Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 53

Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 53
Music Project Museum, er einmitt helgað hinni gnægtafullu rokk- sögu Seattle. Safnið er til húsa við við hina víðfrægu Geimnál (Space Needle) í vægast sagt óvenjulegri byggingu. Tvær kenningar eru uppi um hverju EMP-bygging- in eigi að líkjast: önnur er sú að hún eigi að minna á hljóðbylgj- ur. Hin er sú að arkitektinn hafi látið brjóta fyrir sig gítar, eins og óbeislaðir rokkarar eiga til að gera, og hannað bygginguna með hliðsjón af því. Flugsagan í hávegum höfð Paul Allen, annar stofnandi Micro- soft, lét reisa safnið, en hann er afar umsvifamikill í borginni, rétt eins og Bill Gates, hinn stofn- andi Microsoft, sem er ásamt Boe- ing-flugvélaverksmiðjunni stærsti vinnuveitandi í borginni. Af öðrum söfnum má einmitt nefna hið afar glæsilega Boeing-flugvélasafn. Flugáhugamönnum entist varla dagurinn þar. Sögu flugsins er miðlað á afar nútímalegan og aðgengilegan máta. Þar má meðal annars finna mikið úrval af flug- vélakosti fyrri og seinni heims- styrjaldar, auk þess sem hægt er að ganga um borð í Concorde- þotu, í forsetaflugvél sem Kenne- dy, Nixon og fleiri flugu í. Ungt fólk og hátt menntastig Fleiri fyrirtæki eiga höfuðstöðvar í Seattle, þar á meðal netverslunin Amazon og kaffihúsakeðjan Star- bucks. Fyrirtæki í tækni og upplýs- ingageiranum hafa laðað ógrynni af ungu, menntuðu fólki til borg- arinnar. Fyrir vikið er meðalaldur borgarbúa lágur, ekki nema um 35 ár, og menntunarstigið hátt miðað við aðrar bandarískar borgir. Að sama skapi eru börn fá í borginni; af um 600 þúsund íbúum eru ekki nema um 70 þúsund börn. Hagsæld er því tiltölulega mikil, sem birt- ist meðal annars í því að fasteigna- verð er óvíða hærra í Bandaríkj- unum. Borgin glímir þó vissulega við sín félagslegu vandamál og er heimilisleysi eitt það mest áber- andi. Seattle er ein mikilvægasta hafn- arborg Bandaríkjanna. Helsta inn- flutningsvaran er, merkilegt nokk, íþróttavarningur og útivistafatn- aður, sér í lagi skór. Fyrirtæki á borð Adidas og North Face eru með bækistöðvar í borginni. Varning- urinn er hannaður þar, framleidd- ur í útlöndum, fluttur til Seattle og dreift þaðan um öll Bandaríkin. Pike Place og söguslóðir Sjávarútvegur er líka mikilvæg atvinnugrein í borginni sem og ferðaþjónusta. Besta dæmið þar sem þessar tvær greinar renna saman er sjálfsagt Pike Place, markaðstorg þar sem meðal ann- ars má finna nýdregið sjávarfang beint úr Kyrrahafi, grænmet- is- og ávaxtamarkaði, auk hins hefðbundna ferðamannaglingurs. Markaðurinn er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í borginni. Ráðlegra er að fara þangað frekar á virkum degi en um helgar, þegar mannfjöldinn er hvað mestur. Hinum megin við götuna má sjá allra fyrsta Starbucks-kaffihúsið í Bandaríkjunum, sem var opnað snemma á áttunda áratugnum. Þeir sem eru áfjáðir í að drekka kaffi á „sögulegum stað“ láta það eflaust ekki aftra sér þótt þeir geti þurft að bíða í alllangri röð eftir kara- mellufrappocino. Þeir sem vilja bara kaffisopann sem fyrst þurfa ekki að örvænta. Í Seattle eru um 400 Starbucks-kaffihús og þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna annað. Lenín í Freemont Af öðrum stöðum sem ferðalangar í Seattle ættu að gera sér far um að sjá er hús Edith Mace field, sem stóð fast á sínu gagnvart stórvertaka, sem brá þá á það ráð að reisa risa- vaxna líkamsræktarstöð umhverf- is húsið hennar. Í leiðinni væri vert að gera sér ferð upp í gamla hippa- hverfið Free mont, þar sem finna má fimm metra háa bronsstyttu af Vladimir Lenín. Vinalegir heima- menn segja þér góðfúslega söguna af því hvernig faðir Sovétríkjanna rataði í „land hinna frjálsu“. Grunge-kultúrinn Seattle er þekkt fyrir rokk og ról og unglingakúltúr en þess má geta að hljónsveitarinar Nirvana, Pearl Jam og Fleet Foxes voru og eru ættaðar héðan. ICELANDAIR mun fljúga til Seattle fjórum sinnum í viku í vetur. Íbúafjöldi þar er um 600.000 í borginni sjálfri og tæpar 3,3 milljónir á borgarsvæðinu öllu. Borgin er frægust fyrir nábýli sitt við stórbrotna náttúru sem er innan seilingar, vötn, firði, víkur, eyjar og vogar. Í austri rísa svo fjöllin þar sem önnur og hrikafögur veröld opnast ferðamönnum með ótal möguleikum til útivistar, til dæmis göngu- ferða og tjaldútilegu á sumrin og skíðaferða á veturna. FRÁ SEATTLE er stutt að fara með ferju norður til Vancouver í Kan- ada og eins er tilvalið að bregða sér suður til Portland í Oregon sem kölluð hefur verið „grænasta borgin“ í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem langar til að aka um vesturströnd Bandaríkjanna er svo tilvalið að fljúga til Seattle og taka stefnuna þaðan suður til San Fransisco og jafnvel allt suður til Los Angeles. HLIÐ AÐ VESTURSTRÖND BANDARÍKJANNA Haust 2009 Þú vilt spara í vetur. Við bjóðum sex leiðir! með ánægju Sala á flugsætum fyrir næsta vetur er í fullum gangi. Tryggðu þér ódýrara flug til London, Kaupmannahafnar, Berlínar, Varsjár, Friedrichshafen eða Alicante og lyftu þér upp í vetur! Kynntu þér kostina og bókaðu flug á www.icelandexpress.is Finndu ódýrasta flugfarið á www.icelandexpress.is 12.900 kr. Verð frá: Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Um er að ræða valdar dagsetningar og takmarkað sætaframboð. 25 - 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur á völdum áfangastöðum. London 9 x í viku Køben 7 x í viku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.