Fréttablaðið - 15.08.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 15.08.2009, Síða 8
8 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR 1 Hvað er talið að margir hafi mætt á samstöðufund InDefence-hópsins á Austurvelli? 2 Hvað heitir ný brú í Ísafjarðar djúpi? 3 Hvaða hljómsveit ætlar að spila á þaki Ölstofunnar á Menningarnótt? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 TAÍVAN, AP Um fimm hundruð manns hafa farist í flóðum og aurskriðum eftir að fellibylurinn Morakot gekk yfir Taívan í síð- ustu viku. Heimili um sjö þúsund manns hafa eyðilagst auk þess sem landbúnaður í Taívan hefur farið illa út úr hamförunum fjár- hagslega. Ma Ying-jeou, forseti landsins, segir þetta mesta skað- ann sem þjóðin hefur orðið fyrir í fimmtíu ár. Á fundi um þjóðaröryggismál óskaði hann eftir því að björg- unarstarf gengi hraðar fyrir sig. Rúmlega tuttugu þúsund her- menn munu aðstoða almenning við endurreisnarstarfið. - fb Flóð og aurskriður í Taívan: Fimm hundruð hafa látið lífið EINUM BJARGAÐ Flugmaður heldur á íbúa úr þorpinu Meilan þar sem mikil flóð hafa orðið vegna fellibyljarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNHÖFÐAEYJAR, AP „Þetta hefur verið yfirþyrmandi,“ segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um ellefu daga Afríku- ferð sína. Ferðalaginu lauk hún á Grænhöfðaeyjum í gær, eftir að hafa lagt leið sína til Kenía, Suður- Afríku, Angóla, Austur-Kongó, Nígeríu og Líberíu. „Mér þykir yndislegt að koma til Afríku,“ sagði hún á Grænhöfða- eyjum í gær, og bætti því við að eftir ferðina væri hún enn ákveðn- ari í að láta til sín taka þar í fram- tíðinni. Hún segist hafa fært Afríku- ríkjum boðskap frá stjórn Baracks Obama forseta um „strangan kær- leiksaga“. Með Afríkuferðinni hefur Clin- ton aftur stigið inn í sviðsljós- ið sem utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, en hún hafði mánuðum saman látið lítið á sér bera og jafn- vel fallið í skuggann af bæði Bar- ack Obama forseta og Joe Biden varaforseta, sem hafa látið til sín taka í utanríkismálum á ferðum sínum erlendis. Á ferð sinni um Afríkuríki hefur Clinton lagt sérstaka áherslu á stöðu kvenna, matvælaöryggi og þróunarmál. Í Austur-Kongó hitti hún að máli konur sem hafa mátt þola hópnauðganir og aðrar mis- þyrmingar, og skýrði þeim frá því að Bandaríkin muni veita fé til að berjast gegn slíku. „Það er nánast ómögulegt að lýsa þjáningum þeirra,“ sagði hún eftir að hafa rætt við konurnar. Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust hins vegar ókvæða við þegar hún í Nígeríu líkti nýlegum kosningum, sem óvissa ríkir um vegna ásakana um víðtækt kosn- ingasvindl, við forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum árið 2000, þegar George W. Bush vann sigur á Al Gore með umdeildum hætti. „Lýðræðið hjá okkur er enn í þróun,“ sagði hún. „Í forseta- kosningunum hjá okkur árið 2000 réðust úrslitin í einu ríki þar sem bróðir eins forsetaframbjóðand- ans var ríkisstjóri. Þannig að við höfum líka okkar eigin vandamál að glíma við.“ Einna mesta athygli bandarískra fjölmiðla vöktu þó hörð viðbrögð hennar við spurningu nemanda nokkurs í Kongó, en nemandinn spurði hana um afstöðu „herra Clintons“ til þess að Kínverjar veiti Kongó lán: „Viltu að ég segi þér hvað manninum mínum finnst?“ spurði hún á móti, forviða: „Maðurinn minn er ekki utanríkis- ráðherra, heldur ég.