Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 2
2 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum 2009 vegna ársins 2010. Þjóðhátíðarsjóður minnir á að frestur til að senda umsóknir um styrki 2009 vegna ársins 2010 er til og með 31. ágúst n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 569 9628 og 569 9781 eða á netfanginu: thjodhatidarsjodur@ sedlabanki.is. Að öðru leyti er vísað í ítarlegri auglýsingar sem birtust í stærstu dagblöðunum 27. og 28. júní sl., og fi nna má einnig á vefslóðinni http://www.sedlabanki.is/?PageID=28. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs LÖGREGLUMÁL „Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við telj- um að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgar- svæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglu- konu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagn- rýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði,“ segir Stef- án í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku.“ Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjölda- stjórnunarhópi, óeirðasveit lög- reglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátt- töku, segir Snorri Magnússon, for- maður Landssambands lögreglu- manna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fag- manna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregl- una, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lög- reglunni vegna ónógra fjárveit- inga. Boðaður niðurskurður í lög- reglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjón- ustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélag- inu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjár- hagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér [ … ] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabylt- ingar“ í haust eða vetur,“ segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrir- mælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verk- efnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Svíður að stjórnvöld styðji ekki lögreglu Lögreglumenn láta óánægju í ljós með úrsögn úr óeirðahópi. Kreistum ekki pott úr pelaflösku segir lögreglustjóri. Óvíst hvorum megin línunnar lögreglumenn standa komi til nýrrar búsáhaldabyltingar segir Landssamband lögreglumanna. ÁLAG Mikið mæddi á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunni. Nú hefur talsverður fjöldi lögreglumanna hætt þátttöku í óeirðasveit lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jói, eru svona hreindýr ekki rándýr? „Hreindýr eru ekki rándýr, en Garðar – hann var fokdýr.“ Hausinn af hreindýrinu Garðari prýðir vegg í nýju bakaríi sjónvarpskokksins Jóa Fel við Litlatún. ÚTIVIST Bandarísku bræðurnir Ralph og Robert Brown komu til hafnar í Reykjavík í gærdag. Þeir eru á leið sinni yfir Atlantshafið á litlum og opnum báti, og ætla að freista þess að komast í Heimsmetabók Guinn- ess fyrir afrek sitt. Aðalmarkmið ferðarinnar er þó að safna peningum fyrir særða her- menn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Ralph var í bandaríska hernum fyrir tæpum þrjátíu árum og var í herdeild sem átti að senda til að freista þess að frelsa banda- ríska gísla í Íran. Önnur herdeild var á endanum send og þrír her- menn létu lífið. Þá lofaði Ralph því að heiðra minningu hinna föllnu hermanna. Bræðurnir hófu ferð sína í Tampa í Flórída hinn 27. júní. Þaðan fóru þeir upp með austurströnd Banda- ríkjanna og til Kanada. Þeir komu svo til Nuuk í Grænlandi hinn 30. júlí og fóru svo frá Tasilaq hinn 5. ágúst. Í gær komu þeir svo sem fyrr segir til Reykjavíkur og fara þaðan til Víkur. Frá Vík liggur leið þeirra svo til Færeyja, Englands, Frakk- lands og ferðinni lýkur svo í Frank- furt í Þýskalandi. - þeb Tveir bandarískir bræður heiðra minningu hermanna og setja heimsmet: Yfir Atlantshafið á opnum báti MENNTUN Olíumengun í jarðvegi mun tefja setningu nýs grunnskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð, segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Mengunin kom nokkuð á óvart þegar hún fannst, en hún er talin hafa komið frá hersetuliði Breta í seinni heimstyrjöldinni. Unnið var að því með mengunarvörnum borgar innar og heilbrigðisyfir- völdum að skipta um jarðveg á svæðinu. „Starfsmenn borgarinnar hlógu mikið að þessu, og kölluðu svæðið Drekasvæðið um tíma,“ segir Mar- grét Pála. Vonir standa til þess að olía finnist undir hafsbotninum á svokölluðu Drekasvæði, langt norðaustur af landinu. „Það er bara skemmtilegt að moka burtu gömlum herminjum og setja í staðinn barnaskóla,“ segir Margrét Pála. Setja átti skólann hinn 24. ágúst, en skólasetningu seinkar til 4. september. Samið hefur verið við íþróttafélagið Val um afnot af aðstöðu fyrir nemend- ur þá daga sem beðið er eftir því að skólabyggingin verði tilbúin. Skólabyggingin, sem er um 650 fermetrar, hefur þegar verið sett saman og innréttuð á Selfossi, og verður hún flutt á grunninn í sjö hlutum um næstu helgi, segir Mar- grét Pála. - bj Skólasetning í nýjum grunnskóla tefst vegna olíu: Drekasvæði í Öskjuhlíð STEYPT Sökklar undir skólabygginguna voru steyptir í gær, en byggingin sjálf er tilbúin og verður flutt á grunninn um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í REYKJAVÍKURHÖFN Bræðurnir við komuna til Reykjavíkur í gær. Þeir sigla frá Íslandi til Færeyja á morgun. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R FRAKKLAND, AP Rússneska flutn- ingaskipið Arctic Sea fannst á siglingu við Grænhöfðaeyjar í gær. Ekkert hafði til þess spurst síðan það sigldi um Ermarsund hinn 28. júlí síðastliðinn. Strandgæslan á Grænhöfðaeyj- um staðfesti í gær að þarna væri sama skipið á ferð. Skipið var á leiðinni frá Finn- landi með timburfarm til Alsír þegar það hvarf. Grunur vaknaði um að sjóræningjar hefðu tekið það traustataki, en sú skýring þótti mörgum ótrúverðug. - gb Týnda skipið Arctic Sea: Sást við Græn- höfðaeyjar ARCTIC SEA Ekkert spurðist til þess í sautján daga. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK „Við erum með yfir fjörutíu ketti, allt frá kettlingum til stálp- aðra katta sem eru að leita að framtíðarheimili,“ segir Val- gerður Valgeirsdóttir hjá Dýra- hjálp Íslands en í dag verður ættleiðingar dagur tileinkaður kött- um í Garðheimum. Síðastliðið vor stóð Dýrahjálp Íslands fyrir ættleiðingardögum gæludýra og var þar um alls kyns dýr að ræða. Nú er dagurinn hins vegar helgaður köttum. „Við finnum að tíðin er allt önnur í dag en var. Nú verða þarna til að mynda kettlingar sem ekki hefur gengið að útvega heimili, en það er sjaldgæft að erfitt sé að koma ungviðinu út,“ segir Ásbjörg Una Björnsdóttir hjá Dýrahjálp Íslands. - jma / sjá Allt í miðju blaðsins Ættleiðingardagur Dýrahjálpar: Tíðin allt önn- ur hjá köttum VALGERÐUR VALGEIRSDÓTTIR Vonast til að sem flestir taki að sér kettling í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) ákvað í gær að ganga til viðræðna við Magma Energy um kaup þess á hlut OR í HS Orku. Þetta kemur fram í til- kynningu frá OR. Þar kemur fram að eignarhlut- inn hafi verið í opinberu sölu- ferli frá því í vor. Magma Energy eignaðist nýverið ellefu prósenta hlut í HS Orku. Samhliða viðræðum við Magma mun Orkuveitan leitast við að ná samkomulagi við Hafnar fjarðarbæ um sölu á hlut bæjarins í HS Orku. - kg Orkuveita Reykjavíkur: Gengur til viðræðna við Magma EnergyLögregla stöðvaði ræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær ræktun á 65 kannabis- plöntum í heimahúsi í miðborginni. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn og hann verði yfirheyrður vegna málsins. LÖGREGLUFRÉTTIR Biðst afsökunar á agabroti Þórður Þorgeirsson, sem rekinn var úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum í vikunni, hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni. Þórður var rekinn úr íslenska landsliðinu vegna agabrota. HESTAÍÞRÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.