Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 52

Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 52
 15. ÁGÚST 2009 LAUGARDAGUR4 ● reykjavík jazz ANDRI ÓLAFSSON TÓNLISTAR MAÐUR „Ég er spenntastur fyrir atriði sem er ekki á dagskránni, í það minnsta ekki nafngreint, en það eru Dýrin í Hálsaskógi sem spila á Kjarvalsstöðum,“ segir tónlistarmaðurinn Andri Ólafsson. „Svo myndi ég kíkja á Arve Henriksen sem spilar á Nasa 29. ágúst og einnig væri gaman að fara á smá djass- madness í Norræna húsinu 16. ágúst. Ég flýg hins vegar út til Amsterdam til náms eftir mína eigin tónleika þannig að ég get því miður ekki séð margt.“ Andri leiðir Moses High- tower og Asamasada-tríóið á Rósenberg þann 16. ágúst og einnig mun hann spila á tónleikum á Kaffi Kúltúra þann 23. ágúst. - jma BJÖRN THORODDSEN TÓNLISTARMAÐUR „Ég hlakka mikið til að sjá Hilmar Jensson með franska gítarleikaranum Marc Ducret og svo verður gaman að sjá Guðmund Pétursson gítarleik- ara með sinni frábæru hljóm- sveit,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari um viðburði Jazz- hátíðar. „Annars ætla ég að reyna að sjá sem flest og vera svona á flækingi.“ Björn spilar sjálfur dúett með sænska gítarleikaranum Ulf Wakenius á Nasa þann 21. ágúst, þar sem Hilmar og fleiri koma einnig fram. Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson, eða papa Jazz, verður áttræður í haust og munu Björn og félagar spila honum til heiðurs. - jma SAMÚEL SAMÚELSSON TÓNLISTARMAÐUR „Ég hlakka til að heyra í sænska bandinu Music Music Music sem spilar í Norræna húsinu sunnudaginn 16. ágúst,“ segir tónlistarmaður- inn Samúel Samúelsson. „Ég er líka mjög spenntur fyrir norska trompetleikaranum Arve Henriksen sem verður á Nasa 29. ágúst. Annars er alltaf skemmtilegast að vera bara á röltinu og tékka á hinu og þessu sem er að gerast.“ Sjálfur mun Samúel leika á hátíðinni á nokkrum tónleikum, með stór- sveit sinni á Rósenberg þann 24. ágúst, með Jagúar þann 29. og með Tómasi R. Einars- syni 28. ágúst. - jma HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ SJÁ? Samkvæmt nýjustu tölum koma út fjórar nýjar plötur sem beinlínis eru tímasettar til að koma fyrir almenningseyru á Jazzhátíð Reykjavíkur. Blik Andrésar Þórs Gunnlaugssonar gít- arleikara og Mæri píanistans Árna Heiðars Karlssonar koma báðar út um þessar mund- ir hjá útgáfufélaginu Dimmu, sem nú um stundir skartar fjölbreyttustum útgáfulista íslenskrar djasstónlistar. Margir djasslista- menn hafa gengið til liðs við Dimmu undan- farið og má nefna, auk þeirra Andrésar og Árna, saxófónleikarann Sigurð Flosason sem hefur nú tvær nýjar plötur tilbúnar til útgáfu seinna á árinu; aðra með sönglögum í flutn- ingi Egils Ólafssonar og Ragnheiðar Grön- dal og hina með nokkrum laga sinna í stór- sveitarbúningi Daniels Nölgaard í flutn- ingi Nordbottens-stórsveitarinnar sænsku. Ekki má gleyma Agnari Má Magnússyni sem mun gefa út plötu með tónlistinni sem hann hljóðritaði á tónleikum Jazzhátíðar í fyrra ásamt þeim Bill Stewart og Ben Street. Er þá aðeins fátt eitt talið af fyr- irætluðum útgáfum Dimmu á næstunni. Trommuleikarinn Þorvaldur Þór er líka með nýja plötu og saxófónleikarinn Haukur Gröndal heldur sömuleiðis útgáfutónleika á þessari djasshátíð til að fagna útkomu Balkanbrjálæðisins Narodna Muzika. Nýjar plötur á Jazzhátíðinni Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari gefur út plötuna Blik um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.