“ gudsteinn@frettabladid.is Hillary ætlar að láta til sín taka í Afríku Hillary Clinton segir ellefu daga Afríkuferð sína hafa verið yfirþyrmandi, en hún sé enn ákveðnari en áður í að láta til sín taka þar í framtíðinni. Hún segist hafa fært Afríkuríkjum boðskap frá Obama um „strangan kærleiksaga“. MEÐAL KVENNA Í AUSTUR-KONGÓ Þvert á ráðleggingar aðstoðarmanna sinna hélt Hillary Clinton til hinnar stríðshrjáðu borgar Goma í austanverðu landinu, þar sem hún hitti fórnarlömb nauðgara. NORDICPHOTOS/AFP ATVINNA „Atvinnulífið bíður enn – en þolinmæði þess er algerlega á þrotum,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum verslunar og þjón- ustu (SVÞ) sem send var í gær. Eitt ár er liðið frá bankahrun- inu og hafa landsmenn beðið eftir aðgerðum af hendi stjórnvalda sem geti skapað forsendur fyrir endurreisn atvinnulífsins, segir Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri SVÞ. Öll orka stjórnmála- manna í sumar hefur hins vegar farið í umfjöllun um Icesave, að mati Andrésar, sem þó segist ekki vilja gera lítið úr því stóra máli. „Stjórnmálamenn verða hins vegar að geta hugsað um fleira en eitt í einu. Það skortir á að svo hafi verið,“ segir Andrés. Engar líkur eru á vaxtalækkun, þar sem gengi krónunnar hefur ekki styrkst eins og vænst var, að mati Andrésar. „Eins og staðan er í dag eru engar líkur á að gengi krónunn- ar styrkist og erum við föst í hjól- fari sem engin leið er að kom- ast upp úr nema stjórnvöld grípi til aðgerða,“ segir Andrés. Telur hann tíma aðgerða runninn upp. „Ætla stjórnvöld að grípa til aðgerða sem stuðlað geta að styrk- ingu krónunnar og þar með lækk- un vaxta? Þetta er sú lykilspurn- ing sem allir bíða eftir svari við. Afkoma heimila og fyrirtækja snýst nú um þessa tvo þætti,“ segir Andrés. - vsp Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi: Þolinmæði atvinnulífsins á þrotum ANDRÉS MAGNÚSSON Hann telur afkomu heimila og fyrirtækja snúast um styrkingu krónunnar og lækkunar vaxta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖRYGGISMÁL Neyðarverðir hjá Neyðarlínunni afgreiddu 192.149 erindi á árinu 2008 en þau voru tæplega 189 þúsund árið 2007. Langoftast var óskað eftir aðstoð lögreglu en erindi vegna sjúkra- flutninga voru 30.596 og 5.304 ósk- uðu eftir aðstoð slökkviliðs. Hring- ingum vegna náttúru og veðurs fjölgaði verulega og má að miklu leyti rekja það til jarðskjálftans á Suðurlandi í lok maí. Hins vegar fækkaði útköllum vegna leitar og björgunar mjög milli ára. Heildarfjöldi mála hjá 112 á árinu 2008 var 270.843 og bárust því nær áttatíu þúsund erindi sem ekki teljast til neyðartilvika. - shá Neyðarlínan 112: Fengu 270 þúsund símtöl Brimbrjótur í Bolungarvík Framkvæmdir eru nú í gangi við brim- brjótinn í Bolungarvíkurhöfn. Verkið felst í rúmlega þrjú þúsund fermetra þekjusteypu og lögnum og mun athafnasvæði við höfnina því stækka talsvert. Búist er við því að verkinu ljúki um miðjan október. BOLUNGARVÍK KJARAMÁL Kjarasamningur SFR – stéttarfélags í almannaþjón- ustu og ríkisins var samþykkt- ur í gær. Greidd voru atkvæði um samninginn og lauk atkvæða- greiðslunni á hádegi í gær. Tæp- lega 6.400 manns voru á kjör- skrá en átján prósent greiddu atkvæði. Greiddu 54 prósent atkvæði með samningnum en 39 prósent á móti. Tæp sjö prósent skiluðu auðu. Kjarasamningurinn var undir- ritaður 3. júlí síðastliðinn og hefur síðan þá verið kynntur félagsmönnum á fundum. - þeb Stéttarfélag í almannaþjónustu: SFR samþykkti kjarasamning Við erum ekkert að sykurhúða vandamálin. Við forðumst þau ekki. HILLARY CLINTON UTANRÍKISRÁÐHERRA BANDARÍKJANNA RÍKISFJÁRMÁL Lækka á laun ríkis- starfsmanna, sem hafa hærri laun en 400 þúsund krónur á mánuði, um þrjú til tíu prósent. Einnig á að taka fyrir dagpen- inga ríkis- starfsmanna á ferðum innan- lands. Þetta eru tvær af þeim tillögum sem Steingrím- ur J. Sigfús- son fjármála- ráðherra lagði fram á ríkis- stjórnarfundi í gær. Með þess- um aðgerðum verður reynt að lækka kostnað við rekstur rík- isins. Aðrar tillögur voru meðal ann- ars að öllum aksturssamningum verði sagt upp og settar verði viðmiðunarreglur um greiðslur fyrir störf í nefndum, stjórnum og ráðum. Stefnt verður að lækk- un risnukostnaðar um fimmtán prósent frá því í fyrra. - vsp Lagt til að meðallaun lækki: Vilja lækka kostnað ríkisins STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.