Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 22
22 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Samtal þeirra Jóhönnu og Hugleiks hefst á því að hann segist ánægður með að eyða tíma sínum með henni. Það þykir henni ekki fallegt orða- lag og lætur hann heyra það. Á Íslandi noti maður nefnilega tím- ann. Hugleikur: „En eyðilegging er stundum svolítið flott. Sú hugmynd að tíminn bara sundrist á meðan maður er að nota hann.” Jóhanna: „Já, ég get fallist á þessi rök, enda er ég ekki nöldurpúki eða hreinsunarsinni. Mér finnst til dæmis allt í lagi að sletta ef maður kann það. Mér finnst það oft til fyrirmyndar.“ Hugleikur: „Ég stend mig oft að því að finna ekki íslenskt orðasam- band yfir hlutina. Til dæmis þegar manni finnst eitthvað meika sens. Ég bara finn ekki ekki íslenska orðasambandið yfir það.“ Jóhanna: „Já, það meikar alveg sens. Ekki kem ég því fyrir mig hvert íslenska orðasambandið yfir það er.“ Hugleikur: „Við erum þá kannski ekki með meika sens í orðaforðan- um okkar, Íslendingar. Það útskýr- ir alveg rosalega margt.“ Jóhanna: „Ég var heldur ánægð með þessa hugmynd að fá okkur saman á rökstólana. Mér finnst við vera svo algjörar dellur saman. Í hvaða merki ertu?“ Hugleikur: „Ég er vog. Fæddur 5. október, sama dag og Hómer Simp- son, skilst mér.“ Jóhanna: „Hann hefur kannski haft áhrif á þig? Ég er vatnsberi. Vog og vatnsberi eiga ágætlega saman. Hann er svo sveigjanlegur og ljúf- ur og hún er svo þrjósk. Vatnsberi umber þetta allt saman.“ Hugleikur: „Ég veit ekki hvort ég er þrjóskur. En ég er hins vegar dæmigerð vog að því leyti að ég er ofboðslega mikill afstöðuleysingi. Ég segist ekki vilja taka afstöðu en kannski þori ég það ekki.“ Jóhanna: „Mér finnst þú nú taka afstöðu í því sem ég hef lesið eftir þig. Þú gerir það bara á mjög sér- stakan hátt.“ Ýkjusögur á Facebook Jóhanna: „Við erum ekki vinir á Facebook.“ Hugleikur: „Nei, en ég fletti þér samt upp á Facebook í gær en ætl- aði ekki að sækja um vináttuna fyrr en við værum búin að rabba saman. Ég er annars rétt nýbúinn að hrista af mér þetta áráttuskeið, þar sem maður kíkir á Facebook tíu sinnum á dag. Nú er maður orð- inn nógu vanur því til að kíkja bara þrisvar á dag.“ Jóhanna: „Það er auðvelt að verða dálítið „hooked“, eins og það heitir á góðri íslensku, á Facebook. Fyrst fannst mér hún svo yfirborðskennd og rugluð að einhvern veginn fannst mér að ég myndi ekki una mér þarna. En ég hef komist upp á lag með að nota hana til skemmtun- ar. Ég bulla svolítið mikið stundum og segi sögur sem fólk virðist trúa. Á Facebook er ég til dæmis alltaf að baka eða búa til einhvern undar- legan mat.“ Hugleikur: „Og ertu svo ekkert að baka?! Ertu bara að þykjast?“ Jóhanna: „Nei, nei. En ég hef skemmtun af þessu. Svo hef ég tekið eftir því að það er ákveðin vinsemd á Facebook sem ég hélt að væri ekki. Þar tíðkast ekki þessi óþverri eins og er á blogginu.” Hugleikur: „Nei, það er skrýtið hvað fólk lætur út úr sér þar. Það má líkja því við að labba niður Laugaveginn með grímu og móðga alla sem á vegi manns verða.“ Jóhanna: „Já, hefurðu gert það?“ Hugleikur: „Ég hef ekki gert það nei, en ég labbaði niður Laugaveg- inn með svínagrímu fyrir nokkr- um árum. Fólk sagði ekki neitt. Það lét sem það sæi mig ekki. Ég varð ósýnilegur.“ Jóhanna: „Varstu ekki vonsvikinn að fólk var meðvitað um að taka ekki eftir þér?