Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 10

Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 10
10 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR RÍKISFJÁRMÁL Ríkisútgjöld jukust um 31 prósent á tímabilinu janúar til júní á þessu ári miðað við árið í fyrra. Nema gjöldin 259 millj- örðum og hækka um 61 milljarð. Tekjur ríkissjóðs drógust á sama tíma saman um tæp tíu prósent. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu 219 milljarðar króna en þær voru 205 milljarðar þegar uppi var stað- ið. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu fjármála- ráðuneytisins í fyrradag. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, segir að þó þetta sé ekki í samræmi við fjárlög sé þetta í takt við það sem menn sáu fram á. „Þarna eru ekki farnar að hafa áhrif þær tekjuaukandi aðgerðir sem farið var í á miðju ári eins og hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi, bensíni og olíu og skattar á háar tekjur og fjármagnstekjur,“ segir Indriði. Athygli vekur að tekjur vegna fjármagnstekjuskatts aukast um níu prósent. Er það eðlilegt? „Já, þetta er ekkert undarlegt því fjár- magnstekjur eru lagðar á brúttó vaxtatekjur að meðtöldum verð- bótum. Þegar verðbólga er mikil þá hækkar skattstofninn,“ segir Indriði. Heildarskatttekjur námu um 178 milljörðum króna og drógust saman um fjórtán prósent frá því árið 2008. Töluvert minni tekjur voru af sköttum á vörum og þjón- ustu, en þær tekjur drógust saman um tuttugu prósent. Innheimta tekjuskatts einstaklinga dróst saman um sex prósent, en tekju- skattur fyrirtækja og lögaðila um 37 prósent. Tekjur vegna eigna- skatts dragast saman um fjörutíu prósent. Aukning er á tekjum vegna áfengis- og tóbaksgjalds um ellefu prósent en skattar á áfengi hækk- uðu um 12,5 prósent um síðustu áramót. Hækkaði áfengi aftur um fimmtán prósent 1. júní, og telst því ekki inn í þessar tölur. Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir þessar tölur endurspegla hversu alvarlegt ástandið í ríkisfjármál- unum sé. Ríkisstjórnin tekur of létt á ríkisfjármálunum og hún hefur ekki komið fram með raun- hæfar lausnir um hvernig taka eigi á málunum, að mati Tryggva. En hver er leiðin, á að hækka skatta frekar? „Það er tvíbent því aukin skattheimta dregur úr fjár- festingum og eyðslu sem þýðir að það dregst saman hvað heimilin eyða miklu,“ segir Tryggvi. Tekjur vegna virðisaukaskatts drógust saman um 22 prósent. „Það þarf að endurheimta skatt- grunnana, ekki pína þá niður endalaust, því það sem það gerir er að draga máttinn úr atvinnu- lífinu. Þá verður meira atvinnu- leysi sem aftur dregur úr neyslu,“ segir Tryggvi og játar því að þetta sé eins konar vítahringur. vidir@frettabladid.is Ríkisútgjöld aukast á sama tíma og tekjurnar minnka Ríkisútgjöld jukust og tekjur drógust saman á fyrri hluta árs. Indriði H. Þorláksson segir þetta í takt við það sem menn sáu fram á. Þingmaður segir ríkisstjórnina ekki hafa komið með raunhæfar lausnir um hvernig taka eigi á ríkisfjármálunum. Tekjur vegna fjármagnstekjuskatts jukust um níu prósent milli ára. ÁFENGI Skattar á áfengi hækkuðu um 12,5 prósent um áramótin og aftur um fimmtán prósent 1. júní. Tekjur jukust vegna skattsins um ellefu prósent frá janúar til júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON MENNTAMÁL Framhaldsskólarn- ir fá 48 milljóna aukafjárveitingu til þess að hægt verði að veita öllum nemend- um yngri en átján ára skóla- vist í framhalds- skólum. Þetta var samþykkt á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær. Óvenjulega mikil aðsókn er í framhaldsskóla þetta haustið. Rúmlega hundrað nemendur undir átján ára aldri hafa ekki fengið inngöngu í fram- haldsskóla. Menntamálaráðuneytið hefur nú leitað til nokkurra fram- haldsskóla og Námsflokka Reykja- víkur um að veita þessum ungling- um skólavist. - þeb Aukafjárveiting vegna fjölda: 48 milljónir til framhaldsskóla KATRÍN JAKOBSDÓTTIR www.gardheimar.is allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 helgarafsláttur 25% DÝRADAGAR um helgina Dýrahjálp Íslands verður með ættleiðingardag laugardaginn 15.ágúst af Weber grillum helgarafsláttur 15% Lengdu sumarið og lýstu upp gróðurinn! Hittir þú gæludýrið þitt í Garðheimum? Ný sending af fallegum pottaplöntum! LENÍN OG STALÍN Í MOSKVU Lifandi eftirmynd Stalíns fær sér franskar meðan annar sem líkist Lenín situr á stól. Þessir félagar vinna sér inn aur með því að stilla sér upp í miðborg Moskvu til myndatöku með ferða- mönnum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.