Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 6
6 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Sumarferð Samfylkingarinnar Bláskógabyggð, laugardaginn 29. ágúst Öll fjölskyldan er velkomin í skemmtiferð Samfylkingar- innar í Bláskógabyggð. Lagt af stað frá BSÍ kl. 10:00. Fyrsti áfangastaðurinn er „í túninu heima“ í Kvosinni í Mosfellsdal. Þaðan liggur leiðin á Þingvelli, Laugarvatn og í Aratungu. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði: Hestasýning í Frið- heimum, sundferð, heimsókn á Torfastaði og í Miklaholt. Deginum lýkur svo að vanda með glæsilegri grillveislu að hætti jafnaðarmanna. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Miðar eru seldir á skristofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík til 22. ágúst. Tekið á móti pöntunum í síma 414 2200 og í netfanginu: sumarferd@samfylking.is Allir með! Golfmót Samfylkingarinnar Vífilstaðavelli fimmtudaginn 27. ágúst Leikið verður eftir Texas scramble fyrirkomulagi. Skráning fyrir 26. ágúst á www.golf.is og í síma 414 2200 Nánari upplýsingar um sumarferðina og golfmótið er að finna á heimasíðu Samfylkingarinnar: www.samfylking.is NEYTENDAMÁL Það er óraunhæft að leggja af forverðmerkingar á kjöt- vöru, segir Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands (SS). „Það er gríðarleg samkeppni á milli verslana eins og sjá má í aug- lýsingum alla daga.“ Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um undanfarna daga telja Neytendastofa, Alþýðusambandið og talsmaður neytenda það ekki standast samkeppnislög að for- verðmerkja vöru. Samkeppnis- eftirlitið rekur stjórnsýslumál til að fá úr því skorið hvort svo sé. Málin snúa að smásöluverslun- um og hópi kjötframleiðenda og birgja. Þeir sem sinna samkeppn- ismálum eru almennt þeirrar skoð- unar að leggja skuli niður forverð- merkingar og það aðeins tæknilegt atriði standi í veginum. Kjötmarkaðurinn á Íslandi er hins vegar of lítill til að gera grundvallar- breytingar á dreifingu vör- unnar og það hefði aukinn kostnað í för með sér fyrir neytendur, segir Steinþór. „Umræða um forverðmerking- ar á matvöru er á villigötum. Þó að leiðbeinandi verð sé gefið upp útilokar það ekki verðsamkeppni. Verslunin getur, ef hún vill, boðið afslátt af þessari vöru eins og hverri annarri.“ Margir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að forverðmerkingar viðgangist vegna þess að fram- leiðendur ráði ekki yfir tækni til að vigta og pakka vöru eftir nákvæmri þyngd. Steinþór segir þetta að nokkru leyti rétt. „Það er hægt að breyta þessu en hér eru litlir framleiðendur sem ráða ekki við að kaupa dýrasta vélbúnað sem gerir þetta mögulegt. Verði okkur gert að breyta þessu af samkeppnis- yfirvöldum óttast ég að framleið- endum fækki, með neikvæðum áhrifum á samkeppni.“ Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, bendir á að hver og einn kaupmaður gæti sagt framleið- endum vöru að hann hygðist selja á ákveðnu verði; sem síðan yrði verðmerkt í samræmi við það. „Það hlýtur að vera hægt að fá verð- ið uppgefið frá smásalanum þó að pakkningar, tækin og fjárfestingin séu hjá framleiðandanum.“ Steinþór segir þetta fullkomlega óraunhæft. „Við getum ekki boðið verslunum að verðmerkja fyrir hverja og eina. Þá yrðum við að halda margfaldan lager, einn fyrir hvern smásala með sér verðmerk- ingu. Þetta er ekki framkvæman- legt.“ svavar@frettabladid.is Merkingar eðlilegar á litlum markaði Forstjóri SS segir umræðu um forverðmerkingar á villigötum. Samkeppni með kjötvörur sé virk og aðeins með öðrum hætti en á annarri dagvöru. Annað segja samkeppnisyfirvöld, sem vilja breytingar á merkingunum án tafar. STEINÞÓR SKÚLASON LÖGREGLUMÁL Bankastjórn Seðla- banka Íslands styrkti í janúar starfsmannafélag lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um 300 þúsund krónur. Með þessu vildu bankastjórar þakka lögreglumönn- um sem tókust á við mótmælend- ur í anddyri bankans í mótmælum fyrr í vetur. „Ég lít ekki svo á að þarna hafi menn verið að styrkja lögregluna, heldur viljað koma á framfæri per- sónulegu þakklæti til manna sem stóðu þarna í eldlínunni,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Reglur gilda um móttöku lögreglu- manna