Fréttablaðið - 15.08.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 15.08.2009, Síða 4
4 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR ALVÖRU SÁLFRÆÐITRYLLIR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK www.bjartur.is Ný stjarna á himni reyfarahöfunda Þýðandi: Bjarni Jónsson BEINT Í 3. SÆTI METSÖLULISTA EYMUNDSSON D Y N A M O D Y N A M O M R E Y K J R E Y K JA V A V AA ÍKÍ STJÓRNMÁL Þráinn Bertelsson hyggst segja sig úr þingflokki Borgara- hreyfingarinnar eftir helgina. Ástæðuna segir hann vera „róg- burð“ sem Margrét Tryggva dóttir sendi stjórnarmönnum í Borg- arahreyfingunni. Upphaflega var tölvupósturinn ætlaður Katrínu Snæhólm Baldursdóttur varaþing- manni. Í póstinum lýsir Margrét yfir áhyggjum af andlegu ástandi Þráins. Segir hún að mögulega sé Þráinn þunglyndur og hún hafi rætt við sálfræðing sem telji einkennin benda til Alzheimer-sjúkdómsins. „Ég fékk bréf frá Katrínu í gegn- um hóppóstlista og ýtti bara á „reply“. Uppgötvaði ég strax hvað ég hafði gert og bað fólk að virða trúnað,“ segir Margrét Tryggva- dóttir um mistökin. Margt hefur gengið á í hreyfing- unni og skaðað hana að mati Mar- grétar. Ofan á afsögn Þráins hætti Herbert Sveinbjörnsson, formaður hreyfingarinnar, í. Að auki hafa nokkrir stjórnar menn yfirgefið hana. Í gærkvöldi var tilkynnt að Baldvin Jónsson tæki við for- mennsku fram að aðalfundi sem verður haldinn 12. til 13. septemb- er. „Það hefur verið mikil valdabar- átta innan stjórnarinnar,“ segir Margrét. „En við þrjú ætlum að halda áfram. Vinnuframlag Þrá- ins hefur ekki vegið 25 prósent þó að vissulega myndi ég vilja að við værum fjögur,“ segir Margrét en Þráinn hefur ekki mætt á þing- flokksfund hjá hreyfingunni síðan kosið var um þingsályktunartillögu um ESB. Katrín Snæhólm Baldursdóttir, sem átti að fá tölvupóstinn, segir að þetta hafi ekkert með sig að gera, annað en að hún átti að vera við- takandi tölvupóstsins. „Ég hef ekki tekið þátt í neinum umræðum um Þráin nema að við unnum saman í kosningabaráttunni og það var frá- bær samvinna,.“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyfingarinnar, segir að þingflokkurinn hafi reynt til þraut- ar að sættast við Þráin. „Við áttum góðan fund með sáttanefnd þar sem hún bað félaga í stjórninni um að vera ekki að skvetta olíu á eld- inn,“ segir Birgitta. Telur hún hinn eiginlega róg í þessu máli vera að stjórnarmenn hafi lekið bréfaskrift- unum. „Eins og fólk sér á bréfasam- skiptum Þráins og Margrétar má segja að umhyggja hennar sé aðdá- unarverð,“ segir Birgitta. Margrét sendi Þráni afsökunarbréf en hann svaraði henni á ósmekklegan hátt, að mati Birgittu, sem segist engar áhyggjur hafa af hreyfingunni. vidir@frettabladid.is Reyndu til þrautar að sættast við Þráin Þráinn Bertelsson mun segja sig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar eftir tölvupóst. Í póstinum lýsir Margrét Tryggvadóttir áhyggjum af andlegu ástandi Þráins. Baldvin Jónsson er nýr formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar. Þráinn Bertelsson í tölvupósti til stjórnarmanna Borgara- hreyfingarinnar í gær: „Ég mun eftir helgi segja mig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar með form- legri yfirlýsingu á Alþingi“. Í sama tölvupósti Þráins: „Að vísu er þessi tilraun ekki mjög sannfær- andi, en það er ekki vegna þess að bréfritara hafi vantað illviljann held- ur aðeins andlegt atgervi – til að mynda kann Margrét ekki einusinni að stafsetja rétt nafnið á þeim skelfi- lega sjúkdómi sem hún vill bera út að herji á mig“. Margrét til Þráins í gær: „Ég er ekki vön að standa í deilum við nokkurn mann og hef aldrei fyrr upplifað það að einhver félagi minn eða vinur hafi ekki viljað ræða málin við mig.“ Þráinn til Margrétar í gær: „Enn- fremur áskil ég mér allan rétt til að lögsækja þig fyrir róginn fyrir dómstólum.“ Herbert Sveinbjörnsson á heima- síðu sinni í gær: „Það er erfitt að horfa á barnið sitt verða að athlægi og gera sig að fífli, horfa á það breytast í það sem maður fyrirlítur.“ ÞEIRRA EIGIN ORÐ ÞRÁINN BERTELSSON KATRÍN SNÆ HÓLM BALDURSDÓTTIR MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR BIRGITTA JÓNSDÓTTIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 20° 13° 21° 21° 24° 32° 29° 29° 29° 29° 30° 29° 27° 27° 30° 32° 22° Á MORGUN Hæg breytileg átt. Síð- degisskúrir. MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt. Síð- degisskúrir vestan til. HÆGUR UM HELGINA Ágætt veður verður um mest allt land um helgina. Horfur á hægviðri og úrkomu- litlu veðri en á hinn bóginn má búast við súldarfl ákum nyrðra, einkum við ströndina og síðdegisskúrum suðvestan til og fyrir austan. Öllu ákafari eru skúrirnar sem greina má á mánudag á vestanverðu land- inu. Hitinn er á bilinu 10-16 stig. 12 12 11 12 12 11 11 11 13 11 12 3 6 5 6 1 2 5 5 2 1 5 12 