“ Hugleikur: „Nei, ég held að ég myndi bregðast nákvæmlega eins við sjálfur. En ég myndi ekki gera þetta núna. Að setja upp svína- grímu í dag væri ófrumlegasti gjörningur sem ég gæti tekið upp á. Skot á hvað væri það? Svína- flensuna? Stjórnvöld? Svín eru líka mjög ófrumleg dýr.“ Húmor í takmörkuðu upplagi Talandi um svín. Óttist þið svína- flensuna? Hugleikur: „Ég er reyndar búinn að vera með stíflaðar ennisholur síðan í maí. En ég held að það sé nú ekki svínaflensan.“ Jóhanna: „Ef maður ætti að hafa áhyggjur af öllu sem gerist í heim- inum myndi maður bugast gjör- samlega. Við getum ekki tekið þetta allt á herðarnar. Og þaðan af síður leggur maður það á sálina.“ Hugleikur: „Nei, maður verður að vera bjartsýnismaður. Mér finnst bara ekki vera annað í stöðunni, nokkurn tímann. Ég held að Win- ston Churchill hafi sagt eitthvað á þessa leið.“ Jóhanna: „Winston var góður. Hann hafði líka húmor. Ég er voða hrifin af svoleiðis fólki, sem hefur húmor. Mér finnst það geta bjargað lífi fólks. En hefur þú húmor fyrir sjálfum þér? Þolirðu það að aðrir hlæi að þér, á bak við þig?” Hugleikur: „Nei, ég myndi ekki þola það.“ Jóhanna: „Ekki ég heldur. Maður grínast með sjálfan sig og er voða léttur og huggulegur. En ef maður fréttir að einhver annar geri það þegar maður er ekki viðstaddur verður maður virkilega sár. Þetta heitir líklega að hafa takmarkað- an húmor.“ Hugleikur: „Einu sinni tók ég próf á Facebook þar sem hægt var að fá að vita hvaða frægi Íslending- ur færi mest í taugarnar á manni. Ég fékk sjálfan mig, en tók reynd- ar prófið þannig að ég vissi að það yrði niðurstaðan. Henni fylgdi texti þar sem meðal annars stóð að ég kynni ekki að teikna og ýmis- legt fleira mjög særandi.“ Jóhanna: „Sko, þú ert viðkvæm sál.“ Hugleikur: „Já, ég varð sár þegar ég las þetta. En ég var ekki sár í meira en hálfan dag. Ég hugsaði nefnilega með mér að nú hlyti ég að vera búinn að meika það, fyrst að einhver þolir mig ekki á Face- book og setur mig í próf.“ Saman úti á svölum Getið þið nefnt þrjú atriði sem þið teljið vera sönn um hvort annað, nú þegar þið eruð búin að ræða saman í hálftíma? Hugleikur: „Ég skal byrja. Ég held að þú hafir dæst í leikhúsi. Og ég held að ef við værum í sömu ferm- ingarveislunni myndi ég finna þig úti á svölum. Svo held að þú sért meira fyrir ketti heldur en hunda.“ Jóhanna: „Það er rétt að ég er hrif- in af köttum. Ég hef ekkert á móti hundum en kettir höfða meira til mín. Ástæðan fyrir því að ég væri úti á svölum er að mér leið- ist í fermingarveislum. Já, og það er mjög auðvelt að dæsa í leikhúsi. En ég geng bara út af sýningum ef mér leiðist. En þá eru það þessi þrjú atriði um þig. Ég held að þú takir þig miklu alvarlegar en þú vilt vera láta.” Hugleikur: „Það er nokkuð til í því, ég er alla vega alltaf að hugsa um hvernig ég eigi að vera og hugsa um að gera ekki einhverja vitleysu, þó að ég sé alltaf á yfirboðinu að reyna að vera voðalega „ligeglad“.“ Tortíming tímans meikar sens Ef þau Jóhanna Kristjónsdóttir og Hugleikur Dagsson hittast einhvern tímann í fermingarveislu er líklegast að þau muni standa úti á svölum í hrókasamræðum alla veisluna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir lá á hleri á meðan rökstólapar vikunnar fór á flug. GAMAN SAMAN Þeim Jóhönnu Kristjónsdóttur og Hugleiki Dagssyni leiddist ekki í hlutverki rökstólapars vikunnar. Á RÖKSTÓLUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.