Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 78
54 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Í dag klukkan 14 hefst leikur Íslands og Serbíu í undan- keppni HM 2011. Knattspyrnu- samband Íslands fór fram á að leikurinn færi fram jafnvel þótt núverandi Evrópumeistaramóti væri ólokið, en afar fátítt er að þessi tvö stórmót knattspyrnu- heimsins skarist með þessum hætti. Ísland keppir í úrslita- keppni EM í Finnlandi síðar í mánuðinum og verður þetta síð- asti leikur liðsins fyrir Finnlands- förina. „Þetta leggst afar vel í mig. Þetta er leikur í undankeppni HM og hugsum við um hann fyrst og fremst sem slíkan,“ sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði. Tólf lið komust í úrslitakeppni EM en aðeins 4-5 Evrópulið kom- ast í úrslitakeppni HM, auk gest- gjafanna sem í þessu tilviki eru Þjóðverjar. Það er því mun erfið- ari undankeppni fyrir höndum en sú sem lauk fyrir EM nú í haust og má íslenska liðið alls ekki við nokkrum feilsporum – síst af öllu á heimavelli. „Við vitum vel hversu erfitt það er að komast á HM. Við þurf- um að vinna riðilinn og svo að vinna sigurvegara annars riðils í umspili til að komast áfram. Við megum því ekki misstíga okkur ætlum við að taka þrjú stig í þess- um leik. Það þarf að ríkja sama ákefð, barátta og gleði og í síðustu undankeppni.“ Hún segir mjög góða stemningu ríkja í landsliðshópnum sem kom saman á miðvikudaginn var og verður saman þar til EM lýkur. „Nú þurfum við að leggja EM til hliðar og munum við einbeita okkur að því þegar þessum leik er lokið.“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir vissulega erfitt að aðskilja keppnirnar tvær. „Þetta hefur verið svolítið erfitt í undirbúningi okkar fyrir leik- inn enda allir að tala um EM. En við þurfum að einbeita okkur að þessum leik enda nýtt mót að hefj- ast og ætlum við okkur áfram. Til þess þurfum við að vinna riðilinn okkar sem Íslandi hefur aldrei áður tekist. Ég hef hins vegar fulla trú á að okkur takist það.“ Í undankeppni EM mátti ekki miklu muna að Ísland næði efsta sæti riðilsins en 2-1 tap fyrir Frökkum ytra gerði það að verk- um að liðið þurfti að fara í umspil gegn Írum um sæti á EM í Finn- landi. Í þeirri undankeppni tapaði Ísland einnig óvænt fyrir Slóveníu á útivelli. „Hefðum við unnið þann leik hefðum við mátt tapa með þessum mun fyrir Frökkum. Samt hefðum við unnið riðilinn. Það sýnir hvað við erum nálægt þessu mark- miði okkar. En þetta verkefni er mjög krefjandi og miklu stærra og erfiðara en að komast í loka- keppni EM. Það má því ekkert út af bregða.“ eirikur@frettabladid.is Þurfum að leggja EM til hliðar í dag Ísland mætir í dag Serbíu í fyrsta leik undankeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Þýskalandi árið 2011. Leikurinn er því bæði upphitun fyrir EM í Finnlandi og þýðingarmikill leikur fyrir framhald liðsins. Á ÆFINGU Edda Garðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir á æfingu íslenska landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, skrifar langa grein á heimasíðu félagsins í gær. Þar kemur hann meðal annars inn á þátt dómara, sem honum finnst ekki alltaf hafa verið mjög hliðhollir sínu liði. Tekur hann sérstaklega út dæmi sem átti sér stað í leik ÍBV og Fjölnis í Eyjum á dögunum. „Í Eyjum lendum við í því að það eru þó nokkrar ljótar tækl ingar í gangi sem dómar- inn virðist ekki sjá og setningar frá dómaranum eins og „það er ekki mér að kenna hvað þið eruð lélegir“ hjálpa ekki til við að halda spennu stiginu niðri,“ segir Ásmundur í grein sinni. Dóm- ari leiksins var Eyjólfur Magnús Kristinsson. Ásmundur gagnrýnir einnig sína menn fyrir að láta mótlætið fara í skapið á sér. Hann kemur annars víða við í grein sinni og hvetur stuðningsmenn liðsins að lokum til þess að styðja við liðið, sem er í erfiðri fallbaráttu í Pepsi-deildinni. - hbg Ásmundur Arnarsson: Gagnrýnir dómara ÁSMUNDUR Ósáttur við orð dómarans í leik ÍBV og Fjölnis. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Fernando Torres hefur undirritað nýjan samning við Liverpool sem gerir honum kleift að vera hjá félaginu til loka tíma- bilsins 2014. Þegar hann kom til félagsins árið 2007 skrifaði hann undir sex ára samning en nýi samningur- inn inniheldur klásúlu sem gerir aðilum mögulegt að framlengja samninginn um eitt ár til viðbót- ar. Torres er 25 ára gamall og var þegar búinn að samþykkja samninginn í maí síðastliðnum. Nú hefur hann gengið frá öllum formsatriðum. „Öll helstu lið heims vilja helst fá hann í sínar raðir en hann hefur sýnt hversu mikinn metnað hann hefur fyrir hönd Liverpool með því að skuldbinda sig við félagið til svo langs tíma,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool. „Hann býr yfir sérstökum hæfi- leikum en vill samt bæta sig.“ - esá Fernando Torres: Hjá Liverpool til ársins 2014 Kristín Ýr Bjarnadóttir, leikmaður Vals, gæti í dag spilað sinn fyrsta landsleik er Ísland tekur á móti Serbíu á Laugardals- vellinum klukkan 14. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni HM en er einnig liður í undirbúningi liðsins fyrir lokakeppni EM í Finnlandi. Kristín Ýr hefur verið upp á sitt besta með Val í sumar eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. „Ég var í þrjú ár frá vegna meiðslanna og missti af fjórum tímabilum,“ sagði hún í sam- tali við Fréttablaðið. „Ég var því bæði mjög hissa og ánægð þegar ég var valin. Maður stefnir auðvitað alltaf að því að komast sem lengst í fótboltanum, annars væri maður ekki í þessu.“ Hún segir að baráttan við meiðslin hafi vissu- lega verið erfið. „Ég var búin að bíða mjög lengi þegar ég gat loksins byrjað aftur. Ég var með bakmeiðsli sem getur oft verið erfitt að glíma við. Það var því mikill persónulegur sigur að geta byrjað á ný og því hef ég ef til vill lagt aðeins meira í sölurnar. Ég óttaðist kannski að vera komin aftur úr öðrum en ég bæti upp fyrir það með ánægjunni.“ Hún segir afar góða stemningu ríkja í landsliðinu og að sér hafi verið vel tekið. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og þó svo að ég þekki þær flestar mjög vel er ég nú með mörgum þeirra sem samherji í fyrsta sinn. En það er frábær stemning í hópn- um og ég hef tekið sérstaklega eftir því hversu einbeittir allir í kringum liðið eru. Það eru ekki bara þjálfarinn og fyrirliðinn sem ætla sér langt heldur allir leikmenn og starfsmenn. Það er skemmtilegt að upplifa það.“ Hún veit þó ekki enn hvort hún fær að spila á morgun. „Ég hef nú ekki komist í neina pappíra enn. En ef ekki í dag þá bara á EM. Ég hlýt að fá mitt tækifæri.“ Lokakeppni Evrópumótsins hefst þann 23. ágúst næstkomandi en fyrsti leikur Íslands verður gegn Frakk- landi degi síðar. Ísland er þar að auki í riðli með Norðmönnum og Þjóðverjum. KRISTÍN ÝR BJARNADÓTTIR: ÞREYTIR MÖGULEGA FRUMRAUN SÍNA MEÐ LANDSLIÐINU Í DAG Var frá í þrjú ár en er nú á leiðinni á EM > Fjölmennum á völlinn Stelpurnar í A-landsliði kvenna í fótbolta mæta Serbíu í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvellinum í dag og hefst leikurinn kl. 14. Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni HM og jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir lokakeppni EM sem hefst 23. ágúst. Fólk er því hvatt til þess að fjölmenna á völlinn, skapa góða stemningu og kveðja stelpurnar með stæl. Miðasala á leikinn hefst kl. 11 í dag. FÓTBOLTI Það eru 83 dagar frá því síðasta keppnistímabil í ensku úrvalsdeildinni rann sitt skeið og því ekki seinna vænna en að hefjast handa á nýjan leik. Átta leikir fara fram í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag og umferðin klárast svo með tveimur leikjum á morgun. Chelsea og Hull ríða á vaðið í dag á Stamford Bridge eða Brúnni en það er áhugaverður leikur þar sem um er að ræða fyrsta „alvöru“ leik Carlos Ancelotti við stjórnvölinn hjá Chelsea. Þó svo að Lundúna- félagið hafi vitanlega unnið sam- félagsskjöldinn gegn Manchester United undir stjórn Ancelottis um síðustu helgi þá er það eldskírn- in í deildarkeppninni sem skiptir máli. Chelsea hefur verið rólegt á leikmannamarkaðinum í sumar en engu að síður tippa margir spark- spekingar á að hinn ítalski Ance- lotti sé rétti maðurinn til þess að ná fram stöðugleika á Brúnni og endurheimta velgengni félagsins frá tímum Josés Mourinho. Everton og Arsenal eigast við á Goodison Park en hvorugt liðið hefur látið sérstaklega mikið til sín taka á leikmannamark- aði. Knattspyrnustjóri Ars- enal, Arsene Wenger, hefur verið sérstaklega gagn- rýndur fyrir lítil kaup í sumar enda hefur Arsen- al misst tvo byrjunarliðs- menn í þeim Kolo Toure og Emmanuel Adebayor og fengið lítið í staðinn. Flestra augu verða á Manchest- er City á komandi leiktíð en forráðamenn félagsins hafa látið vel til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og eytt nálægt því 100 milljónum punda í nýja leik- menn á borð við Kolo Toure, Emm- anuel Adebayor, Gareth Barry, Carlos Tevez og Roque Santa Cruz. City heim- sækir Black- burn á Ewood Park í dag en knattspyrnu- stjórinn Mark Hughes hjá City var áður stjóri Blackburn. Á morg u n hefja Englands- meistarar Manchest- er United titilvörnina gegn Birmingham á Old Trafford en knattspyrnustjór- inn Sir Alex Fergu- son getur ekki teflt fram Edwin van der Sar og Nemanja Vidic sem eru frá vegna meiðsla. Fróðlegt verður að sjá hvernig United plumar sig án Cristi- anos Ronaldo, sem fór sem kunnugt er til Real Madrid í sumar, á kom- andi leiktíð en nýju liðsmönnunum, Michael Owen og Antonio Valencia, er ætlað að fylla skarðið eftir Portú- galann. Umferðin klárast svo með leik Tottenham og Liverpool á White Hart Lane á morgun þar sem púl- arar vonast til þess að leggja þar grunninn að því að enda tuttugu ára bið félagsins eftir meistaratitli. - óþ Löng bið áhugamanna um enska boltann er nú loks á enda þar sem enska úrvalsdeildin byrjar í dag: Áttatíu og þriggja daga bið loks á enda HVAÐ GERIR CITY? Spennandi verður að sjá hvernig City-mönnum gengur á kom- andi leiktíð eftir eyðslu sumarsins. NORDIC PHOTOS/GETTY LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Chelsea-Hull kl. 11.45 Aston Villa-Wigan 14 Blackburn-Man. City 14 Bolton-Sunderland 14 Portsmouth-Fulham 14 Stoke-Burnley 14 Wolves-West Ham 14 Everton-Arsenal 16.30 Sunnudagur: Man. United-Birmingham 12.30 Tottenham-Liverpool 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.