Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 70
46 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Eitt helsta tromp Einars Bárðarsonar á nýrri útvarpsstöð er Gulli Helga. Dramatískar vendingar urðu hins vegar áður en endanlegir samningar tókust. „You like me, you really like me,“ segir útvarpsmaðurinn Gulli Helga kátur og vitnar í Sally Field þegar hún loks fékk Óskarsverð- launin. „Það er ofsalega gaman, eftir 25 ár og að hafa verið á geymslusvæði, á bekknum, að fá allt í einu svona tilboð, að allt í einu sé þörf á manni einhvers staðar.“ Frá því hefur verið gengið að Gulli Helga stýri morgunþætti á Kananum, útvarpsstöð Einars Bárðarsonar, sem hefur útsendingar 1. september. Einar sparar hvergi stóru orðin þegar hann lýsir hæfileikum Gulla og hér eru nokkur stikkorð: „Einn langvinsælasti og reyndasti útvarpsmaður þjóðarinnar ... einn eftirsóttasti sjónvarpsmaður landins ... Tveir með öllu sem var á dagskrá FM957 og Bylgj- unnar frá árunum 1991 til 1993 hafi gert nöfn Jóns Axel og Gulla Helga að goðsögnum í útvarpi. Fáir ef þá nokkrir útvarpsþættir hafa notið jafn mikilli vinsælda á Íslandi... Að fá Gulla til liðs við sig í útvarpi er eins og að fá heila hæð af samstarfsmönnum ... Þegar farið verður yfir útvarpssögu þessarar þjóðar þá verða þar nokkur nöfn sem munu bera höfuð og herðar yfir önnur. Gulli verður þar í efstu línunni enda fáir ef nokkrir komið jafn víða við í sögu frjáls útvarps á Íslandi. Stór dagur fyrir Kanann ...“ Gulla finnst nóg um. „Já, ég er búinn að sjá þessa ræðu,“ segir Gulli, sem lengi var mjög tvístígandi. Frá þessu hafði nánast verið gengið en þá kom bakslag, þegar 365-menn fréttu af því að Gulli væri að ganga til liðs við Einar, var dregin fram á teikni- borðið gömul hugmynd um smíðaþætti – líf og yndi Gulla. „Ég er Bulli byggir og Bulli bygg- ir hefur bara gaman að því að byggja upp. Það er það sem ég kann. Hvort sem það eru hús eða útvarpsstöðvar. Maður hefur byggt upp útvarpsstöðvar með misgóðum árangri. Þetta er sú 3. í röðinni og allt er þegar þrennt er.“ Ljóst er að menn hafa boðið rausnarlega í Gulla og hann svarar spurningu þess efnis svona: „Ég hef efni á að kaupa mér tyggjó.“ Og með vísan til Tveggja með öllu, hvort útvarps- hlustendur megi vænta endurkomu Jóns og Gulla, segir Gulli dularfullur: „Við útilokum ekkert í þeim efnum. Þetta er rétt að byrja. Og verður ógeðslega gaman.“ jakob@frettabladid.is Bitist um Gulla Helga GULLI Í FULLUM SKRÚÐA Eftir myndatöku hjá Einari stóðu Gulla skyndilega allar dyr opnar – en hann ákvað að endingu að taka þátt í uppbyggingu Kanans þar sem allt er tilbúið undir tréverk. Kate Winslet hefur verið orðuð við aðalhlutverkið í stuttri sjón- varpsþáttaröð sem nefnist Mil- dred Pierce sem HBO ætlar að framleiða. Þáttaröðin er byggð á skáldsögu James M. Cain en leikstjóri og handritshöfundur verður Todd Haynes, sem hefur gert myndirnar I´m Not There og Velvet Goldmine. Gerð var kvik- mynd eftir skáldsögu Cains árið 1945 með Joan Crawford í aðal- hlutverki og fékk hún Óskars- verðlaun fyrir frammistöðu sína sem húsmóðir sem ákveður að hella sér í veitingahúsabransann með ófyrirséðum afleiðingum. Kate Winslet í sjónvarpið KATE WINSLET Á leið í sjónvarp. > BARN Á LEIÐINNI? Bruce Willis giftist fyrirsætunni Emmu Heming í mars. Hann segist aldrei hafa verið hamingjusamari og viður- kennir að sig langi gjarnan í fleiri börn, en Willis, sem er 54 ára, á þrjár dætur með fyrrum eigin- konu sinni Demi Moore. Í banda- ríska sjónvarpsþættinum Acc- ess Hollywood sagðist leikar- inn ekki viss um að þau Emma eignuðust börn, en tók fram að hún væri yndisleg manneskja sem hann nyti lífsins með. „Þetta er bara hlutur sem allir verða að prófa. Ég get voða lítið sagt annað. Þetta er bara svo gaman að ég held varla vatni þegar ég fer fram úr á morgnana,“ segir Karim Djermoun um Go-Kart brautina á Korputorgi. Braut- in verður formlega opnuð í dag, en Karim var með brautina á Reykjanesi fyrir fjórum árum. „Þetta er bara á bílastæðinu á Korpu- torgi, við erum með mjög stórt svæði til að leika okkur á, því það er ekkert að gerast á Korputorgi, fyrr en núna. Ef vel gengur liggur á borðinu að fá að fara inn í Korputorg, í stærsta bilið beint fyrir miðju. Þá er þetta fyrst orðið fyrir alvöru.“ Svæðið er 3.500 fermetra og er braut- in 900 metra löng sem gerir hana þá stærstu sem nokkurn tíma hefur verið á landinu. Þá eru 1.500 dekk og 3 kíló- metrar af öryggisborðum um brautina. Loks skartar hún fullkomnum tíma- tökubúnaði. Karim segir þegar mikla traffík. „Við erum búnir að vera með opið til að koma okkur í gang og prófa bílana.“ Keppni á vegum FM957 hefst á mánudag, hið svokallaða Zúúber-race. „Þeim sem verða með þrjátíu bestu tímana fyrir þessa viku gefst tækifæri á að taka þátt í keppni sem verður á föstudaginn í næstu viku, sem verður þá útvarpað beint frá Korputorgi. Það verður alvöru, með upphitun, tímatöku og loks keppni. Svo erum við að skora á alþingismenn að koma og keyra hjá okkur eftir að Icesave-málið klárast. Þeir eru búnir að taka ansi vel í það. Ég hugsa að við fáum einhverja frækna alþingismenn til að koma í næstu viku og þá verður Ísland í dag á staðnum.“ - kbs Go-Kart braut á Korputorgi STÆRST OG BEST Almenningur streymir á nýja Go-Kart braut á Korputorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.