á gjöfum, en þetta fellur ekki undir þær, að mati Stefáns, þar sem gjöfin hafi verið til starfs- mannafélagsins, ekki embættisins eða lögreglumannanna sjálfra. „Mér finnst það hið eðlilegasta mál ef menn eru ánægðir með lög- regluna, og ekkert óeðlilegt við það ef menn vilja fylgja því eftir,“ segir Stefán. Ýmis fyrirtæki hafa styrkt starfsmannafélagið í gegn- um tíðina, til dæmis með matar- eða sælgætisgjöfum fyrir fjöl- skyldudaga, segir Stefán. Ingimundur Friðriksson, einn þáverandi seðlabankastjóra, hafði milligöngu um gjöfina, en ákvörð- un um hana var tekin af banka- stjórn Seðlabankans, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Aðrir styrkir bankans hafi aðallega verið til mannúðar- og líknarfélaga, auk samtaka á listasviði. - bj Styrkur Seðlabankans til starfsmannafélags lögreglu eðlilegur segir lögreglustjóri: Lögreglan fékk 300 þúsund MÓTMÆLI Lögreglumenn stóðu í ströngu í anddyri Seðlabankans í bús- áhaldabyltingunni í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DÓMSMÁL Borghildur Guðmunds- dóttir, sem hefur verið gert að fara til Bandaríkjanna með syni sína tvo, heldur af stað með þá til Bandaríkjanna í dag. Hún mun eiga fund strax á mánudaginn með lögfræðingi sem hún hefur fengið þar í landi. Borghildur var gift bandarískum hermanni sem vill höfða forræðis- mál á hendur henni í Bandaríkj- unum. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að hún hefði ekki mátt fara með börnin til Íslands án leyfis fyrrver- a nd i ma n ns síns, þar sem lögskilnaður hafði ekki geng- ið í gegn. Hún skyldi því fara utan innan sex vikna, sem eru liðnar á morgun. Hæstiréttur stað- festi svo þann úrskurð. Þar sem hún hefur hvorki dvalar- né atvinnuleyfi í Banda- ríkjunum mun hún aðeins geta dvalist þar í þrjá mánuði. Líklegt er hins vegar að forræðismál muni taka lengri tíma en það, og þá er viðbúið að hún þurfi að skilja syni sína eftir hjá föður þeirra, sem þeir hafa ekki hitt í hálft annað ár. Hún segir yngri drenginn, sem er á fimmta ári, hvorki muna eftir föður sínum né tala ensku lengur. - þeb Borghildur Guðmundsdóttir var dæmd til að fara með syni sína til Bandaríkjanna: Heldur til Bandaríkjanna í dag BORGHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR VÖRUÚRVAL Framleiðandi kjötvöru segir verslunina hafa það í hendi sér að bjóða afslætti af forverðmerktri vöru. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL . Vandamálið, sem leyst er með forverðmerkingum, er að stykkin (ostur, álegg, lærisneiðar) eru ekki jafn þung. Ef horfið verður frá verð- merkingu með þessum hætti kemur þrennt til greina að mati Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. ■ Verslunin vigtar sjálf og verðmerk- ir. Slíkt hefði í för með sér mikinn kostnað og er í raun óraunhæft. ■ Verslunin hillumerkir verð á tiltekinni vöru, til dæmis þúsund krónur kílóið. Þar sem varan er ekki öll af sömu þyngd verður neytandinn að reikna í huganum hvað varan kostar: þyngd sinnum verð. Í þessu felst mikið óhag- ræði. ■ Að flokka vöruna undir mörg vörunúmer í þyngdarflokkum, sem yrði mjög flókið fyrir neyt- endur og myndi gera verðsam- anburð erfiðan. Einnig myndi kostnaður aukast við framleiðslu, sem skilar sér í hærra verði. ■ Stærstu framleiðendurnir gætu framleitt í breytilegri þyngd sem myndi gera minni framleiðendum erfitt eða ómögulegt að keppa á markaði. FORSENDUR FORVERÐMERKINGA AUSTURRÍKI, AP Tvisvar í þessari viku hafa ungir drengir lokað sig inni í póstkassa í Austurríki. Á fimmtudagskvöld kallaði starfsfólk póstsins í þorpinu Schwarzach í Vorarlberg-héraði á slökkviliðsmenn til að bjarga átta ára dreng út úr póstkassa, en þangað hafði honum einhvern veginn tekist að álpast. Lykill- inn að kassanum fannst ekki hjá póstinum. Sams konar atvik átti sér stað á mánudag í bænum Feldkirch, sem er skammt frá Schwarzach, þegar fjögurra ára snáða tókst að loka sig inni í póstkassa. - gb Vandræði í Austurríki: Drengjum náð út úr póstkassa Munt þú fylgjast með leikjum kvennalandsliðsins á EM í Finn- landi? Já 54,7% Nei 45,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að fylgjast með enska boltanum fyrstu sýningarhelg- ina? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.