12 12 11 10 10 10 12 1112 16 16 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Brasilíski lýtalæknir- inn Hosmany Ramos, sem hand- tekinn var á Keflavíkurflug- velli með falskt vegabréf hinn 9. ágúst, afplán- ar nú þrjátíu daga fangelsis- dóm hér á landi fyrir þær sakir. Ramos er eft irlýst- ur í Brasilíu, en hann fékk heimfararleyfi úr fangelsi yfir jólahátíðina síð- ustu og hefur ekki snúið aftur. Þegar Ramos var handtekinn var hann að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. Hosmany er einn þekktasti glæpa maður Brasilíu og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir morð, mannrán, flugvélaþjófnað og bifreiðasmygl. Fyrir brot sín hefur hann hlotið yfir fimmtíu ára fang- elsisdóm. Að sögn lögreglu á Suður- nesjum var maðurinn handtekinn á sunnudag þegar hann var að koma frá Ósló og var á leið til Kanada. Fréttastofa Vísis.is hefur eftir Smára Sigurðssyni hjá Alþjóða- deild ríkislögreglustjóra að mann- inum verði að öllum líkindum vísað úr landi eftir afplánunina og líkur séu á því að hann verði sendur til Brasilíu. Hosmany Ramos er fædd- ur árið 1947. Hann var einn virt- asti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og var áberandi í skemmtanalífinu. Honum hefur tvisvar sinnum tekist að sleppa úr fangelsi frá því hann var dæmdur árið 1981. - kg Þekktur brasilískur glæpamaður afplánar dóm hér á landi: Handtekinn með falskt vegabréf LEIFSSTÖÐ Ramos var handtekinn í Leifs- stöð 9. ágúst síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HOSMANY RAMOS SAMGÖNGUMÁL Lengd flugbraut á flugvellinum á Akureyri var formlega tekin í notkun í gær. Kristján Möller samgönguráð- herra vígði brautina ásamt Arn- grími Jóhannssyni flugstjóra. Jafnframt því að flugbrautin var lengd hefur ýmis aðflugsbún- aður verið endurbættur og endur- nýjaður. Framkvæmdirnar hófust vorið 2008. Flugbrautin var lengd um 460 metra og er nú 2.400 metrar á lengd. Þá var eldri hluti hennar styrktur og réttur af. Endaöryggis svæði voru einnig stækkuð, úr sextíu metrum í 150 metra við hvorn enda. Flugvöllur- inn er því betur í stakk búinn að þjóna millilandaflugi en áður. - þeb Lengri flugbraut vígð í gær: Akureyrarflug- völlur lengdur FLUGBRAUTIN VÍGÐ Arngrímur Jóhanns- son flugstjóri og Kristján Möller sam- gönguráðherra vígðu lengdu flugbraut- ina í gær. KABÚL, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur yfirburði á aðra frambjóðendur í komandi forsetakosningum í landinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem var gerð í síðasta mánuði. Ætluðu 44 prósent aðspurðra að kjósa Karzai í kosningunum sem fara fram á fimmtudaginn. Það eru þrettán prósentustigum fleiri en í síðustu könnun sem var framkvæmd í maí. Helsti andstæðingur Karzais í kosning- unum, Abdullah Abdullah, fékk stuðning 26 prósenta aðspurðra í könnuninni. Í þeirri síðustu studdu hann aðeins sjö prósent og því hefur fylgi hans aukist til muna. Fari svo að efsti fram- bjóðandinn í kosningunum nái ekki fimmtíu prósentum atkvæða verður kosið á ný á milli þeirra tveggja efstu. - fb Forsetakosningar í Afganistan: Hamid Karzai með yfirburði HAMID KARZAI Forseti Afganistans er líklegur til að halda áfram í embætti sínu. Braust inn á veitingastað Brotist var inn á veitingastað í Vest- mannaeyjum aðfaranótt föstudags. Maður var handtekinn í nágrenni staðarins skömmu eftir innbrotið, grunaður um verknaðinn. Áfengi sem stolið var á staðnum fannst einnig. Innbrot hjá Póstinum Innbrot var framið í dreifingarstöð Íslandspósts við Stórhöfða í Reykja- vík aðfaranótt föstudags. Rótað var í skápum og skúffum en ekki er vitað hvort þjófurinn hafði eitthvað á brott með sér. Hann komst undan. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings af hálfu ríkisstjórnar Íslands hefur verið tryggð, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að fjár- mögnunin hafi verið samþykkt á hluthafafundum í gær. Hún sé í samræmi við fyrirætlanir sem greint hafi verið frá hinn 20. júlí síðastliðinn og uppgjörs- samninga ríkistjórnarinnar við skilanefndir Glitnis og Kaup- þings, sem nú er lögð lokahönd á. Eigið fé Íslandsbanka verði 65 milljarðar króna og Nýja Kaup- þings 72 milljarðar króna. - kg Fjármálaráðuneytið: Fjármögnun banka tryggð Bleytutíð hefur áhrif Erfitt hefur verið að eiga við heyskap í Eyjafirði vegna mikillar úrkomu síðustu vikur. Flestir hafa þegar slegið fyrsta sláttinn, en seinni sláttur hefur tafist vegna veðursins. Þó munu sumir líklega ná þremur sláttum, að því er fram kemur á vikudagur.is. EYJAFJÖRÐUR GENGIÐ 14.08.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,4663 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,89 126,49 208,17 209,19 179,63 180,63 24,125 24,267 20,819 20,941 17,645 17,749 1,3241 1,3319 196,30 197,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.