Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 15. ágúst 2009 3 Von er á 41 skiptinema hingað til lands á vegum AFS í lok mánað- arins en það er svipaður fjöldi og undanfarin ár. „Kreppan virðist ekki vera að að fæla skiptinem- ana frá en við verðum þó ekki vör við aukningu þótt það sé ódýrara að koma hingað en oft áður. Það skýrist ef til vill af því að efna- hagurinn ytra er ekki eins góður og áður og því leggja færri land undir fót,“ segir Eyrún Eyþórs- dóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. AFS eru alþjóðleg fræðslu- samtök sem starfa í yfir fimm- tíu þjóðlöndum. Aðalviðfangsefni þeirra hér á landi eru nemenda- skipti unglinga á aldrinum 16-19 ára. Markmið samtakanna er að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum uppruna, víkka sjóndeildarhring ungs fólks og auka menntun þess. „Við trúum því að með auknum samskiptum á milli ólíkra menningarheima verði til aukinn skilningur sem kemur í veg fyrir stríð og átök, en á þeirri hugmyndafræði byggja samtökin,“ segir Eyrún. Hún segir ganga örlítið verr að finna fjölskyldur fyrir nemana en áður og þá sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu. „Við erum þó að bæta við fjölskyldum á lands- byggðinni sem er afar ánægju- legt.“ Eyrún segir að þeir sem taki að sér skiptinema geri það af hug- sjón og áhuga. „Fósturfjölskyld- urnar þurfa að veita skiptinem- unum mat og húsaskjól en þær græða heilmikið sjálfar. Rann- sóknir hafa sýnt að skiptinemar og fósturfjölskyldur hljóta forskot er varðar færni til að leysa vanda- mál auk þess sem þær auka sam- skiptahæfni sína. Þá eykst menn- ingarleg aðlögunarhæfni beggja aðila og oftar en ekki myndast ævilöng vinabönd.“ Eyrún segir fólk á framhalds- skólaaldri hvað best til þess fall- ið að fara í skiptinám og að í því sé mikil fjárfesting fólgin. „Fólk á þessum aldri er svo móttæki- legt og rannsóknir hafa sýnt að leiðtogahæfni þess eykst auk þess sem það er líklegra til að fara í háskóla- og doktorsnám. AFS óskar eftir fósturfjölskyld- um af öllum stærðum og gerð- um og eru engar kröfur gerðar um fjölskyldusamsetningu. Þær þurfa umfram allt að vera góðar og tilbúnar til að leyfa skiptinem- unum að taka þátt í lífi og starfi fjölskyldunnar. Áhugasömum er bent á heimasíðuna www.afs.is. vera@frettabladid.is Skiptinemar vilja koma Fjöldi skiptinema er væntanlegur til landsins á næstunni þó að enn vanti nokkur heimili til að hýsa þá. Eyrún Eyþórsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir fjölskyldur taka að sér skiptinema af hugsjón. SKÓLAVÖRUR eru misdýrar eftir verslunum. Þessu komust Neytenda- samtökin að í nýrri smákönnun sem sjá má á vef samtakanna www.ni.is. Gerð var verðkönnun á fjórum hlutum og var mesti munurinn 460 prósent á milli verslana. AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem starfa í yfir fimmtíu þjóðlöndum. MYND/AFS Innritun fer fram á www.tskoli.is Kvöldskóli Byggingatækniskólinn Raftækniskólinn Tæknimenntaskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Fjarnám Byggingatækniskólinn Fjölmenningarskólinn Upplýsingatækniskólinn Skipstjórnarskólinn Raftækniskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Diplómanám Endurmenntunarskólinn • Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu - Útvegsrekstrarfræði - Flugrekstrarfræði - Almenn lína í rekstri og stjórnun - Rekstrarfræði • Lýsingarfræði • Lýsingarhönnun Flugskóli Íslands Í september hefjast: • MCC námskeið • ATPL námskeið • PPL námskeið (einkaflugmannsnámskeið) • Flugkennaranámskeið www.flugskoli.is Það er leikur að læra Innritun lýkur 26. ágúst. Aðstoð við innritun er 26. ágúst frá kl. 16 :00 – 19:00. Innritun í kvöld- og f jarnám er haf in Betra nám býður upp á fjölbreytt og hnitmiðuð námskeið sem efl a námsgetu fyrir allan aldur: • Er lesturinn vandamál? • Gengur margföldun illa? • Er reiknað á fi ngrum? • Tekur námið of langan tíma? • Bregst minnið? Lærðu námstækni sem nýtist til frambúðar: • Davis lesblindunámskeið • Fjarnámskeið sem efl ir hugarreikning og margföldun • Hraðlestur • Minnistækni • Glósutækni (Hugarkort) Erfi ðleikar með lestur eða stærðfræði? Persónuleg þjónusta Betra nám - www.betranam.is Kjarna - 270 Mosfellsbæ s. 566 6664
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.