Fréttablaðið - 15.08.2009, Side 62
38 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR RIT-
HÖFUNDUR ER 56 ÁRA Í DAG.
„Sá sem kveður vin sinn
finnur fyrir endanleika
lífsins.“
Vigdís er rithöfundur og eftir
hana liggur fjöldi bóka, aðal-
lega skáldsagna og ljóða-
bóka, einnig ævisagan Bíbí.
Kvikmynd hefur verið gerð
eftir sögu Vigdísar, Kaldaljósi.
Ofanrituð tilvitnun er sótt í
bókina Grandaveg 7.
Sýningin Franskir sjómenn við Íslandsstrendur hefur verið
opnuð í húsakynnum Alliance Française við Tryggvagötu
8 í Reykjavík. Hún bregður ljósi á samskipti Íslendinga og
frönsku skútusjómannanna sem stunduðu veiðar við Ísland
á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu.
María Óskarsdóttir hefur um árabil safnað munnlegum og
skriflegum heimildum um þessi samskipti eins og þau komu
Íslendingum fyrir sjónir. Hún er potturinn og pannan á bak
við sýninguna í Alliance Française sem samanstendur af
ljósmyndum, sýningarspjöldum og munum sem fengnir voru
í Minjasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn. Einnig af frásögnum
af því hvernig Íslendingar og frönsku sjómennirnir töluðu
saman, hjálpuðust að, voru tortryggnir hver í annars garð
og bundust loks vinaböndum sem eru orðin hluti af sameigin-
legri sögu þjóðanna tveggja.
María er mikill grúskari í eðli sínu og kveðst hafa aflað
þessara gagna í um það bil tíu ár. „Ég kom í fyrsta sinn á
Patreksfjörð árið 1992 og hafði aldrei fyrr heyrt um franska
sjómenn. Eftir tvær ferðir á Bretagne-skagann í Frakklandi,
þar sem ég var mikið spurð um íslenskar frásagnir af þeim,
fór ég að glugga í gamlar bækur og stundum var eins og mér
væri leiðbeint við að finna það efni sem ég leitaði að. Ég get
ekki skýrt það út. Einu sinni var ég í heimsókn hjá fullorðn-
um hjónum og fékk að líta í bókaskápinn þeirra. Þá var þar
ein bók á hvolfi og ég greip hana fyrst. Þar var þessi fína
saga af samskiptum við Fransmenn.“
Myndir á sýningunni kveðst María hafa fengið lánaðar frá
Patreksfirði og Vestmannaeyjum. „Einnig fékk ég 92 mynd-
ir hjá skipstjóra á skólaskipi sem kom hingað árið 2000,“
segir hún. „Hann fór að grúska á söfnum ytra og fann mynd-
ir sem höfðu verið teknar á bilinu 1907 til 1910. Þær rúlla á
skjá á sýningunni og textar við hverja og eina eru á frönsku
og íslensku.“
María segir Fransmennina hafa keypt salt og svolítið af
kjöti af Íslendingum en ekki síst prjónles eins og tvíþumla
vettlinga og sokkaplögg. Þeir hafi borgað fyrir með hörðu
kexi og rauðvíni sem þeir hefðu sparað sjálfir af sínum dag-
lega skammti. Einn þáttur sýningarinnar fjallar um þjófnaði
því María segir Íslendinga hafa stolið frá Frökkum og öfugt.
Frásagnir eru líka af hrakningum og slysförum, til dæmis
um það þegar átta skútur fórust við skaftfellska sanda í af-
takaveðri laugardaginn fyrir páska árið 1901. „Þá voru ekki
komnar vélar í skúturnar og sjómennirnir þurftu að treysta
á seglin,“ segir María. En bætir þessi sýning miklu við það
sem Elín Pálmadóttir og fleiri hafa skrifað um svipað efni?
