Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 18
18 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Hafsteinn Hafsteins- son skrifar um sátta- miðlun Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausn- ir á samskiptaörðugleikum fólks. Í sáttamiðlun er vandinn skoðað- ur með hverjum málsaðila fyrir sig og svo haldinn sameiginlegur sátta- fundur þar sem vandinn er ræddur undir stjórn hlutlauss sáttamiðlara. Hlutverk sáttamanns er að draga fram þekkingu og sköpunar gáfu fólks við lausn vandans og hvetja til gagnkvæms skilnings og sam- vinnu. Allt sem fer fram í sáttamiðlun er trúnaðarmál og allir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Í sáttamiðl- un gefst tækifæri til að lýsa sinni hlið málsins við öruggar aðstæð- ur. Fólki gefst kostur á að greiða úr misskilningi, greina ólíka hagsmuni og koma fram með gagnkvæmar lausnir. Það er grundvallaratriði í sáttamiðlun að fólk hlusti á hvert annað og sýni hvert öðru virðingu. Nú liggur mikið við að sú sátta- nefnd sem sett var á laggirnar af stjórn Borgarahreyf- ingarinnar standi sig en henni er þó nokkur vandi á höndum. Orsök deil- unnar er fjölþætt en svo virðist vera sem hún hafi byrjað formlega þegar þrír af fjórum þingmönn- um hreyfingarinnar ákváðu að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið á Alþingi og voru þá tald- ir svíkja kosningaloforð um að þjóðin taki lokaákvörðun um mikilvæg mál. Jafnframt þóttu þingmennirnir vinna á móti stefnu flokksins með því að spyrða saman tvö mál: Icesave og ESB. Þá þótti málatilbúnaðurinn jafnvel heyra undir hefðbundin klækjastjórnmál sem ekki er í anda hreyfingar innar. Aðrir telja afstöðu þingmannanna þriggja mjög skiljanlega í ljósi aðstæðna og að þeir séu í fullum rétti til að fylgja sannfæringu sinni eftir að hafa kynnt sér málin ræki- lega. Á heimasíðu Borgarahreyfingar- innar stendur að „hreyfingin saman- standi af hópi fólks úr öllum kimum samfélagsins, sem hafi vaknað upp við að misvitrir auð- og stjórnmála- menn hafi kippt undan því fótunum með glæpsamlegri hegðun og eigin- hagsmunagæslu, og að krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sam- eini fólk í hreyfingunni“. Allir þing- menn hreyfingarinnar hafa væntan- lega samþykkt þessa yfirlýsingu. Þegar ólíkir einstaklingar og ókunnugir hver öðrum ætla að hefja samstarf þurfa mjög skýr markmið og vinnureglur að liggja til grund- vallar. Þingmennirnir fjórir starfa í umboði hreyfingarinnar og eru fyr- irmyndir hennar. Þeir geta unnið saman sem ein heild að hagsmun- um kjósenda eða ákveðið að sinna eiginhagsmunum og afneitað eigin glappaskotum. Mistök þeirra allra eru skiljanleg enda um að ræða flókið samstarf og erfið viðfangs- efni að ræða. En alvarlegustu mis- tökin hafa ekki ennþá litið dags- ins ljós. Vegna ágreiningsins gæti hreyfingin liðið undir lok. Það mun gerast ef þingmennirnir hafa ekki kjark og kærleika til að sjá sinn þátt í vandanum, fyrirgefa, biðjast afsökunar og finna sameiginlega lausn á ágreiningnum, en um það snúast kjörorðin jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Ágreiningur er eðli- legur hluti daglegs lífs og hvorki neikvæður né jákvæður í sjálfum sér, en viðbrögð okkar við honum geta verið það. Með því að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt skerpum við á því sem skipt- ir máli, lærum að sýna hugmynd- um og þörfum annarra virðingu og sjáum í vandanum nýja möguleika, valkosti og tækifæri. Höfundur er sáttamiðlari. Réttlát og lýðræðisleg lausn fyrir Borgarahreyfinguna HAFSTEINN HAFSTEINSSON Samdi íslenska samninganefndin af sér? UMRÆÐAN Gauti B. Eggertsson skrifar um Icesave-samninginn Ragnar Hall lögfræðingur hefur haldið því fram að íslenska samninganefndin hafi samið af sér við gerð Icesave- samningsins. Mistökin, að mati Ragnars, liggja í því hvernig úthlutað er úr þrota- búi bankans samkvæmt samn- ingnum. Það er mín skoðun að samningurinn gefi ekki tilefni til svo alvarlegra ásakana. Rétt er að endurtaka röksemdir Ragn- ars (þótt að vísu finnist mér rétt að halda því til haga að Jón