 danskar krón- ur, verða nú veitt í fimmtánda sinn og fer verðlaunaafhendingin fram á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í lok október. Meðal annarra sem eru til- nefndir eru Sænska vistferða- lagið, Náttúru- og umhverfis- samtökin í Finnlandi og danska skólaverkefnið Skógurinn í skól- anum. - kg Verðlaun Norðurlandaráðs: Ferðafélag Íslands tilnefnt VIÐSKIPTI Sprenging hefur orðið í sölu á notuðum tjaldvögnum og fellihýsum segja framkvæmda- stjóri Seglagerðarinnar Ægis og sölustjóri Ellingsen. „Við höfum ekki átt meira en einn notaðan tjaldvagn inni hjá okkur í allt sumar, þetta selst alveg um leið,“ segir Björgvin Barðdal, fram- kvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Venjulega eigum við um 50 stykki á lager,“ bætir hann við. „Við eigum eitt notað fellihýsi, á sama tíma í fyrra áttum við um fimmtíu,“ segir Angantýr Agnars- son, sölustjóri í Ellingsen. „Ódýr fellihýsi, það er að segja þau sem kosta um hálfa og upp í milljón, þau fara bara samdægurs.“ Hann segir enn fremur að mikil sala sé í búsáhöldum, borðum, stólum og öðru sem hugsað er til útilegu. Björgvin segir að vegna geng- is krónunnar sé það ekki talið hagkvæmt að flytja inn ný felli- hýsi. „Það myndi kosta út úr búð frá tveimur og hálfri milljón upp í þrjár meðan við erum að bjóða fellihýsi framleitt 2008 á 1,6 upp í tvær milljónir,“ útskýrir Björg- vin. En efnahagsástandið hefur einnig haft aðrar breytingar í för með sér sem Angantýr hefur tekið eftir. „Það sem kemur mér einna mest á óvart er að 90 pró- sent af sölunni okkar er stað- greidd, fólk er greinilega aðeins að kaupa það sem það hefur pen- ing fyrir,“ segir hann. - jse Notaðir og ódýrari tjaldvagnar sem og fellihýsi seljast eins og heitar lummur: Flestir staðgreiða fellihýsin BJÖRGVIN BARÐDAL Í SEGLAGERÐINNI Þeir staldra ekki lengi við tjaldvagnarnir í Seglagerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.