„Elín hefur unnið ótrúlega gott verk og ég hafði hana með í
ráðum en á sýningunni er öðruvísi tekið á efninu. Meira er
um einstakar sögur, bæði úr bókum og samtölum við gam-
alt fólk, því ég rétt náði í það síðasta sem mundi eftir skútu-
tímabilinu.“
Þess má geta að sýningin í Alliance Française stendur til
5. september og aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
gun@frettabladid.is
MARÍA ÓSKARSDÓTTIR: SAFNAÐI
GÖGNUM UM FRANSKA SJÓMENN
Náði í skottið
á skútuöldinni
MARÍA ÓSKARSDÓTTIR „Stundum var eins og mér væri leiðbeint við
að finna það efni sem ég leitaði að.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
timamot@frettabladid.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir,
barnabarn og sambýlismaður,
Snorri Valur Einarsson
lést að heimili sínu laugardaginn 8. ágúst. Útför hans
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. ágúst kl.
15.00.
Guðni Alexander Snorrason
Guðmundur Galdur Snorrason Egilson
Einar Guðmundsson
Lúðvík Sveinn Einarsson
Guðmundur Ragnar Einarsson
Sigrún Magnúsdóttir
Edda Ósk Gísladóttir
og aðrir aðstandendur.
Hjartkær móðir okkar,
Guðrún Stefánsdóttir
frá Heiðarvegi 20 í Vestmannaeyjum,
ekkja Helga Benediktssonar, útvegsbónda,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni 13. ágúst.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigtryggur, Páll, Guðrún, Arnþór og Gísli.
Ástkær eiginkona mín,
Marta Bjarnadóttir
er látin. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Magnús Guðjónsson og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Rannveig Edda
Hálfdánardóttir
Holtsflöt 6, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 7. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
18. ágúst kl. 14.00.
Kristján Emil Friðriksson
Dórothea Kristjánsdóttir Madsen Jørgen Elsted Madsen
Hálfdán Kristjánsson Ragnhildur Jónsdóttir
Rannveig Kristjánsdóttir
Kristján Emil Jónasson
og ömmubörn.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hólmfríður Sigmunds
Trönuhjalla 1, Kópavogi,
er látin. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 17. ágúst kl. 13.00.
Sigurður E. Kristjánsson
Sesselja Sigurðardóttir Halldór E. Sigurþórsson
Einar Sigurðsson Ólöf Halldórsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Jón Ágúst Gunnlaugsson
Hreindís Elva Sigurðardóttir Brynjólfur Tryggvi Árnason
Sigmundur Sigurðsson Ewa Noren
Kristján Sigurðsson Margrét Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar kærleiksríka eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Eygló Markúsdóttir
Álfaskeiði 43, Hafnarfirði, áður bóndi á
Ysta Bæli, Austur Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
18. ágúst kl. 15.00.
Sveinbjörn Ingimundarson
Örn Sveinbjarnarson Guðrún Ólöf
Guðmundsdóttir
Sigurður Ingi Sveinbjarnarson
Markús Gunnar Sveinbjarnarson Selma Filippusdóttir
Ingimundur Sveinbjarnarson Guðrún le Sage de Fontenay
Hrafn Sveinbjarnarson Anna Dóra Pálsdóttir
Ester Sveinbjarnardóttir Magnús Sigurðsson
Helga Sif Sveinbjarnardóttir Haukur Örn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát
og útför
Björns Helgasonar
Hæðargarði 24, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítala, Landakoti.
Jóhanna Björg Hjaltadóttir
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Margrét Ólöf Björnsdóttir Kristján Þór Haraldsson
Helgi Björnsson
Haukur Björnsson Annemarieke Gerlofs
Ásta Björg Björnsdóttir Andrés Halldór Þórarinsson
afa- og langafabörn.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurjón Þorvaldsson
verkstjóri, Miðtúni 42, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 fimmtudaginn 6.
ágúst. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðju-
daginn 18. ágúst kl. 15.00.
Ólafía Sigurðardóttir Bergmann
Sigurður Bjartmar Sigurjónsson Sesselja Gísladóttir
Gísli Geir Sigurjónsson Herborg Sjöfn Óskarsdóttir
Þorvaldur B. Sigurjónsson Dagný Hildur Leifsdóttir
Brynja Sigurjónsdóttir Kjartan Jónsson
Freyja Sigurjónsdóttir Róbert Leadon
Rúnar Sigurjónsson Anna Elín Óskarsdóttir
afabörn og langafabörn.
MOSAIK