Steinsson, hag- fræðingur, benti mér á sama atriði strax og samningurinn var kynntur, án þess að draga jafn afdráttarlausa ályktun um samningatækni Íslendinga). Skiptaregla Ragnars Hall Röð kröfuhafa við úthlutun á eignum þrotabús Landsbankans skiptir miklu máli fyrir endanleg útgjöld íslenskra skattgreiðenda. Segjum sem svo að tiltekinn inn- stæðueigandi eigi 50.000 evrur og eign- ir bankans dugi aðeins fyrir 75 pró- sentum innlána. Þá, samkvæmt þeirri úthlutunarreglu er Ragnar telur eðli- lega, fær Tryggingasjóður innstæðueig- enda (sem tryggir um 20.000 evrur) að fullu greitt (enda 20.000 evrur minna en 75% af 50.000). Svo yrði afgang- urinn fenginn innlánseigandanum (0.75*50.000-20.000=17.500). Icesave-samningurinn kveður hins vegar á um að þessi 50.000 krafa sé skorin í tvær jafnréttháar kröfur. Þannig fái Tryggingasjóðurinn aðeins 75% af 20.000 (og innstæðueigand- inn 20.000 plús 75% af 30.000). Ragn- ar Hall telur að með þessu hafi Ísland samið af sér. Réttast hefði verið sam- kvæmt íslenskum lögum, að hans mati, að skipta búinu líkt og upphaflega kraf- an væri óskipt og því gengju fyrstu krónurnar beint til Tryggingasjóðs inn- stæðueigenda eins og í fyrra dæminu. Vandinn við lagatúlkun Ragnars Vandinn við þessa lagatúlkun er að íslensk lög kveða ekki skýrt á um þessa skiptareglu, ólíkt lögum í mörgum erlendum ríkjum. Skiptaregla Ragnars á sér hvorki beina stoð í lögum né for- dæmum við skipti á þrotabúum fjármála- stofnana á Íslandi. Að því er ég best get séð á reglan sér eingöngu stoð í fordæmum hjá Ábyrgðasjóði launa. Fjölmargir aðrir íslenskir lögfræðingar halda fram öðrum sjónarmiðum en Ragnar, með vísun í íslensk lög og fordæmi. Þykja mér rök þeirra tiltölulega sannfærandi, að því marki sem ég er læs á íslensk lög. Það eina sem ég hygg að við getum sagt með vissu á þessu stigi málsins er því að íslensk lög kveða ekki skýrt á um hvernig þrotabúum fjármálastofnana yrði skipt. Það er því erfitt að spá fyrir um niðurstöðu íslenskra dómstóla ef reynt hefði á. Kjarni málsins En þetta er ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er sá, að kröfuröðin var auð- vitað samningsatriði milli Íslendinga, Hollendinga og Breta. Það var ekki við því að búast að viðsemjendur okkar vildu láta kröfuröð ráðast fyrir hér- aðsdómi uppi á Íslandi. Auðvitað voru Hollendingar og Bretar ekki tilbúnir að skrifa undir samning, sem þeir vissu ekki hvað þýddi. Það hefðu verið afglöp af þeirra hálfu. En náðu þeir þá fram öllum sínum kröfum en við engu? Eru menn búnir að gleyma neyðarlögunum? Það er eins og menn gleymi því að þegar Bretar og Hollendingar settust við samningaborðið með okkur Íslend- ingum var Alþingi Íslendinga nýbúið að setja neyðarlög sem umturnuðu kröfu- röð í þrotabú íslensku bankanna, með því að setja innlánseigendur fremst, en láta aðra kröfuhafa mæta afgangi. Á sama tíma sagði Alþingi að innláns- eigendur í íslenskum útibúum fengju innistæður sínar til baka að fullu á meðan innstæðueigendur í erlendum útibúum voru í engu tryggðir af íslensk- um stjórnvöldum. Þetta var það sem upphaflega hleypti illu blóði í viðsemj- endur okkar. Þessi mismunun var ekki beint til þess fallin að skapa traust hjá viðsemjendum okkar um kröfuröð að íslenskum lögum. Ragnar Hall virðist telja að íslenska samninganefndin hafi samið af sér vegna þess að samningurinn kveður ekki á um þá kröfuröð innlánseigenda sem hann telur eðlilega samkvæmt íslensku neyðarlögunum sem samþykkt voru á Alþingi korteri fyrir hrun. En má ekki á sama hátt halda því fram að samninganefndin hafi unnið „afrek“ með því að fá Hollendinga og Breta til að fallast yfirhöfuð á neyðarlögin, því þrátt fyrir allt gerðu neyðarlögin kröf- ur innlánseigenda (og þar með Trygg- ingasjóð að stórum hluta) að forgangs- kröfum? Hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki náðst fram, og alþjóðasamfélagið hefði knúið okkur til að aflétta neyðarlögun- um? Í fyrsta lagi hefði það valdið því að ríkið fengi miklu minna í sínar hendur úr búi Landsbankans. En það er ekki öll sagan. Hvað hefði gerst án neyðarlaganna? Ef neyðarlögin stæðust ekki myndi það einnig þýða að nýju bankarnir, þ.e. Nýja Kaupþing, Íslandsbanki og Nýi Landsbankinn, myndu fá miklu minna í sínar hendur úr þrotabúum gömlu bankanna. Þessir nýju bankar eru hand- hafar krafna íslenskra innlánseigenda á þrotabú gömlu bankanna. Þessar kröfur nýju bankanna eru forgangskröfur sam- kvæmt neyðarlögunum. Ef ekki hefði til þeirra komið væru þær jafnsettar og kröfur hinna fjölmörgu erlendu banka er veittu íslenskum fjármálafyrirtækj- unum fyrirgreiðslu. Icesave-samningurinn náði því þó fram að við náðum sátt við erlenda lánar drottna, eða a.m.k. erlend stjórn- völd, um að innlánseigendur ættu for- gang, en aðrir kröfuhafar væru þar með settir út í kuldann. Auðvitað gerðu bresk og hollensk stjórnvöld þennan samning ekki af neinum sérstökum náungakærleika. Þau áttu líka augljósra hagsmuna að gæta, nefnilega þeirra að þeirra eigin tryggingasjóðir fengju eitthvað upp í skaðann. Það má segja að Icesave-samn- ingurinn sé að einhverju leyti sam- komulag stjórnvalda þessara ríkja til að tryggja hagsmuni eigin skattborgara á kostnað annarra kröfuhafa, aðallega sýnist mér á kostnað þýskra banka. Það eru því væntanlega aðrir kröfuhafar, og íslenskir og erlendir lögmenn þeirra, sem hafa ríka hagsmuni af því að Icesave-samningarnir verði felldir og neyðarlögin afnumin, en ekki endilega íslenskir skattgreiðendur að sama skapi. Ósanngjörn kröfuröð? Íslensk lög eru óskýr, a.m.k. ef marka má þá fjölmörgu íslensku lögfræðinga sem hafa tjáð sig um málið. En er kröfu- röð innlánseigenda samkvæmt Icesave- samningum ekki ósanngjörn í alþjóðlegu samhengi? Er verið að svína á okkur? Svarið sýnist mér vera nei. Í landi okkar helstu viðsemjanda, Breta, er kröfuröð negld niður með skýr- um hætti. Lög þeirra segja að Trygginga- sjóður innlánseigenda sé aftastur í röðinni á eftir öðrum kröfum innlánseig- enda! (A.m.k. ef marka má ýmis laga álit á upplýsingasíðu íslenskra stjórnvalda um þetta efni á www.island.is). Sama gildir hjá okkar forna nýlenduveldi, Dan- mörku. Er við því að búast að viðsemj- endur okkar hefðu fellt sig við túlkun Ragnars Halls á neyðarlögunum sem sett voru korteri fyrir hrun, þegar þessi lög voru bersýnilega smíðuð til að lágmarka skaða Íslands burtséð frá hagsmunum breskra og hollenskra innlánseigenda? Hefði ekki verið að bera í bakkafullan lækinn að krefjast þess að þessar þjóðir sættu sig bæði við neyðarlögin, sem tryggði íslenska innlánseigendur að fullu, en erlenda í engu, og svo í ofanálag að neyðarlögin væru túlkuð þannig að nán- ast allur skaðinn af þessu gjaldþroti lenti á breska og hollenska Tryggingasjóðnum, sem og erlendum innláns eigendum á borð við breskar sveitar stjórnir, spítala, og líknarstofnanir sem trúðu Landsbankan- um (og þar með íslenska Fjármáleftirlit- inu) fyrir sparifé sínu? Er ekki allt eins hægt að halda því fram að það hafi verið „afrek“ hjá íslensku samninganefndinni að lög hafi þó verið túlkuð líkt og gert er í samning- um, frekar en (i) að viðsemjendur okkar hefðu neitað að viðurkenna neyðarlögin eða (ii) að kröfuröðin hefði verið líkt og í Bretlandi og Danmörku þar sem Trygg- ingasjóður er síðastur í kröfuröð inn- lánseigenda? Niðurstaða Mín niðurstaða felur hvorki í sér þá skoðun að samið hafi verið af sér eða að afrek hafi verið unnið í Icesave-samn- ingum. Þetta var einfaldlega að mörgu leyti fyrirsjáanleg niðurstaða í hörmu- legu máli. Málamiðlun. Hefði verið hægt að ná fram betri málamiðlun? Ég treysti mér ekki til þess að dæma um það, enda samningar af þessu tagi flókn- ir, og samningsstaða okkar var afskap- lega veik. Á hinn bóginn sýnist mér að af tveimur herfilegum kostum sé happadrýgst fyrir Alþingi að samþykkja Icesave. Það er eitt lykilatriðið til að endurreisa alþjóðlegt traust á Íslandi. Með því að fella samninginn hefjum við háskaför sem ekki sér fyrir endann á. Það þarf að klára þetta ógæfumál og snúa sér að uppbyggingu Íslands. Höfundur er hagfræðingur. GAUTI B. EGGERTSSON Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.